Spennan á milli Bandaríkjanna og Íran er í hæstu hæðum nú um stundir en Bandaríkjamenn hafa sent flugmóðurskip í Persaflóann og fjölgað í flota sprengjuflugvéla á svæðinu.
Margir í ríkisstjórn Trumps forseta hafa lengi talað fyrir því að farið verði í hart við Íransstjórn og þar hefur John Bolton þjóðaröryggisráðgjafi farið fremstur í flokki.
Trump forseti hefur þó verið varfærnari í sínum yfirlýsingum og fregnir höfðu borist af því að forsetinn væri óánægður með stríðsæsingatal Bolton og félaga.
Skilaboð hans í gær á Twitter koma því nokkuð á óvart. Þar segir hann hreint út að ef Íran vill í slag, muni það marka formleg endalok ríkisins. Þá skipar hann Írönum að hóta aldrei Bandaríkjamönnum.
If Iran wants to fight, that will be the official end of Iran. Never threaten the United States again!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 19, 2019