Fimm mörk í röð á tæpum fimm mínútum eftir töfraleikhlé Patreks Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. maí 2019 11:00 Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla með mögnuðum sigri, 32-30, á deildarmeisturum Hauka á útivelli eftir framlengdan leik. Selfoss getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni á miðvikudagskvöldið þegar að fjórði leikurinn fer fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Útlitið var svart hjá Selfyssingum í gær því Haukarnir áttu leikinn í seinni hálfleik og komust fimm mörkum yfir, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir. Sjóðheitum Adam Haukur Baumruk skoraði þá yfir allan völlinn. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé og fór yfir stöðuna með sínum mönnum. Hann bætti aukamanni í sóknina og spilaði sjö á móti sex, hann sagði mönnum að fara í árásir og ekki gefast upp auk þess sem hann gerði smávægilegar breytingar á 6:0-vörninni.Þetta leikhlé átti heldur betur eftir að skila sínu því Selfyssingar skoruðu strax í næstu sókn en markið gerði Haukur Þrastarson. Slakt skot Atla Más Bárusonar leiddi svo til marks úr hraðaupphlaupi sem Guðni Ingvarsson skoraði og þá tóku Selfyssinar heldur betur við sér í stúkunni. Leikmenn liðsins drógu orku þaðan og héldu áfram að fara á kostum en Sölvi Ólafsson komst í ham og varði 86 prósent skotanna sem hann fékk á sig síðustu tíu mínúturnar plús hinar tíu í framlengingunni. Atli Ævar Ingólfsson átti eftir að bæta við tveimur mörkum á þessum ótrúlega kafla og Elvar Örn Jónsson einu en í heildina skoraði Selfoss fimm mörk á fjórum mínútum og 25 sekúndum og jafnaði í 26-26. Bæði lið skoruðu svo aðeins eitt mark hvort síðustu fimm mínútur leiksins. Selfoss er nú búið að vinna Hauka tvisvar í Schenker-höllinni og þurfa Haukarnir að vinna aftur á útivelli á miðvikudagskvöldið eins og síðast þegar að Daníel Þór Ingason tryggði liðinu magnaðan sigur með flautumarki. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira
Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla með mögnuðum sigri, 32-30, á deildarmeisturum Hauka á útivelli eftir framlengdan leik. Selfoss getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni á miðvikudagskvöldið þegar að fjórði leikurinn fer fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Útlitið var svart hjá Selfyssingum í gær því Haukarnir áttu leikinn í seinni hálfleik og komust fimm mörkum yfir, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir. Sjóðheitum Adam Haukur Baumruk skoraði þá yfir allan völlinn. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé og fór yfir stöðuna með sínum mönnum. Hann bætti aukamanni í sóknina og spilaði sjö á móti sex, hann sagði mönnum að fara í árásir og ekki gefast upp auk þess sem hann gerði smávægilegar breytingar á 6:0-vörninni.Þetta leikhlé átti heldur betur eftir að skila sínu því Selfyssingar skoruðu strax í næstu sókn en markið gerði Haukur Þrastarson. Slakt skot Atla Más Bárusonar leiddi svo til marks úr hraðaupphlaupi sem Guðni Ingvarsson skoraði og þá tóku Selfyssinar heldur betur við sér í stúkunni. Leikmenn liðsins drógu orku þaðan og héldu áfram að fara á kostum en Sölvi Ólafsson komst í ham og varði 86 prósent skotanna sem hann fékk á sig síðustu tíu mínúturnar plús hinar tíu í framlengingunni. Atli Ævar Ingólfsson átti eftir að bæta við tveimur mörkum á þessum ótrúlega kafla og Elvar Örn Jónsson einu en í heildina skoraði Selfoss fimm mörk á fjórum mínútum og 25 sekúndum og jafnaði í 26-26. Bæði lið skoruðu svo aðeins eitt mark hvort síðustu fimm mínútur leiksins. Selfoss er nú búið að vinna Hauka tvisvar í Schenker-höllinni og þurfa Haukarnir að vinna aftur á útivelli á miðvikudagskvöldið eins og síðast þegar að Daníel Þór Ingason tryggði liðinu magnaðan sigur með flautumarki.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15