Telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að bregðast við háttsemi þingmanna en ekki siðanefndum Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. maí 2019 14:15 Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er annar tveggja þingmanna flokksins í forsætisnefnd Alþingis Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Forsætisnefnd Alþingis, sem Brynjar situr í, fjallar í dag um mál Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem er talin hafa gerst brotleg við siðareglur Alþingis með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson þingmann Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna skilaði greinargerð til forsætisnefndar vegna málsins í morgun. Ummæli Þórhildar Sunnu um Ásmund féllu í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV 25. febrúar 2018. Þau voru voru á þá leið að uppi væri „rökstuddur grunur“ um að Ásmundur hefði dregið sér fé með því að láta ríkissjóð greiða óhóflegan aksturskostnað sinn. Ásmundur hefur frá árinu 2013 fengið tæpar 23,5 milljónir endurgreiddar frá ríkissjóði vegna aksturskostnaðar á eigin bifreið. Að mati siðanefndar Alþingis braut Þórhildur Sunna gegn 5. gr. og 7. gr. siðareglna Alþingis. Í c-lið 5. gr. siðareglnanna segir að þingmenn megi „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni.“ Í 7. gr. segir að þingmenn skuli í „öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er talin hafa brotið siðareglur Alþingis með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson þingmann Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelm Getur staðfest niðurstöðu siðanefndar eða fellt hana úr gildi Forsætisnefnd Alþingis getur staðfest niðurstöðu siðanefndarinnar eða fellt hana úr gildi. Reglulegur fundur forsætisnefndar hófst kl. 11:45 í dag en á dagskrá fundarins var meðal annars álit siðanefndar í máli Þórhildar Sunnu. Hún skilaði greinargerð til forsætisnefndar í morgun en ekki liggur fyrir hvenær niðurstaða nefndarinnar í máli hennar mun liggja fyrir. Brynar Níelsson 2. varaforseti Alþingis er annar tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins í forsætisnefnd. Brynjar sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að mál Þórhildar Sunnu væri gott dæmi um þann vanda sem gæti skapast þegar sérstakri nefnd væri falið að fjalla um hátterni þjóðkjörinna fulltrúa í stað þess að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þeirra. „Þetta mál endurspeglar það sem sumir bentu á í upphafi, sem voru ekki hrifnir af þessu fyrirkomulagi, þar á meðal ég, að fara þessa leið með þjóðkjörna fulltrúa í ástandi eins og er hér í pólitík, margir þingmenn halda að allir aðrir séu siðlausari en þeir sjálfir, þegar búið er að setja svona siðareglur og ætlast til þess að eitthvað fólk úti í bæ ákveði hvað sé í lagi og hvað ekki, það verður bara eitthvað pandórubox opnað sem væri betur sleppt að opna. Ég er ekki á móti þessum siðareglum en ég hef sagt að ef menn vilja hafa siðareglur, af því menn eru svo uppteknir af því að vera siðlegir, þá er í lagi að hafa bara siðareglurnar, punktur. Síðan myndi bara almenningur sjá um það og hver og einn myndi meta þetta fyrir sig,“ sagði Brynjar.Viðtal við Brynjar Níelsson og Helgu Völu Helgadóttur úr þættinum Bítinu í morgun má nálgast hér fyrir neðan. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Bítið Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Forsætisnefnd Alþingis, sem Brynjar situr í, fjallar í dag um mál Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem er talin hafa gerst brotleg við siðareglur Alþingis með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson þingmann Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna skilaði greinargerð til forsætisnefndar vegna málsins í morgun. Ummæli Þórhildar Sunnu um Ásmund féllu í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV 25. febrúar 2018. Þau voru voru á þá leið að uppi væri „rökstuddur grunur“ um að Ásmundur hefði dregið sér fé með því að láta ríkissjóð greiða óhóflegan aksturskostnað sinn. Ásmundur hefur frá árinu 2013 fengið tæpar 23,5 milljónir endurgreiddar frá ríkissjóði vegna aksturskostnaðar á eigin bifreið. Að mati siðanefndar Alþingis braut Þórhildur Sunna gegn 5. gr. og 7. gr. siðareglna Alþingis. Í c-lið 5. gr. siðareglnanna segir að þingmenn megi „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni.“ Í 7. gr. segir að þingmenn skuli í „öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er talin hafa brotið siðareglur Alþingis með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson þingmann Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelm Getur staðfest niðurstöðu siðanefndar eða fellt hana úr gildi Forsætisnefnd Alþingis getur staðfest niðurstöðu siðanefndarinnar eða fellt hana úr gildi. Reglulegur fundur forsætisnefndar hófst kl. 11:45 í dag en á dagskrá fundarins var meðal annars álit siðanefndar í máli Þórhildar Sunnu. Hún skilaði greinargerð til forsætisnefndar í morgun en ekki liggur fyrir hvenær niðurstaða nefndarinnar í máli hennar mun liggja fyrir. Brynar Níelsson 2. varaforseti Alþingis er annar tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins í forsætisnefnd. Brynjar sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að mál Þórhildar Sunnu væri gott dæmi um þann vanda sem gæti skapast þegar sérstakri nefnd væri falið að fjalla um hátterni þjóðkjörinna fulltrúa í stað þess að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þeirra. „Þetta mál endurspeglar það sem sumir bentu á í upphafi, sem voru ekki hrifnir af þessu fyrirkomulagi, þar á meðal ég, að fara þessa leið með þjóðkjörna fulltrúa í ástandi eins og er hér í pólitík, margir þingmenn halda að allir aðrir séu siðlausari en þeir sjálfir, þegar búið er að setja svona siðareglur og ætlast til þess að eitthvað fólk úti í bæ ákveði hvað sé í lagi og hvað ekki, það verður bara eitthvað pandórubox opnað sem væri betur sleppt að opna. Ég er ekki á móti þessum siðareglum en ég hef sagt að ef menn vilja hafa siðareglur, af því menn eru svo uppteknir af því að vera siðlegir, þá er í lagi að hafa bara siðareglurnar, punktur. Síðan myndi bara almenningur sjá um það og hver og einn myndi meta þetta fyrir sig,“ sagði Brynjar.Viðtal við Brynjar Níelsson og Helgu Völu Helgadóttur úr þættinum Bítinu í morgun má nálgast hér fyrir neðan.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Bítið Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00
Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15
Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30