Einsleita eylandið Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 21. maí 2019 06:00 Færa má rök fyrir því að á Íslandi hafi ríkt einsleit menning í aldanna rás og að hún ríki enn. Landið er eyland og það kann að hafa mótað ýmislegt í einsleitu genamengi okkar. Það má jafnvel segja að einsleitnin sé slík að spegillinn einn sé við hönd þegar ráðið er í störf, ekki síst stjórnunarstöður innan fyrirtækja. Þar sækjast virkilega sér um líkir. Einhverjir myndu segja að ekki ætti að hrófla við því sem virðist virka – ekki eigi að rugga bátnum að óþörfu. En virkar þetta í alvöru eða fljótum við sofandi að feigðarósi? Við höfum verið upptekin af því að mæla einsleitni þjóðarinnar í kynjahalla enda víða pottur brotinn þar. Ef við lítum bara á stjórnunarstöður þá er eingöngu 11 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins stýrt af konum og síðan 2012 hafa 14 karlmenn verið ráðnir sem forstjórar þeirra 18 fyrirtækja sem eru skráð á markaði. En einsleitnin ristir mun dýpra en bara milli kynja. Fjölbreytileikinn nær til ótal fleiri þátta sem geta birst í aldri, menntun og þjóðerni sem dæmi. Þar er auðlindagnótt af bakgrunni og reynsluheimi sem fyrirtækin í landinu, og þar með íslenskt samfélag, eiga í hættu að fara á mis við. Við getum þó ekki fullkomlega kennt okkur við einsleitnina á öllum sviðum. Þar má sem dæmi nefna alþjóðavæðingu síðustu áratuga sem hefur óneitanlega auðgað líf okkar allra og ekki síst með alþjóðasamningum á borð við EES. Í raun er óhætt að segja að utanríkisviðskipti og alþjóðavæðing hafi gjörbreytt öllum sviðum samfélagsins. Í slíkum heimi alþjóðavæðingar og tækniframfara er flutningur vinnuafls ekkert tiltökumál eins og sést glögglega á Íslandi. Allir þeir sem flust hafa til Íslands síðustu 5 ár, sem eru 21.429 umfram brottflutta, hefðu getað myndað nýjan bæ frá grunni sem væri talsvert stærri en Akureyri (18.925 íbúar). Við vitum að með þessum fólksflutningum kemur fjölbreytileikinn eins og ferskur vindur inn í íslenskt atvinnulíf og samfélag, en 13% landsmanna í dag er af erlendu bergi brotinn. Með þessum fersku vindum koma áskoranir sem brýn þörf er á að umbreyta í tækifæri. Áskorun atvinnulífsins er að stilla sig inn á rétta viðhorfið með upplýstum stjórnendum sem tryggja rétta ferla svo að fjölbreytileikinn fái notið sín. Áskorun hins opinbera er að innviðir landsins styðji við fjölbreytileika í atvinnulífinu og að menntakerfið hlúi að fjölskyldum innflytjenda og erlendra sérfræðinga, sem dæmi.Rökin þrjú fyrir fjölbreytileika Margir skólar mætast þegar sérfræðingar ólíkra greina færa rök fyrir fjölbreytileikanum. Í umræðunni hafa þrjú meginrök verið lögð fram sem styðja við mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu. Siðfræðilegu rökin fjalla um réttlætið og sanngirnina sem felst í því að nýta allan mannauðinn. Gagnsemisrökin byggja á að uppeldi okkar, félagsmótun, ólík sýn, þekking, burðir, greiningarhæfni, reynsla og annað hjálpar alltaf fyrirtækinu að sækja fram, sjá fleiri möguleika og lausnir sem leiða til nýsköpunar innan fyrirtækisins. Viðskiptatengdu rökin eru að á endanum muni fjölbreytt vinnuafl og betra samtal leiða til fjárhagslegs ávinnings fyrirtækisins. Til að stemma stigu við innbyggðri einsleitni og vannýttum tækifærum í mannauði og rekstrarformi, hefur Viðskiptaráð Íslands sett málefni fjölbreytileikans sérstaklega á dagskrá. Í dag, á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika, ræsum við árveknisátak um fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd en í vinnu Viðskiptaráðs hafa tvö yfirþemu orðið til: Fjölbreytileiki í mannauði annars vegar og fjölbreytileiki í rekstrarformi hins vegar. Þessi þemu munum við meðal annars sjá í myndböndum þar sem fræðimenn og raddir atvinnulífsins ræða mikilvægi fjölbreytileikans á Íslandi. Ef við setjum okkur markmið um fjölbreytileika í íslensku viðskiptalífi þá mætti segja að fyrsta varðan og jafnframt sú nærtækasta sé að tryggja jafnara hlutfall kvenna og karla við stjórnun fyrirtækja og í öðrum liðsheildum. Ekki er þar með sagt að við séum þá alfarið fjölbreytt samfélag. Samhliða kynjavinklinum þarf að huga að ótal öðrum þáttum fjölbreytileikans sem auðga fyrirtækjamenningu, nýsköpun og gera okkur samkeppnishæfari við önnur lönd. Við vitum að samkeppnishæfni Íslands er ein af forsendum velgengni fyrirtækjanna í landinu. Ég þori að fullyrða að fjölbreytileikinn og víðsýni honum tengd sé einn lykillinn að samkeppnishæfni landsins, því að með honum þrífst nýsköpun, ánægja fólks í starfi eykst og samtalið verður fjölbreyttara og litríkara. Hraði og flækjustig eru að aukast í atvinnulífinu og þar með þarf fjölbreyttari liðsheild til að stýra fyrirtækjum. Við hvetjum atvinnulífið og stjórnvöld til að skoða viðhorf sín og ferla í tengslum við fjölbreytileika. Rannsóknir sýna að fjölbreytileikinn ber með sér ólíka þekkingu, reynslu og hæfni sem svo leiðir til aukinna skoðanaskipta, gagnrýnari umræðu og dýpri greiningar á málefnum. Slíkt mun alltaf leiða til betri ákvarðanatöku og framþróun þjóðarinnar. Segjum einsleitni stríð á hendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Færa má rök fyrir því að á Íslandi hafi ríkt einsleit menning í aldanna rás og að hún ríki enn. Landið er eyland og það kann að hafa mótað ýmislegt í einsleitu genamengi okkar. Það má jafnvel segja að einsleitnin sé slík að spegillinn einn sé við hönd þegar ráðið er í störf, ekki síst stjórnunarstöður innan fyrirtækja. Þar sækjast virkilega sér um líkir. Einhverjir myndu segja að ekki ætti að hrófla við því sem virðist virka – ekki eigi að rugga bátnum að óþörfu. En virkar þetta í alvöru eða fljótum við sofandi að feigðarósi? Við höfum verið upptekin af því að mæla einsleitni þjóðarinnar í kynjahalla enda víða pottur brotinn þar. Ef við lítum bara á stjórnunarstöður þá er eingöngu 11 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins stýrt af konum og síðan 2012 hafa 14 karlmenn verið ráðnir sem forstjórar þeirra 18 fyrirtækja sem eru skráð á markaði. En einsleitnin ristir mun dýpra en bara milli kynja. Fjölbreytileikinn nær til ótal fleiri þátta sem geta birst í aldri, menntun og þjóðerni sem dæmi. Þar er auðlindagnótt af bakgrunni og reynsluheimi sem fyrirtækin í landinu, og þar með íslenskt samfélag, eiga í hættu að fara á mis við. Við getum þó ekki fullkomlega kennt okkur við einsleitnina á öllum sviðum. Þar má sem dæmi nefna alþjóðavæðingu síðustu áratuga sem hefur óneitanlega auðgað líf okkar allra og ekki síst með alþjóðasamningum á borð við EES. Í raun er óhætt að segja að utanríkisviðskipti og alþjóðavæðing hafi gjörbreytt öllum sviðum samfélagsins. Í slíkum heimi alþjóðavæðingar og tækniframfara er flutningur vinnuafls ekkert tiltökumál eins og sést glögglega á Íslandi. Allir þeir sem flust hafa til Íslands síðustu 5 ár, sem eru 21.429 umfram brottflutta, hefðu getað myndað nýjan bæ frá grunni sem væri talsvert stærri en Akureyri (18.925 íbúar). Við vitum að með þessum fólksflutningum kemur fjölbreytileikinn eins og ferskur vindur inn í íslenskt atvinnulíf og samfélag, en 13% landsmanna í dag er af erlendu bergi brotinn. Með þessum fersku vindum koma áskoranir sem brýn þörf er á að umbreyta í tækifæri. Áskorun atvinnulífsins er að stilla sig inn á rétta viðhorfið með upplýstum stjórnendum sem tryggja rétta ferla svo að fjölbreytileikinn fái notið sín. Áskorun hins opinbera er að innviðir landsins styðji við fjölbreytileika í atvinnulífinu og að menntakerfið hlúi að fjölskyldum innflytjenda og erlendra sérfræðinga, sem dæmi.Rökin þrjú fyrir fjölbreytileika Margir skólar mætast þegar sérfræðingar ólíkra greina færa rök fyrir fjölbreytileikanum. Í umræðunni hafa þrjú meginrök verið lögð fram sem styðja við mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu. Siðfræðilegu rökin fjalla um réttlætið og sanngirnina sem felst í því að nýta allan mannauðinn. Gagnsemisrökin byggja á að uppeldi okkar, félagsmótun, ólík sýn, þekking, burðir, greiningarhæfni, reynsla og annað hjálpar alltaf fyrirtækinu að sækja fram, sjá fleiri möguleika og lausnir sem leiða til nýsköpunar innan fyrirtækisins. Viðskiptatengdu rökin eru að á endanum muni fjölbreytt vinnuafl og betra samtal leiða til fjárhagslegs ávinnings fyrirtækisins. Til að stemma stigu við innbyggðri einsleitni og vannýttum tækifærum í mannauði og rekstrarformi, hefur Viðskiptaráð Íslands sett málefni fjölbreytileikans sérstaklega á dagskrá. Í dag, á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika, ræsum við árveknisátak um fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd en í vinnu Viðskiptaráðs hafa tvö yfirþemu orðið til: Fjölbreytileiki í mannauði annars vegar og fjölbreytileiki í rekstrarformi hins vegar. Þessi þemu munum við meðal annars sjá í myndböndum þar sem fræðimenn og raddir atvinnulífsins ræða mikilvægi fjölbreytileikans á Íslandi. Ef við setjum okkur markmið um fjölbreytileika í íslensku viðskiptalífi þá mætti segja að fyrsta varðan og jafnframt sú nærtækasta sé að tryggja jafnara hlutfall kvenna og karla við stjórnun fyrirtækja og í öðrum liðsheildum. Ekki er þar með sagt að við séum þá alfarið fjölbreytt samfélag. Samhliða kynjavinklinum þarf að huga að ótal öðrum þáttum fjölbreytileikans sem auðga fyrirtækjamenningu, nýsköpun og gera okkur samkeppnishæfari við önnur lönd. Við vitum að samkeppnishæfni Íslands er ein af forsendum velgengni fyrirtækjanna í landinu. Ég þori að fullyrða að fjölbreytileikinn og víðsýni honum tengd sé einn lykillinn að samkeppnishæfni landsins, því að með honum þrífst nýsköpun, ánægja fólks í starfi eykst og samtalið verður fjölbreyttara og litríkara. Hraði og flækjustig eru að aukast í atvinnulífinu og þar með þarf fjölbreyttari liðsheild til að stýra fyrirtækjum. Við hvetjum atvinnulífið og stjórnvöld til að skoða viðhorf sín og ferla í tengslum við fjölbreytileika. Rannsóknir sýna að fjölbreytileikinn ber með sér ólíka þekkingu, reynslu og hæfni sem svo leiðir til aukinna skoðanaskipta, gagnrýnari umræðu og dýpri greiningar á málefnum. Slíkt mun alltaf leiða til betri ákvarðanatöku og framþróun þjóðarinnar. Segjum einsleitni stríð á hendur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun