Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2019 10:40 Hatarar flugu með hinu ísraelska EL AL frá Ísrael til Lundúna. Getty/SOPA Images Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu starfsmanna flugfélagsins EL AL. Eins og greint var frá í gær montuðu þeir sig á netinu að hafa gefið meðlimum Hatara verstu sætin í flugvélinni á leið frá Ben Gurion-flugvelli til Lundúna í gærmorgun. Trommari Hatara, Einar Stefánsson, birti skjáskot af montinu, sem flugfreyja umrædds flugfélags segir þó að sé á misskilningi byggt.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel AvivFelix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera ósáttur við hegðun flugfélagsstarfsmannanna. Svo virðist sem það hafi verið meðvituð ákvörðun þeirra að stía í sundur Hatara-meðlimum í flugvélinni og sjá til þess að þau fengju öll léleg sæti. Felix segir að íslenska sendinefndin hafi íhugað að gera mál úr framferðinu strax á Ben Gurion-flugvelli en látið það vera. Enn sé verið að ákveða hvort hópurinn ætli sér að gera frekara mál úr þessu - og þá leggja fram formlega kvörtun. „Auk þess sem við vildum ræða við okkar menn hjá Ríkisútvarpinu um hvað fólk vildi að við gerðum í þessu, en mér finnst þetta ekki gott mál,“ segir Felix við Morgunblaðið.Grín tekið úr samhengi Vísir sendi í morgun fyrirspurn á EL AL, vegna málsins en ekkert svar hefur enn borist. Á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 er hins vegar haft eftir flugfreyjunni sem birti montið að fyrrnefnd skjáskot, sem Einar deildi, séu tekin úr samhengi. Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð. Eurovision Tengdar fréttir Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu starfsmanna flugfélagsins EL AL. Eins og greint var frá í gær montuðu þeir sig á netinu að hafa gefið meðlimum Hatara verstu sætin í flugvélinni á leið frá Ben Gurion-flugvelli til Lundúna í gærmorgun. Trommari Hatara, Einar Stefánsson, birti skjáskot af montinu, sem flugfreyja umrædds flugfélags segir þó að sé á misskilningi byggt.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel AvivFelix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera ósáttur við hegðun flugfélagsstarfsmannanna. Svo virðist sem það hafi verið meðvituð ákvörðun þeirra að stía í sundur Hatara-meðlimum í flugvélinni og sjá til þess að þau fengju öll léleg sæti. Felix segir að íslenska sendinefndin hafi íhugað að gera mál úr framferðinu strax á Ben Gurion-flugvelli en látið það vera. Enn sé verið að ákveða hvort hópurinn ætli sér að gera frekara mál úr þessu - og þá leggja fram formlega kvörtun. „Auk þess sem við vildum ræða við okkar menn hjá Ríkisútvarpinu um hvað fólk vildi að við gerðum í þessu, en mér finnst þetta ekki gott mál,“ segir Felix við Morgunblaðið.Grín tekið úr samhengi Vísir sendi í morgun fyrirspurn á EL AL, vegna málsins en ekkert svar hefur enn borist. Á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 er hins vegar haft eftir flugfreyjunni sem birti montið að fyrrnefnd skjáskot, sem Einar deildi, séu tekin úr samhengi. Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð.
Eurovision Tengdar fréttir Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00