Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminn Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. maí 2019 15:00 Stemningin verður ævintýraleg á Selfossi. vísir/vilhelm Selfoss getur í fyrsta sinn orðið Íslandsmeistari í handbolta annað kvöld þegar liðið tekur á móti Haukum í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla klukkan 19.30 í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Staðan er 2-1 fyrir Selfoss. Selfyssingar unnu ótrúlegan sigur í framlengingu á sunnudagskvöldið í Schenker-höllinni að Ásvöllum, 30-32, eftir að lenda 26-21 undir í seinni hálfleik. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar eru nú í þeirri stöðu að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en Selfoss hefur aldrei unnið titil í handbolta. Síðast lék liðið til úrslita árið 1992Hleðsluhöllin er ekki stór en hún tekur aðeins 750 manns í sæti. Haukar eiga rétt á 150 miðum og því geta Selfyssingar aðeins selt 600 miða. Forsala miða hefst klukkan 18.00 í kvöld og má búast við alvöru baráttu um miðana. Selfyssingar segjast geta selt tvöfalt magn miða léttilega en um 1.000 Selfyssingar hafa mætt á útileikina tvo í Hafnarfirðinum. Staðan er þó einfaldlega þannig að ekki nema 600 af 8.000 íbúum bæjarins geta upplifað þennan mögulega draum annað kvöld. Miðaverðið hefur ekki verið hækkað þrátt fyrir mikla eftirspurn en miðinn á leikinn kostar 2.000 krónur. Sumir Selfyssingar hafa látið sér það nægja að standa og horfa inn um glerdyrnar við enda stúkunnar og þá hafa aðrir mætt í íþróttahúsið og horft á leikinn á sjónvarpsskjá inn í skólastofum sem eru við salinn. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15 Fimm mörk í röð á tæpum fimm mínútum eftir töfraleikhlé Patreks Selfyssingar eru 2-1 yfir í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Haukum í gær. 20. maí 2019 11:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Selfoss getur í fyrsta sinn orðið Íslandsmeistari í handbolta annað kvöld þegar liðið tekur á móti Haukum í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla klukkan 19.30 í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Staðan er 2-1 fyrir Selfoss. Selfyssingar unnu ótrúlegan sigur í framlengingu á sunnudagskvöldið í Schenker-höllinni að Ásvöllum, 30-32, eftir að lenda 26-21 undir í seinni hálfleik. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar eru nú í þeirri stöðu að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en Selfoss hefur aldrei unnið titil í handbolta. Síðast lék liðið til úrslita árið 1992Hleðsluhöllin er ekki stór en hún tekur aðeins 750 manns í sæti. Haukar eiga rétt á 150 miðum og því geta Selfyssingar aðeins selt 600 miða. Forsala miða hefst klukkan 18.00 í kvöld og má búast við alvöru baráttu um miðana. Selfyssingar segjast geta selt tvöfalt magn miða léttilega en um 1.000 Selfyssingar hafa mætt á útileikina tvo í Hafnarfirðinum. Staðan er þó einfaldlega þannig að ekki nema 600 af 8.000 íbúum bæjarins geta upplifað þennan mögulega draum annað kvöld. Miðaverðið hefur ekki verið hækkað þrátt fyrir mikla eftirspurn en miðinn á leikinn kostar 2.000 krónur. Sumir Selfyssingar hafa látið sér það nægja að standa og horfa inn um glerdyrnar við enda stúkunnar og þá hafa aðrir mætt í íþróttahúsið og horft á leikinn á sjónvarpsskjá inn í skólastofum sem eru við salinn.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15 Fimm mörk í röð á tæpum fimm mínútum eftir töfraleikhlé Patreks Selfyssingar eru 2-1 yfir í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Haukum í gær. 20. maí 2019 11:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15
Fimm mörk í röð á tæpum fimm mínútum eftir töfraleikhlé Patreks Selfyssingar eru 2-1 yfir í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Haukum í gær. 20. maí 2019 11:00