Söguleg frammistaða Steph Curry í sópnum 21. maí 2019 23:30 Steph Curry fór hamförum á móti Portland. vísir/getty Steph Curry og félagar hans í Golden State Warriors komust í nótt í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta fimmta árið í röð þegar að liðið lagði Portland í fjórða skiptið í fjórum leikjum og sópaði undanúrslitarimmunni. Meistarar Warriors létu meiðsli Kevin Durants ekki hafa nein áhrif á sig og spiluðu frábæran körfubolta með Steph Curry í sínu besta formi en hann var gjörsamlega magnaður í einvíginu. Curry skoraði 36,5 stig að meðaltali í leikjunum fjórum eða 146 stig í heildina. Enginn í sögunni hefur skorað fleiri stig í seríu sem endað hefur með sóp í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Curry bætti met Shaquille O'Neal um eitt stig en stóri maðurinn skoraði 145 stig í heildina er Los Angeles Lakers sópaði New Jersey Nets í lokaúrslitum NBA-deildarinnar árið 2002. LeBron James féll úr öðru sæti niður í það þriðja en hann skoraði 144 stig í undanúrslitum austurdeildarinnar gegn Toronto fyrir tveimur árum og Kobe Bryant er nú fjórði með sín 140 stig í undanúrslitum vesturdeildarinnar á móti Sacramento Kings frá árinu 2001. Steph Curry skoraði 26 þriggja stiga körfur í rimmunni gegn Portland, þar af níu í fyrsta leiknum úr fimmtán skotum og sjö í fjórða leiknum úr sextán skotum. Hann var með ótrúlega þrennu í leik fjögur þar sem hann skoraði 37 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. NBA Tengdar fréttir Sópaði litla bróður út úr úrslitakeppninni en gaf honum treyjuna sína í leikslok Stephen Curry var magnaður í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta þar sem Golden State Warriors vann 4-0 sigur á Portland Portland Trail Blazers. 21. maí 2019 10:00 Golden State Warriors í lokaúrslitin fimmta árið í röð Golden State Warriors sópaði Portland Trail Blazers í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir 119-117 í fjórða leiknum en meistararnir þurftu framlengingu til að klára dæmið í nótt. 21. maí 2019 07:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Steph Curry og félagar hans í Golden State Warriors komust í nótt í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta fimmta árið í röð þegar að liðið lagði Portland í fjórða skiptið í fjórum leikjum og sópaði undanúrslitarimmunni. Meistarar Warriors létu meiðsli Kevin Durants ekki hafa nein áhrif á sig og spiluðu frábæran körfubolta með Steph Curry í sínu besta formi en hann var gjörsamlega magnaður í einvíginu. Curry skoraði 36,5 stig að meðaltali í leikjunum fjórum eða 146 stig í heildina. Enginn í sögunni hefur skorað fleiri stig í seríu sem endað hefur með sóp í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Curry bætti met Shaquille O'Neal um eitt stig en stóri maðurinn skoraði 145 stig í heildina er Los Angeles Lakers sópaði New Jersey Nets í lokaúrslitum NBA-deildarinnar árið 2002. LeBron James féll úr öðru sæti niður í það þriðja en hann skoraði 144 stig í undanúrslitum austurdeildarinnar gegn Toronto fyrir tveimur árum og Kobe Bryant er nú fjórði með sín 140 stig í undanúrslitum vesturdeildarinnar á móti Sacramento Kings frá árinu 2001. Steph Curry skoraði 26 þriggja stiga körfur í rimmunni gegn Portland, þar af níu í fyrsta leiknum úr fimmtán skotum og sjö í fjórða leiknum úr sextán skotum. Hann var með ótrúlega þrennu í leik fjögur þar sem hann skoraði 37 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.
NBA Tengdar fréttir Sópaði litla bróður út úr úrslitakeppninni en gaf honum treyjuna sína í leikslok Stephen Curry var magnaður í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta þar sem Golden State Warriors vann 4-0 sigur á Portland Portland Trail Blazers. 21. maí 2019 10:00 Golden State Warriors í lokaúrslitin fimmta árið í röð Golden State Warriors sópaði Portland Trail Blazers í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir 119-117 í fjórða leiknum en meistararnir þurftu framlengingu til að klára dæmið í nótt. 21. maí 2019 07:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Sópaði litla bróður út úr úrslitakeppninni en gaf honum treyjuna sína í leikslok Stephen Curry var magnaður í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta þar sem Golden State Warriors vann 4-0 sigur á Portland Portland Trail Blazers. 21. maí 2019 10:00
Golden State Warriors í lokaúrslitin fimmta árið í röð Golden State Warriors sópaði Portland Trail Blazers í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir 119-117 í fjórða leiknum en meistararnir þurftu framlengingu til að klára dæmið í nótt. 21. maí 2019 07:15