Donni: Mér fannst dómarinn ömurlegur en við vorum léleg líka Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. maí 2019 21:43 Donni var eðlilega hundfúll með leikinn vísir/ernir „Það fór ansi margt úrskeiðis. Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og langversti leikurinn í sumar. Þær skora auðveld mörk og við sköpum okkur lítið fram á við. Heilt yfir ekki góð frammistaða,“ sagði vonsvikinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA í leikslok eftir að hafa séð lið sitt tapa illa fyrir Breiðablik í stórleik 4.umferðar Pepsi Max deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Ummæli Donna í aðdraganda leiksins vöktu athygli þar sem hann var yfirlýsingaglaður og sagði Þór/KA hafa verið með betra lið en Breiðablik í fyrra og svo væri líka í ár. Hins vegar er það staðreynd að Þór/KA hefur tapað illa fyrir bæði Val og Breiðablik í upphafi móts. Donni gat ekki annað en viðurkennt að hans lið stæði ekki jafnfætis toppliðunum tveimur eins og staðan er í dag. „Ég get ekki sagt annað núna. Það væri bara fáranlegt. En mér finnst við ekki vera svona langt frá þessum liðum. Leikmannahópurinn er þannig að hann á geta haldið í við þessi lið, ekki spurning. Við stefnum þá bara að vinna það sem eftir er, eðlilega eins og öll lið. Við þurfum klárlega að gera betur en þetta og betur en við gerðum á móti Val. Við þurfum að gera betur þegar við spilum við þessi lið. Ég hef áfram fulla trú á því að liðið mitt geti það.“ Í kjölfarið hélt Donni reiðilestur yfir dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, án þess þó að kenna henni um úrslit leiksins. „En svona af því að ég er svo vanur að vera svo prúður, kátur og yfirlýsingaglaður þá vil ég koma því að mér fannst dómarinn ömurlegur. Mér fannst hún bara léleg í þessum leik, það verður að segjast eins og er. Það sáu það allir sem vilja og það er ýmislegt sem hefur gerst frá hennar hendi séð heilt yfir en hún tapaði ekki þessum leik; við vorum léleg líka,“ segir Donni. Dómgæslan fór augljóslega líka í taugarnar á leikmönnum Þórs/KA enda fékk liðið fjögur gul spjöld, þar af tvö fyrir kjaftbrúk. „Bríet er góð kona og allt það. Ég kann vel við hana en mér finnst hún ekkert spes í því sem hún er að gera hérna. Hún getur bara vonandi bætt sig eins og við og ég óska henni alls hins besta með það,“ sagði Donni. Áður hefur verið kvartað yfir því að þeir dómarar sem taldir eru í fremstu röð hér á landi dæmi ekki stærstu leikina í Pepsi Max deild kvenna. Donni tekur undir þá gagnrýni og segir skjóta skökku við að dómara sem er ekki treyst til að dæma í Pepsi Max deild karla sé treyst til að dæma einn stærsta leik sumarsins í Pepsi Max deild kvenna. „Þetta er frábær punktur og nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Þetta eru bestu liðin sem eru að etja kappi, eða allavega í topp 3 og klárlega eigum við að fá bestu dómara landsins í þessa leiki. Hún er augljóslega ekki einn af þeim dómurum fyrst hún fær ekki að dæma í Pepsi Max deild karla. Það segir sig sjálft. KSÍ gæti kannski svarað því með að setja hana á leiki þar og sjá hvernig það fer,“ sagði Donni að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
„Það fór ansi margt úrskeiðis. Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og langversti leikurinn í sumar. Þær skora auðveld mörk og við sköpum okkur lítið fram á við. Heilt yfir ekki góð frammistaða,“ sagði vonsvikinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA í leikslok eftir að hafa séð lið sitt tapa illa fyrir Breiðablik í stórleik 4.umferðar Pepsi Max deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Ummæli Donna í aðdraganda leiksins vöktu athygli þar sem hann var yfirlýsingaglaður og sagði Þór/KA hafa verið með betra lið en Breiðablik í fyrra og svo væri líka í ár. Hins vegar er það staðreynd að Þór/KA hefur tapað illa fyrir bæði Val og Breiðablik í upphafi móts. Donni gat ekki annað en viðurkennt að hans lið stæði ekki jafnfætis toppliðunum tveimur eins og staðan er í dag. „Ég get ekki sagt annað núna. Það væri bara fáranlegt. En mér finnst við ekki vera svona langt frá þessum liðum. Leikmannahópurinn er þannig að hann á geta haldið í við þessi lið, ekki spurning. Við stefnum þá bara að vinna það sem eftir er, eðlilega eins og öll lið. Við þurfum klárlega að gera betur en þetta og betur en við gerðum á móti Val. Við þurfum að gera betur þegar við spilum við þessi lið. Ég hef áfram fulla trú á því að liðið mitt geti það.“ Í kjölfarið hélt Donni reiðilestur yfir dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, án þess þó að kenna henni um úrslit leiksins. „En svona af því að ég er svo vanur að vera svo prúður, kátur og yfirlýsingaglaður þá vil ég koma því að mér fannst dómarinn ömurlegur. Mér fannst hún bara léleg í þessum leik, það verður að segjast eins og er. Það sáu það allir sem vilja og það er ýmislegt sem hefur gerst frá hennar hendi séð heilt yfir en hún tapaði ekki þessum leik; við vorum léleg líka,“ segir Donni. Dómgæslan fór augljóslega líka í taugarnar á leikmönnum Þórs/KA enda fékk liðið fjögur gul spjöld, þar af tvö fyrir kjaftbrúk. „Bríet er góð kona og allt það. Ég kann vel við hana en mér finnst hún ekkert spes í því sem hún er að gera hérna. Hún getur bara vonandi bætt sig eins og við og ég óska henni alls hins besta með það,“ sagði Donni. Áður hefur verið kvartað yfir því að þeir dómarar sem taldir eru í fremstu röð hér á landi dæmi ekki stærstu leikina í Pepsi Max deild kvenna. Donni tekur undir þá gagnrýni og segir skjóta skökku við að dómara sem er ekki treyst til að dæma í Pepsi Max deild karla sé treyst til að dæma einn stærsta leik sumarsins í Pepsi Max deild kvenna. „Þetta er frábær punktur og nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Þetta eru bestu liðin sem eru að etja kappi, eða allavega í topp 3 og klárlega eigum við að fá bestu dómara landsins í þessa leiki. Hún er augljóslega ekki einn af þeim dómurum fyrst hún fær ekki að dæma í Pepsi Max deild karla. Það segir sig sjálft. KSÍ gæti kannski svarað því með að setja hana á leiki þar og sjá hvernig það fer,“ sagði Donni að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30