Arion tók þátt í 3,7 milljarða hlutafjáraukningu Stoða Hörður Ægisson skrifar 22. maí 2019 06:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða. Arion banki, næststærsti hluthafi Stoða, tók þátt í nýafstaðinni hlutafjáraukningu fjárfestingafélagsins með því að leggja félaginu til rúmlega 700 milljónir króna í nýtt hlutafé og hið sama gerðu ýmsir lífeyrissjóðir sem eiga hver um sig lítinn hluta í Stoðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins og hefur á síðustu vikum fjárfest í Símanum og Arion banka fyrir samanlagt um 9 milljarða, nemur núna liðlega 20 prósentum. Landsbankinn, þriðji stærsti hluthafi Stoða, ákvað hins vegar að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni, sem fór fram með forgangsréttarútboði til hluthafa og lauk síðastliðinn fimmtudag, en bankinn átti um 15 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu fyrir útboðið. Samtals söfnuðust um 3,7 milljarðar króna í forgangsréttarútboðinu, samkvæmt heimildum Markaðarins, en hluthafar gátu greitt fyrir nýja hluti í félaginu með bæði reiðufé eða hlutabréfum. Hluthafar sem áttu um 85 prósent af útistandandi hlutafé félagsins tóku þátt í útboðinu. Eigið fé Stoða var 18,3 milljarðar króna í lok mars og nemur því núna eftir hlutafjáraukninguna, sem var ætlað að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins, um 22 milljörðum króna. Markaðurinn upplýsti um það fyrir viku að Stoðir hefðu í hyggju að auka hlutafé félagsins um allt að fjóra milljarða króna. Þá var einnig greint frá því að þreifingar hefðu átt sér stað að undanförnu við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Eignarhaldsfélagið S121, sem fer með meirihluta í Stoðum, lagði félaginu til um 2,3 milljarða króna í nýtt hlutafé og á núna um 64,6 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu, eins og greint var frá í flöggun til Kauphallarinnar í liðinni viku. Félögin Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Stoða, Einir, sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns í TM, og Riverside Capital, sem er í eigu Örvars Kjærnested, stjórnarformanns TM, greiddu fyrir hlutafjárhækkun S121 í Stoðum með öllum bréfum sínum í tryggingafélaginu. Í kjölfarið eru Stoðir nú stærsti hluthafi TM með um tíu prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Arion banki, næststærsti hluthafi Stoða, tók þátt í nýafstaðinni hlutafjáraukningu fjárfestingafélagsins með því að leggja félaginu til rúmlega 700 milljónir króna í nýtt hlutafé og hið sama gerðu ýmsir lífeyrissjóðir sem eiga hver um sig lítinn hluta í Stoðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins og hefur á síðustu vikum fjárfest í Símanum og Arion banka fyrir samanlagt um 9 milljarða, nemur núna liðlega 20 prósentum. Landsbankinn, þriðji stærsti hluthafi Stoða, ákvað hins vegar að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni, sem fór fram með forgangsréttarútboði til hluthafa og lauk síðastliðinn fimmtudag, en bankinn átti um 15 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu fyrir útboðið. Samtals söfnuðust um 3,7 milljarðar króna í forgangsréttarútboðinu, samkvæmt heimildum Markaðarins, en hluthafar gátu greitt fyrir nýja hluti í félaginu með bæði reiðufé eða hlutabréfum. Hluthafar sem áttu um 85 prósent af útistandandi hlutafé félagsins tóku þátt í útboðinu. Eigið fé Stoða var 18,3 milljarðar króna í lok mars og nemur því núna eftir hlutafjáraukninguna, sem var ætlað að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins, um 22 milljörðum króna. Markaðurinn upplýsti um það fyrir viku að Stoðir hefðu í hyggju að auka hlutafé félagsins um allt að fjóra milljarða króna. Þá var einnig greint frá því að þreifingar hefðu átt sér stað að undanförnu við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Eignarhaldsfélagið S121, sem fer með meirihluta í Stoðum, lagði félaginu til um 2,3 milljarða króna í nýtt hlutafé og á núna um 64,6 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu, eins og greint var frá í flöggun til Kauphallarinnar í liðinni viku. Félögin Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Stoða, Einir, sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns í TM, og Riverside Capital, sem er í eigu Örvars Kjærnested, stjórnarformanns TM, greiddu fyrir hlutafjárhækkun S121 í Stoðum með öllum bréfum sínum í tryggingafélaginu. Í kjölfarið eru Stoðir nú stærsti hluthafi TM með um tíu prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45
Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15