Arion tók þátt í 3,7 milljarða hlutafjáraukningu Stoða Hörður Ægisson skrifar 22. maí 2019 06:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða. Arion banki, næststærsti hluthafi Stoða, tók þátt í nýafstaðinni hlutafjáraukningu fjárfestingafélagsins með því að leggja félaginu til rúmlega 700 milljónir króna í nýtt hlutafé og hið sama gerðu ýmsir lífeyrissjóðir sem eiga hver um sig lítinn hluta í Stoðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins og hefur á síðustu vikum fjárfest í Símanum og Arion banka fyrir samanlagt um 9 milljarða, nemur núna liðlega 20 prósentum. Landsbankinn, þriðji stærsti hluthafi Stoða, ákvað hins vegar að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni, sem fór fram með forgangsréttarútboði til hluthafa og lauk síðastliðinn fimmtudag, en bankinn átti um 15 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu fyrir útboðið. Samtals söfnuðust um 3,7 milljarðar króna í forgangsréttarútboðinu, samkvæmt heimildum Markaðarins, en hluthafar gátu greitt fyrir nýja hluti í félaginu með bæði reiðufé eða hlutabréfum. Hluthafar sem áttu um 85 prósent af útistandandi hlutafé félagsins tóku þátt í útboðinu. Eigið fé Stoða var 18,3 milljarðar króna í lok mars og nemur því núna eftir hlutafjáraukninguna, sem var ætlað að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins, um 22 milljörðum króna. Markaðurinn upplýsti um það fyrir viku að Stoðir hefðu í hyggju að auka hlutafé félagsins um allt að fjóra milljarða króna. Þá var einnig greint frá því að þreifingar hefðu átt sér stað að undanförnu við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Eignarhaldsfélagið S121, sem fer með meirihluta í Stoðum, lagði félaginu til um 2,3 milljarða króna í nýtt hlutafé og á núna um 64,6 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu, eins og greint var frá í flöggun til Kauphallarinnar í liðinni viku. Félögin Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Stoða, Einir, sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns í TM, og Riverside Capital, sem er í eigu Örvars Kjærnested, stjórnarformanns TM, greiddu fyrir hlutafjárhækkun S121 í Stoðum með öllum bréfum sínum í tryggingafélaginu. Í kjölfarið eru Stoðir nú stærsti hluthafi TM með um tíu prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Arion banki, næststærsti hluthafi Stoða, tók þátt í nýafstaðinni hlutafjáraukningu fjárfestingafélagsins með því að leggja félaginu til rúmlega 700 milljónir króna í nýtt hlutafé og hið sama gerðu ýmsir lífeyrissjóðir sem eiga hver um sig lítinn hluta í Stoðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins og hefur á síðustu vikum fjárfest í Símanum og Arion banka fyrir samanlagt um 9 milljarða, nemur núna liðlega 20 prósentum. Landsbankinn, þriðji stærsti hluthafi Stoða, ákvað hins vegar að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni, sem fór fram með forgangsréttarútboði til hluthafa og lauk síðastliðinn fimmtudag, en bankinn átti um 15 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu fyrir útboðið. Samtals söfnuðust um 3,7 milljarðar króna í forgangsréttarútboðinu, samkvæmt heimildum Markaðarins, en hluthafar gátu greitt fyrir nýja hluti í félaginu með bæði reiðufé eða hlutabréfum. Hluthafar sem áttu um 85 prósent af útistandandi hlutafé félagsins tóku þátt í útboðinu. Eigið fé Stoða var 18,3 milljarðar króna í lok mars og nemur því núna eftir hlutafjáraukninguna, sem var ætlað að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins, um 22 milljörðum króna. Markaðurinn upplýsti um það fyrir viku að Stoðir hefðu í hyggju að auka hlutafé félagsins um allt að fjóra milljarða króna. Þá var einnig greint frá því að þreifingar hefðu átt sér stað að undanförnu við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Eignarhaldsfélagið S121, sem fer með meirihluta í Stoðum, lagði félaginu til um 2,3 milljarða króna í nýtt hlutafé og á núna um 64,6 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu, eins og greint var frá í flöggun til Kauphallarinnar í liðinni viku. Félögin Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Stoða, Einir, sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns í TM, og Riverside Capital, sem er í eigu Örvars Kjærnested, stjórnarformanns TM, greiddu fyrir hlutafjárhækkun S121 í Stoðum með öllum bréfum sínum í tryggingafélaginu. Í kjölfarið eru Stoðir nú stærsti hluthafi TM með um tíu prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45
Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15