Fréttaskýring: Hvað gerir umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins næst? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. maí 2019 13:45 Brynjar Karl Sigurðsson á hliðarlínunni fyrir nokkrum árum síðan. vísir/stefán Óhætt er að segja að Brynjar Karl Sigurðsson sé umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins. Hann hefur nú verið látinn fara frá félagi í annað sinn á tveimur árum vegna þjálfunaraðferða sinna. Í dag var hann látinn hætta með stúlknalið ÍR vegna uppákomu í verðlaunaafhendingu um síðustu helgi. Fyrir tveimur árum síðan var hann látinn fara frá Stjörnunni og var mikið fjaðrafok í kringum þá brottvikningu. Brynjar Karl fór mikinn á samfélagsmiðlum og svo mikið að Stjarnan sá sig knúna til þess að senda frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að nokkur hópur stúlkna hafi hrakist frá félaginu vegna þjálfunaraðferða hans.Þjálfunaraðferðir samræmdust ekki gildum Stjörnunnar„Svo virðist sem stúlkur sem eiga foreldra sem ekki voru í einu og öllu fylgjandi því, eða einfaldlega ekki í aðstöðu til, að setja körfuknattleiksiðkun 9-10 ára dóttur sinnar í forgang í fjölskyldulífinu hafi lent hvað verst í þjálfaranum. Því miður hafði þetta mikil áhrif á sumar stúlkurnar enda átti hann til að taka reiðilestur yfir einstökum stúlkum á æfingum fyrir framan aðra iðkendur. Við höfum undir höndum bréf frá foreldri sem er átakanlegt að lesa þar sem upplýst er um áhrif þjálfunaraðferða Brynjars á barnið,“segir meðal annars í yfirlýsingu Stjörnunnar og þar stóð einnig.„Ástæða þess að stjórn félagsins komst að þeirri niðurstöðu að framlengja ekki samning við Brynjar var sú að þjálfunaraðferðir hans og framkoma við börn samræmdust ekki þeim gildum sem Stjarnan stendur fyrir í barna- og unglingastarfi. Stjórn Kkd Stjörnunnar harmar að hafa ekki gripið mun fyrr inn í atburðarásina og biður bæði iðkendur og foreldra þeirra innilega afsökunar á framferði þjálfarans fyrrverandi.“ Þá fór Brynjar Karl yfir til ÍR og með honum fór fjöldi stúlkna úr Stjörnuliðinu. Hjá ÍR gat hann haldið áfram starfi sínu með þessar efnilegu stelpur úr Stjörnunni. Brynjar Karl hefur barist fyrir því síðustu ár að stúlkurnar, sem hann þjálfar, fái að spila með strákum á sama aldri. Hann hefur ekki haft erindi sem erfiði í þeim efnum og því voru stúlkurnar að mótmæla er þær neituðu að taka við verðlaunum sínum um síðustu helgi. ÍR lagði síðast fram tillögu um það efni á síðasta ársþingi KKÍ en enginn mætti samt frá félaginu til þess að tala fyrir tillögunni sem þótti sérstakt. Tillagan var síðan felld. Nokkrum mánuðum eftir að Brynjar hætti að þjálfa hjá Stjörnunni var hann mættur aftur upp í Ásgarð. Ekki til þess að þjálfa heldur til þess að mótmæla því að stelpurnar hans fengju ekki að spila við stráka. Þær voru með í för og gjörningurinn rataði í fréttir eins og sjá má hér að neðan. Þessi mótmæli vöktu hörð viðbrögð í körfuboltahreyfingunni. Svo hörð reyndar að núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Íslands í körfubolta sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Alls skrifaði 21 þjálfari undir þessa yfirlýsingu.„Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna,“segir meðal annars í yfirlýsingunni. Stúlkurnar sem Brynjar Karl þjálfar eru allar orðnar 12 ára nema ein. Þær hafa náð frábærum árangri í vetur. Rúlluðu upp andstæðingum sínum og unnu úrslitaleikinn um síðustu helgi, 22-4. Þær spiluðu einnig upp fyrir sig og þar nældu þær í silfur á Íslandsmótinu. Þær töpuðu aftur á móti mörgum leikjum og voru með 11-9 árangur. Fengu því mun meiri samkeppni þar en í sínum flokki.Brynjar Karl er hann stýrði liði FSu.Ofanritaður hefur talað við fjölda fólks síðustu daga vegna þessa máls. Þar á meðal forráðamanna liða og foreldra sem hafa fylgst með leikjum ÍR-liðsins. Óhætt er að segja að fólk hafi afar sterkar skoðanir á Brynjari Karli sem þjálfara. Það virðist enginn efast um það að Brynjar Karl er metnaðarfullur þjálfari og margir sem hrífast af þjálfunaraðferðum hans. Hann bjó víst til frábæra umgjörð í kringum ÍR-liðið sem sögð er hafa verið flottari en hjá mörgum úrvalsdeildarliðum í meistaraflokki. Var til að mynda með sjúkraþjálfara og styrktaræfingar fyrir stúlkurnar. Þjálfunaraðferðirnar eru þó umdeildar og hegðun Brynjars á leikjum liðsins hefur víða verið fordæmd. ÍR-ingar staðfestu við Vísi að kvartanir hafi borist síðasta vetur út af hegðun Brynjars í leikjum. Jafnt frá ÍR-ingum sem og frá foreldrum andstæðinga.Þykir óvæginn við eigin leikmenn Foreldrum hefur blöskrað orðbragð þjálfarans sem er sagður vera afar harður við sína leikmenn og nota oft orðfæri sem alla jafna heyrist ekki á leikjum hjá börnum á þessum aldri í dag. Vísir veit um dæmi þess að leikmenn séu með kvíða fyrir leiki gegn ÍR vegna þjálfarans sem þær hreinlega óttast. Svo má einnig greina frá því að stórt framleiðslufyrirtæki hefur verið að vinna heimildarmynd í samstarfi við Brynjar um þetta verkefni sitt með stúlkunum ungu. Óljóst er hvenær sú mynd mun líta dagsins ljós. Hinn metnaðarfulli Brynjar Karl hefur víða komið við á sínum ferli og stofnaði meðal annars körfuboltaakademíu hjá FSu á Selfossi. Verkefni sem vakti mikla athygli og gekk mjög vel um tíma enda fór liðið í efstu deild. Hann hefur einnig verið að þjálfa hjá Valsmönnum sem og á Akranesi. Hann bjó einnig til og hannaði Sideline-forritið sem hefur verið mikið notað af þjálfurum um allan heim. Hann er einnig stofnandi Key Habits sem er fyrirtæki sem sem er meðal annars í markmiðastjórnun. Verður áhugavert að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hjá þessum umdeilda frumkvöðli og þjálfara sem stendur aftur á tímamótum á sínum ferli. Börn og uppeldi Fréttaskýringar Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40 Segja að Brynjar hafi hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér ítarlega yfirlýsingu í dag vegna þjálfarans, Brynjars Karl Sigurðssonar. 18. október 2017 18:04 Þjálfari ÍR-stúlknanna stígur til hliðar | Virðing verður að vera í fyrirrúmi Málefni minnboltaliðs ÍR í flokki 11 ára stúlkna hafa verið í brennidepli síðasta sólarhringinn eftir að stúlkurnar neituðu að taka við verðlaunum sínum er þær urðu Íslandsmeistarar. 22. maí 2019 10:53 Landsliðsþjálfarar fordæma atburðarás sem þjálfari ÍR hrinti af stað Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Íslands í körfubolta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma atburðarásina sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR, Brynjar Karl Sigurðsson, hrinti af stað á fjölliðamóti KKÍ í Ásgarði í Garðabæ um liðna helgi. 19. október 2017 08:15 Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Óhætt er að segja að Brynjar Karl Sigurðsson sé umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins. Hann hefur nú verið látinn fara frá félagi í annað sinn á tveimur árum vegna þjálfunaraðferða sinna. Í dag var hann látinn hætta með stúlknalið ÍR vegna uppákomu í verðlaunaafhendingu um síðustu helgi. Fyrir tveimur árum síðan var hann látinn fara frá Stjörnunni og var mikið fjaðrafok í kringum þá brottvikningu. Brynjar Karl fór mikinn á samfélagsmiðlum og svo mikið að Stjarnan sá sig knúna til þess að senda frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að nokkur hópur stúlkna hafi hrakist frá félaginu vegna þjálfunaraðferða hans.Þjálfunaraðferðir samræmdust ekki gildum Stjörnunnar„Svo virðist sem stúlkur sem eiga foreldra sem ekki voru í einu og öllu fylgjandi því, eða einfaldlega ekki í aðstöðu til, að setja körfuknattleiksiðkun 9-10 ára dóttur sinnar í forgang í fjölskyldulífinu hafi lent hvað verst í þjálfaranum. Því miður hafði þetta mikil áhrif á sumar stúlkurnar enda átti hann til að taka reiðilestur yfir einstökum stúlkum á æfingum fyrir framan aðra iðkendur. Við höfum undir höndum bréf frá foreldri sem er átakanlegt að lesa þar sem upplýst er um áhrif þjálfunaraðferða Brynjars á barnið,“segir meðal annars í yfirlýsingu Stjörnunnar og þar stóð einnig.„Ástæða þess að stjórn félagsins komst að þeirri niðurstöðu að framlengja ekki samning við Brynjar var sú að þjálfunaraðferðir hans og framkoma við börn samræmdust ekki þeim gildum sem Stjarnan stendur fyrir í barna- og unglingastarfi. Stjórn Kkd Stjörnunnar harmar að hafa ekki gripið mun fyrr inn í atburðarásina og biður bæði iðkendur og foreldra þeirra innilega afsökunar á framferði þjálfarans fyrrverandi.“ Þá fór Brynjar Karl yfir til ÍR og með honum fór fjöldi stúlkna úr Stjörnuliðinu. Hjá ÍR gat hann haldið áfram starfi sínu með þessar efnilegu stelpur úr Stjörnunni. Brynjar Karl hefur barist fyrir því síðustu ár að stúlkurnar, sem hann þjálfar, fái að spila með strákum á sama aldri. Hann hefur ekki haft erindi sem erfiði í þeim efnum og því voru stúlkurnar að mótmæla er þær neituðu að taka við verðlaunum sínum um síðustu helgi. ÍR lagði síðast fram tillögu um það efni á síðasta ársþingi KKÍ en enginn mætti samt frá félaginu til þess að tala fyrir tillögunni sem þótti sérstakt. Tillagan var síðan felld. Nokkrum mánuðum eftir að Brynjar hætti að þjálfa hjá Stjörnunni var hann mættur aftur upp í Ásgarð. Ekki til þess að þjálfa heldur til þess að mótmæla því að stelpurnar hans fengju ekki að spila við stráka. Þær voru með í för og gjörningurinn rataði í fréttir eins og sjá má hér að neðan. Þessi mótmæli vöktu hörð viðbrögð í körfuboltahreyfingunni. Svo hörð reyndar að núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Íslands í körfubolta sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Alls skrifaði 21 þjálfari undir þessa yfirlýsingu.„Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna,“segir meðal annars í yfirlýsingunni. Stúlkurnar sem Brynjar Karl þjálfar eru allar orðnar 12 ára nema ein. Þær hafa náð frábærum árangri í vetur. Rúlluðu upp andstæðingum sínum og unnu úrslitaleikinn um síðustu helgi, 22-4. Þær spiluðu einnig upp fyrir sig og þar nældu þær í silfur á Íslandsmótinu. Þær töpuðu aftur á móti mörgum leikjum og voru með 11-9 árangur. Fengu því mun meiri samkeppni þar en í sínum flokki.Brynjar Karl er hann stýrði liði FSu.Ofanritaður hefur talað við fjölda fólks síðustu daga vegna þessa máls. Þar á meðal forráðamanna liða og foreldra sem hafa fylgst með leikjum ÍR-liðsins. Óhætt er að segja að fólk hafi afar sterkar skoðanir á Brynjari Karli sem þjálfara. Það virðist enginn efast um það að Brynjar Karl er metnaðarfullur þjálfari og margir sem hrífast af þjálfunaraðferðum hans. Hann bjó víst til frábæra umgjörð í kringum ÍR-liðið sem sögð er hafa verið flottari en hjá mörgum úrvalsdeildarliðum í meistaraflokki. Var til að mynda með sjúkraþjálfara og styrktaræfingar fyrir stúlkurnar. Þjálfunaraðferðirnar eru þó umdeildar og hegðun Brynjars á leikjum liðsins hefur víða verið fordæmd. ÍR-ingar staðfestu við Vísi að kvartanir hafi borist síðasta vetur út af hegðun Brynjars í leikjum. Jafnt frá ÍR-ingum sem og frá foreldrum andstæðinga.Þykir óvæginn við eigin leikmenn Foreldrum hefur blöskrað orðbragð þjálfarans sem er sagður vera afar harður við sína leikmenn og nota oft orðfæri sem alla jafna heyrist ekki á leikjum hjá börnum á þessum aldri í dag. Vísir veit um dæmi þess að leikmenn séu með kvíða fyrir leiki gegn ÍR vegna þjálfarans sem þær hreinlega óttast. Svo má einnig greina frá því að stórt framleiðslufyrirtæki hefur verið að vinna heimildarmynd í samstarfi við Brynjar um þetta verkefni sitt með stúlkunum ungu. Óljóst er hvenær sú mynd mun líta dagsins ljós. Hinn metnaðarfulli Brynjar Karl hefur víða komið við á sínum ferli og stofnaði meðal annars körfuboltaakademíu hjá FSu á Selfossi. Verkefni sem vakti mikla athygli og gekk mjög vel um tíma enda fór liðið í efstu deild. Hann hefur einnig verið að þjálfa hjá Valsmönnum sem og á Akranesi. Hann bjó einnig til og hannaði Sideline-forritið sem hefur verið mikið notað af þjálfurum um allan heim. Hann er einnig stofnandi Key Habits sem er fyrirtæki sem sem er meðal annars í markmiðastjórnun. Verður áhugavert að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hjá þessum umdeilda frumkvöðli og þjálfara sem stendur aftur á tímamótum á sínum ferli.
Börn og uppeldi Fréttaskýringar Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40 Segja að Brynjar hafi hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér ítarlega yfirlýsingu í dag vegna þjálfarans, Brynjars Karl Sigurðssonar. 18. október 2017 18:04 Þjálfari ÍR-stúlknanna stígur til hliðar | Virðing verður að vera í fyrirrúmi Málefni minnboltaliðs ÍR í flokki 11 ára stúlkna hafa verið í brennidepli síðasta sólarhringinn eftir að stúlkurnar neituðu að taka við verðlaunum sínum er þær urðu Íslandsmeistarar. 22. maí 2019 10:53 Landsliðsþjálfarar fordæma atburðarás sem þjálfari ÍR hrinti af stað Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Íslands í körfubolta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma atburðarásina sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR, Brynjar Karl Sigurðsson, hrinti af stað á fjölliðamóti KKÍ í Ásgarði í Garðabæ um liðna helgi. 19. október 2017 08:15 Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40
Segja að Brynjar hafi hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér ítarlega yfirlýsingu í dag vegna þjálfarans, Brynjars Karl Sigurðssonar. 18. október 2017 18:04
Þjálfari ÍR-stúlknanna stígur til hliðar | Virðing verður að vera í fyrirrúmi Málefni minnboltaliðs ÍR í flokki 11 ára stúlkna hafa verið í brennidepli síðasta sólarhringinn eftir að stúlkurnar neituðu að taka við verðlaunum sínum er þær urðu Íslandsmeistarar. 22. maí 2019 10:53
Landsliðsþjálfarar fordæma atburðarás sem þjálfari ÍR hrinti af stað Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Íslands í körfubolta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma atburðarásina sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR, Brynjar Karl Sigurðsson, hrinti af stað á fjölliðamóti KKÍ í Ásgarði í Garðabæ um liðna helgi. 19. október 2017 08:15
Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum