GOG er komið í 1-0 forystu gegn Skjern í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 28-25 sigur á Skjern í Íslendingaslag í kvöld.
Skjern var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10. GOG tók þó völdin í síðari hálfleik og vann að lokum þriggja marka sigur, 28-25.
Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot í marki Skjern af þeim átta skotum sem hann fékk á sig en Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað.
Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði ekki mikið í liði GOG í kvöld en hann klúðraði eina skotinu sem hann tók í leiknum.
GOG er því einum sigri frá úrslitaeinvíginu en Álaborg leiðir gegn Bjerringbro-Silkeborg 1-0 í hinu einvíginu.
Óðinn tók forystuna gegn Björgvini og Tandra
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum
Íslenski boltinn

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn


Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn

Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn
Enski boltinn


Fleiri fréttir
