Reyndi að kaupa sér leið í Hvíta húsið í gegnum Manafort Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 16:02 Mynd af Stephen Calk frá árinu 2012. AP/Al Podgorski Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump. Calk er stofnandi bankans Federal Savings Bank of Chicago og er hann sakaður um að hafa notað bankann með ólöglegum hætti til að vinna sér í haginn hjá Manafort og fyrir að hafa logið að eftirlitsaðilum. Þetta kemur fram í ákæru saksóknara í New York sem opinberuð var í dag. Lánin sem um ræðir voru á endanum felld niður að miklu leyti en Calk sendi Manafort lista yfir þau störf sem hann sóttist eftir í Hvíta húsinu. Þar á meðal voru embætti fjármálaráðherra, efnahagsráðherra, varnarmálaráðherra og nítján sendiherrastöður. Hann fór á endanum í viðtal fyrir stöðu aðstoðarráðherra hersins en fékk starfið ekki, samkvæmt Washington Post.AP fréttaveitan vitnar í William F. Sweeney Jr., yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York ,sem segir Calk hafa lagt mikið á sig til að reyna að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þetta hafi þó ekki farið eins og hann vildi. Því hann hafi ekki fengið neina af þeim stöðum sem hann sótti eftir og misst þá vinnu sem hann hafði. Á þessum tíma skuldaði Manafort fúlgur fjár eftir að hann missti sína helstu tekjulind, þegar Viktor Yanukovych var bolað úr embætti forseta Úkraínu. Manafort lifði hátt og tók fjölda lána út á fasteignir sínar og hefur hann meðal annars verið dæmdur fyrir svik í tengslum við þau lán. Hann hefur nú verið dæmdur til rúmlega sjö ára fangelsisvistar. Frekari dómsmál gegn honum standa enn yfir.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinTölvupóstar sýna fram á að Manafort reyndi í aðdraganda kosninganna 2016 að fá Jared Kushner, tengdason Trump og ráðgjafa hans, til að samþykkja að ráða Calk sem ráðherra hersins. Það var áður en Calk hafði samþykkt lánin til Manafort. Hann sendi Kushner einnig tvö nöfn til viðbótar og sagði að þeir menn ættu að koma að ríkisstjórn Trump. Þeir væru mjög áreiðanlegir. Kushner svaraði pósti Manafort með orðunum: „Veð í það.“ Verði Calk fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að þrjátíu ár. Til stendur að hann fari fyrir dómara seinna í dag. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump. Calk er stofnandi bankans Federal Savings Bank of Chicago og er hann sakaður um að hafa notað bankann með ólöglegum hætti til að vinna sér í haginn hjá Manafort og fyrir að hafa logið að eftirlitsaðilum. Þetta kemur fram í ákæru saksóknara í New York sem opinberuð var í dag. Lánin sem um ræðir voru á endanum felld niður að miklu leyti en Calk sendi Manafort lista yfir þau störf sem hann sóttist eftir í Hvíta húsinu. Þar á meðal voru embætti fjármálaráðherra, efnahagsráðherra, varnarmálaráðherra og nítján sendiherrastöður. Hann fór á endanum í viðtal fyrir stöðu aðstoðarráðherra hersins en fékk starfið ekki, samkvæmt Washington Post.AP fréttaveitan vitnar í William F. Sweeney Jr., yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York ,sem segir Calk hafa lagt mikið á sig til að reyna að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þetta hafi þó ekki farið eins og hann vildi. Því hann hafi ekki fengið neina af þeim stöðum sem hann sótti eftir og misst þá vinnu sem hann hafði. Á þessum tíma skuldaði Manafort fúlgur fjár eftir að hann missti sína helstu tekjulind, þegar Viktor Yanukovych var bolað úr embætti forseta Úkraínu. Manafort lifði hátt og tók fjölda lána út á fasteignir sínar og hefur hann meðal annars verið dæmdur fyrir svik í tengslum við þau lán. Hann hefur nú verið dæmdur til rúmlega sjö ára fangelsisvistar. Frekari dómsmál gegn honum standa enn yfir.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinTölvupóstar sýna fram á að Manafort reyndi í aðdraganda kosninganna 2016 að fá Jared Kushner, tengdason Trump og ráðgjafa hans, til að samþykkja að ráða Calk sem ráðherra hersins. Það var áður en Calk hafði samþykkt lánin til Manafort. Hann sendi Kushner einnig tvö nöfn til viðbótar og sagði að þeir menn ættu að koma að ríkisstjórn Trump. Þeir væru mjög áreiðanlegir. Kushner svaraði pósti Manafort með orðunum: „Veð í það.“ Verði Calk fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að þrjátíu ár. Til stendur að hann fari fyrir dómara seinna í dag.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira