Hátt í 400 milljónir án útboðs hjá borginni Ari Brynjólfsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Efla fékk 1,2 milljónir króna fyrir vinnu við Ráðhúsið. Fréttablaðið/Stefán Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur keypt sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir króna án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í yfirliti sem lagt var fram í innkauparáði Reykjavíkurborgar í gær. Þetta er rúmlega 80 milljónum meira en í fyrra, en þá keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu fyrir 313 milljónir króna. „Það lítur út fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans hafi ekkert lært. Þessi framkoma gagnvart skattgreiðgreiðendum í Reykjavík er ólíðandi,“ segir Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði. Björn segir ískyggilegt til þess að hugsa, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við innkaup Reykjavíkurborgar á síðasta ári, að talan fari hækkandi. Sérstaklega í ljósi þess að talan væri mun lægri ef búið væri að gera rammasamninga um sérfræðiþjónustu. „Reykjavíkurborg er mjög stór kaupandi að þessari þjónustu. Rammasamningurinn rann út 2014. Ég hef ítrekað gert athugasemdir við þetta, líka á síðasta kjörtímabili,“ segir Björn. Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 að brýnt sé að koma á rammasamningum til að borgin fái hagstæð kjör sem og að birgjar uppfylli kröfur borgarinnar um vinnu og mannréttindi. Þetta var ítrekað í skýrslu innri endurskoðanda í mars, þar segir að borgin gæti sparað um 22 prósent með slíkum samningum. Í þessu tilviki gæti borgin því verið að spara um 90 milljónir króna.Björn Gíslason, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsSamkvæmt innkaupastefnu Reykjavíkurborgar er skylt að fara í útboð þegar um er að ræða verklegar framkvæmdir yfir 28 milljónir króna eða þjónustukaup fyrir meira en 14 milljónir. Þegar kaup fara ekki í útboð er það í höndum skrifstofu hvers sviðs til hverra er leitað. Sérfræðiþjónustan sem um ræðir snýr fyrst og fremst að verkfræðingum og arkitektum. Hæstu fjárhæðirnar fara til stórra verkfræðistofa sem koma þá að fjölda verkefna. Alls keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu frá 32 fyrirtækjum. Upphæðirnar eru allt frá rúmlega einni milljón króna upp í tugi milljóna fyrir einstaka verkefni. Verkfræðistofan Mannvit hefur fengið flest verkefnin, alls 20. VSÓ Ráðgjöf er með hæstu upphæðina, 38 milljónir á þriggja mánaða tímabili fyrir vinnu við íþrótta- og tómstundasvæði Fram í Úlfarsárdal. VA arkitektar hafa einnig fengið 35 milljónir fyrir vinnu á sama stað á sama tímabili. Athygli vekur að í mars fékk Arkibúllan ehf. 1,5 milljónir án útboðs, en það er sama stofan og stóð að hönnun og verkefnastjórnun braggaverkefnisins á Nauthólsvegi 100 sem fór langt fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Björn segir nauðsynlegt að gera rammasamning og það sem fyrst. „Ég hef fengið þau svör að hann sé á leiðinni. Ég hef heyrt það í einhvern tíma. En það er enginn samningur kominn þrátt fyrir ábendingar Innri endurskoðunar.“ Sabine Leskopf, formaður innkauparáðs, segir alla sammála um að þörf sé á rammasamningi. Málið hafi ekki verið klárað á fundinum í gær og hefur hún óskað eftir frekari upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Stjórnsýsla Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur keypt sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir króna án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í yfirliti sem lagt var fram í innkauparáði Reykjavíkurborgar í gær. Þetta er rúmlega 80 milljónum meira en í fyrra, en þá keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu fyrir 313 milljónir króna. „Það lítur út fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans hafi ekkert lært. Þessi framkoma gagnvart skattgreiðgreiðendum í Reykjavík er ólíðandi,“ segir Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði. Björn segir ískyggilegt til þess að hugsa, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við innkaup Reykjavíkurborgar á síðasta ári, að talan fari hækkandi. Sérstaklega í ljósi þess að talan væri mun lægri ef búið væri að gera rammasamninga um sérfræðiþjónustu. „Reykjavíkurborg er mjög stór kaupandi að þessari þjónustu. Rammasamningurinn rann út 2014. Ég hef ítrekað gert athugasemdir við þetta, líka á síðasta kjörtímabili,“ segir Björn. Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 að brýnt sé að koma á rammasamningum til að borgin fái hagstæð kjör sem og að birgjar uppfylli kröfur borgarinnar um vinnu og mannréttindi. Þetta var ítrekað í skýrslu innri endurskoðanda í mars, þar segir að borgin gæti sparað um 22 prósent með slíkum samningum. Í þessu tilviki gæti borgin því verið að spara um 90 milljónir króna.Björn Gíslason, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsSamkvæmt innkaupastefnu Reykjavíkurborgar er skylt að fara í útboð þegar um er að ræða verklegar framkvæmdir yfir 28 milljónir króna eða þjónustukaup fyrir meira en 14 milljónir. Þegar kaup fara ekki í útboð er það í höndum skrifstofu hvers sviðs til hverra er leitað. Sérfræðiþjónustan sem um ræðir snýr fyrst og fremst að verkfræðingum og arkitektum. Hæstu fjárhæðirnar fara til stórra verkfræðistofa sem koma þá að fjölda verkefna. Alls keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu frá 32 fyrirtækjum. Upphæðirnar eru allt frá rúmlega einni milljón króna upp í tugi milljóna fyrir einstaka verkefni. Verkfræðistofan Mannvit hefur fengið flest verkefnin, alls 20. VSÓ Ráðgjöf er með hæstu upphæðina, 38 milljónir á þriggja mánaða tímabili fyrir vinnu við íþrótta- og tómstundasvæði Fram í Úlfarsárdal. VA arkitektar hafa einnig fengið 35 milljónir fyrir vinnu á sama stað á sama tímabili. Athygli vekur að í mars fékk Arkibúllan ehf. 1,5 milljónir án útboðs, en það er sama stofan og stóð að hönnun og verkefnastjórnun braggaverkefnisins á Nauthólsvegi 100 sem fór langt fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Björn segir nauðsynlegt að gera rammasamning og það sem fyrst. „Ég hef fengið þau svör að hann sé á leiðinni. Ég hef heyrt það í einhvern tíma. En það er enginn samningur kominn þrátt fyrir ábendingar Innri endurskoðunar.“ Sabine Leskopf, formaður innkauparáðs, segir alla sammála um að þörf sé á rammasamningi. Málið hafi ekki verið klárað á fundinum í gær og hefur hún óskað eftir frekari upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Stjórnsýsla Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira