Aaron Rodgers pakkað saman af liðsfélaga í bjórdrykkjukeppni á körfuboltaleik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. maí 2019 22:30 Rodgers er enginn vatnslás. Svo mikið er víst. Leikmenn Green Bay Packers voru óvænt í sviðsljósinu á körfuboltaleik Milwaukee og Toronto í gær. Þeir fóru þá í bjórdrykkjukeppni í höllinni. Fyrst kom myndavélin á sóknarlínumann Packers, David Bakhtiari, og hann negldi í sig tveimur bjórum á örfáum sekúndum. Hann benti svo yfir í dýrari sætin þar sem Rodgers sat. Leikstjórnandinn, og næstlaunahæsti leikmaður NFL-deildarinnar, er augljóslega ekki með neinn vatnslás því hann náði ekki að klára úr einu glasi. Dapurt. Bakhtiari hló og skellti í sig þriðja bjórnum. Hans starf á vellinum er að vernda Rodgers og gerir það alla jafna vel. Það vakti líka kátínu að sjónvarpsfólkið skildi merkja Rodgers sem aukaleikara í Game of Thrones þar sem hann fékk örhlutverk á dögunum.Least surprising news of the night: Offensive lineman downs two beers in the time his QB downs one. Stay tuned for the third quarter in Wisconsin as they’ll face off in Cow Milking! pic.twitter.com/38bIVJTtYv — Darren Rovell (@darrenrovell) May 24, 2019 Margir hlógu að því hversu lélegur Rodgers væri að drekka bjór. Einn þeirra var Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions, sem var að horfa á leikinn á bar. Hann kenndi Rodgers hvernig ætti að gera þetta og skellti því að sjálfsögðu á netið. Stafford augljóslega með alvöru holræsi enda hvarf bjórinn á núll einni.Matt Stafford had to show Aaron Rodgers how to chug a beer properly (via kbstafford89/IG) pic.twitter.com/Etw2w7QwjT — Bleacher Report (@BleacherReport) May 24, 2019 NFL Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Sjá meira
Leikmenn Green Bay Packers voru óvænt í sviðsljósinu á körfuboltaleik Milwaukee og Toronto í gær. Þeir fóru þá í bjórdrykkjukeppni í höllinni. Fyrst kom myndavélin á sóknarlínumann Packers, David Bakhtiari, og hann negldi í sig tveimur bjórum á örfáum sekúndum. Hann benti svo yfir í dýrari sætin þar sem Rodgers sat. Leikstjórnandinn, og næstlaunahæsti leikmaður NFL-deildarinnar, er augljóslega ekki með neinn vatnslás því hann náði ekki að klára úr einu glasi. Dapurt. Bakhtiari hló og skellti í sig þriðja bjórnum. Hans starf á vellinum er að vernda Rodgers og gerir það alla jafna vel. Það vakti líka kátínu að sjónvarpsfólkið skildi merkja Rodgers sem aukaleikara í Game of Thrones þar sem hann fékk örhlutverk á dögunum.Least surprising news of the night: Offensive lineman downs two beers in the time his QB downs one. Stay tuned for the third quarter in Wisconsin as they’ll face off in Cow Milking! pic.twitter.com/38bIVJTtYv — Darren Rovell (@darrenrovell) May 24, 2019 Margir hlógu að því hversu lélegur Rodgers væri að drekka bjór. Einn þeirra var Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions, sem var að horfa á leikinn á bar. Hann kenndi Rodgers hvernig ætti að gera þetta og skellti því að sjálfsögðu á netið. Stafford augljóslega með alvöru holræsi enda hvarf bjórinn á núll einni.Matt Stafford had to show Aaron Rodgers how to chug a beer properly (via kbstafford89/IG) pic.twitter.com/Etw2w7QwjT — Bleacher Report (@BleacherReport) May 24, 2019
NFL Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Sjá meira