„Good-mund-son“ æfir með Utah Jazz í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 12:00 Jón Axel Guðmundsson. Getty/ Mitchell Leff Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að flakka á milli NBA-liðanna í Bandaríkjunum en hann er að kynna sig fyrir liðunum fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar í næsta mánuði. Jón Axel var hjá Sacramento Kings á dögunum og nú er komið að liði Utah Jazz. Jón Axel var kynntur á samfélagsmiðlum Utah Jazz sem einn af sex leikmönnum sem æfa með Utah Jazz í dag. Jón Axel er kynntur með þeim skilaboðum að nafnið hans sé borið fram „Good-mund-son“ en svo er að sjá hvort að fréttist eitthvað meira að frammistöðu hans.Utah Jazz Announce Pre-Draft Workouts pic.twitter.com/CALMFQSNjC — Utah Jazz PR (@UtahJazzPR) May 23, 2019Jón Axel hefur staðið sig frábærlega með Davidson liðinu í háskólaboltanum undanfarin ár en í vetur var hann meðal annars kosinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar eftir að hafa skilað 16,9 stigum, 7,3 fráköstum og 4,8 stoðsendingum að meðaltali í leik. Jón Axel hefur spilað 98 leiki með Davidson á þremur árum og er með 1266 stig (12,9 í leik), 572 fráköst (5,8), 438 stoðsendingar (4,5) og 160 þriggja stiga körfur (1,6) í þeim. Steph Curry spilaði 70 leiki með Davidson á tveimur árum (2006-2008) og var með 1661 stig (23,7), 322 fráköst (4,6), 199 stoðsendingar (2,8) og 284 þriggja stiga körfur (4,0) í þeim. Walt Perrin, yfirmaður leikmannamála hjá Utah Jazz, sagði að liðið sé ekki að skoða leikmenn sem eru líklegir til að vera valdir í fyrstu umferðinni heldur að reyna að finna menn sem eiga möguleika að vaxa og dafna í framtíðini. „Við erum að skoða leikmenn sem við gætum valið númer 53 eða leikmenn sem gætu spilað með okkur í Sumardeildinni eða byrjað hjá G-deildarliðinu okkar í Salt Lake City Stars,“ sagði Walt Perrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Predraft Workouts, 5.23–Walt Perrin, VP of Player Personnelhttps://t.co/2Ttv7BfzmI — Utah Jazz (@utahjazz) May 23, 2019 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að flakka á milli NBA-liðanna í Bandaríkjunum en hann er að kynna sig fyrir liðunum fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar í næsta mánuði. Jón Axel var hjá Sacramento Kings á dögunum og nú er komið að liði Utah Jazz. Jón Axel var kynntur á samfélagsmiðlum Utah Jazz sem einn af sex leikmönnum sem æfa með Utah Jazz í dag. Jón Axel er kynntur með þeim skilaboðum að nafnið hans sé borið fram „Good-mund-son“ en svo er að sjá hvort að fréttist eitthvað meira að frammistöðu hans.Utah Jazz Announce Pre-Draft Workouts pic.twitter.com/CALMFQSNjC — Utah Jazz PR (@UtahJazzPR) May 23, 2019Jón Axel hefur staðið sig frábærlega með Davidson liðinu í háskólaboltanum undanfarin ár en í vetur var hann meðal annars kosinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar eftir að hafa skilað 16,9 stigum, 7,3 fráköstum og 4,8 stoðsendingum að meðaltali í leik. Jón Axel hefur spilað 98 leiki með Davidson á þremur árum og er með 1266 stig (12,9 í leik), 572 fráköst (5,8), 438 stoðsendingar (4,5) og 160 þriggja stiga körfur (1,6) í þeim. Steph Curry spilaði 70 leiki með Davidson á tveimur árum (2006-2008) og var með 1661 stig (23,7), 322 fráköst (4,6), 199 stoðsendingar (2,8) og 284 þriggja stiga körfur (4,0) í þeim. Walt Perrin, yfirmaður leikmannamála hjá Utah Jazz, sagði að liðið sé ekki að skoða leikmenn sem eru líklegir til að vera valdir í fyrstu umferðinni heldur að reyna að finna menn sem eiga möguleika að vaxa og dafna í framtíðini. „Við erum að skoða leikmenn sem við gætum valið númer 53 eða leikmenn sem gætu spilað með okkur í Sumardeildinni eða byrjað hjá G-deildarliðinu okkar í Salt Lake City Stars,“ sagði Walt Perrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Predraft Workouts, 5.23–Walt Perrin, VP of Player Personnelhttps://t.co/2Ttv7BfzmI — Utah Jazz (@utahjazz) May 23, 2019
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira