Innlent

Þrír greindir með nær alónæmar bakteríur á Landspítalanum

Birgir Olgeirsson skrifar
Strangar reglur um skimum gildi á spítalanum fyrir slíkum bakteríum og einangrun sjúklinga sem finnast með þær.
Strangar reglur um skimum gildi á spítalanum fyrir slíkum bakteríum og einangrun sjúklinga sem finnast með þær. Vísir/Vilhelm
Þrír sjúklingar á Landspítalanum hafa verið greindir með nær alónæmar bakteríur í mánuðinum. Um er að ræð karbapenemasamyndandi þarmabakteríur, E. coli og Klebsiella, sem eru ónæmar fyrir nær öllum sýklalyfjum og eru ein mesta ógn við lýðheilsu í heiminum.

Tveir af sjúklingunum þremur sem greindust á Landspítala með nær-alónæmar E. coli eða Klebsiella bakteríur höfðu verið á sjúkrahúsi erlendis en einn hafði engin tengsl við sjúkrahús, aðeins ferðast til lands utan Evrópu og Bandaríkjanna þar sem ónæmi er útbreitt.

Greint er frá þessu á vef Landspítalans en þar segir að strangar reglur um skimum gildi á spítalanum fyrir slíkum bakteríum og einangrun sjúklinga sem finnast með þær.

„Því miður er mikil aðsókn, krafa um hraða afgreiðslu og þrengsli á viðkvæmum stöðum á sjúkrahúsinu, eins og t.d. á bráðamóttökunni, og mjög erfitt að einangra sjúklinga á viðunandi hátt. Við slíkar aðstæður er mikil hætta á dreifingu baktería á milli einstaklinga og í umhverfið. Við viljum því ítreka mikilvægi þess að starfsfólk muni eftir og fylgi reglum um einangrun, skimræktanir og handþvott,“ segir á vef Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×