Innlent

Dúxaði í FÁ með 9,1 í meðaleinkunn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Magnús Ingvason skólameistari, Ástrós Ögn Ágústsdóttir dúx og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari.
Magnús Ingvason skólameistari, Ástrós Ögn Ágústsdóttir dúx og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari. Mynd/FÁ
Brautskráning Fjölbrautaskólans við Ármúla fór fram í dag og útskrifuðust þar 118 nemendur. Dúx skólans á vorönn er Ástrós Ögn Ágústsdóttir sem útskrifast af Náttúrufræðibraut með 9,1 í meðaleinkunn.

Í tilkynningu frá skólanum segir að Magnús Ingvason skólameistari hafi stýrt athöfninni. Í útskriftarræðu sinni hvatti Magnús nemendur til að einbeita sér að styrkleikum sínum og vinna í veikleikunum.

Brautskráðir voru 118 nemendur og þar af níu af tveimur brautum. 38 nemendur útskrifuðust af heilbrigðissviði, sem skiptast svo eftir námsbrautum: fjórir heilsunuddarar, þrír læknaritarar, tveir lyfjatæknar, tíu tanntæknar og nítján sjúkraliðar. Frá nýsköpunar -og listabraut útskrifust fjórir nemendur.

Stúdentar eru 75. 28 útskrifuðust af félagsfræðibraut, af náttúrufræðibraut útskrifuðust 13, af hugvísinda- og málabraut níu, af viðskipta- og hagfræðibraut útskrifuðust sex og með viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi 19. Til viðbótar þessu útskrifuðust níu nemendur af sérnámsbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×