Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 25. maí 2019 09:34 Bergþór Ólason sagði þingforseta reyna að þreyta Miðflokkinn til uppgjafar. Vísir/Vilhelm Málþóf þingmanna Miðflokksins vegna þriðja orkupakkans stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun en þingfundur hefur staðið yfir frá klukkan 15:30 í gær með einu hléi. Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, sakaði forseta þingsins um að reyna að þreyta miðflokksmenn til uppgjafar með fundarstjórn sinni skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið einir að málþófi um þriðja orkupakkann svonefnda á Alþingi undanfarna daga og hafa þingfundir staðið yfir langt fram á nótt og morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf fjögur í gær og hefur staðið yfir síðan fyrir utan hlé sem gert var frá 19:22 til 20:16. Nær enginn annar en þingmenn flokksins hafa tekið til máls á þeim tíma. Þeir hafa skipst á að koma í pontu og talað. Umræðan um orkupakkann hefur nú staðið yfir í um níutíu klukkustundir í heildina, þar af hafa miðflokksmenn talað um málið í áttatíu klukkustundir. Það er einsdæmi að einn flokkur í stjórnarandstöðu haldi uppi málþófi í svo langan tíma en fyrir liggur að allir flokkar á Alþingi nema Miðflokkur og Flokkur fólksins styðja innleiðinguna. Þingmenn Miðflokksins endurtaka meira og minna sömu ræðurnar og koma upp í andsvör við hvern annan en klukkan korter í þrjú í nótt lýsti Bergþór Ólason skyndilega yfir áhyggjum sínum af áhrifum röð langra næturfunda á starfsmenn Alþingis. Hann vorkenndi þingmönnum minna þar sem þeir veldu sér að vera í þingsal. „Ég sé ekki ástæðu til þess að almennir starfsmenn Alþingis séu settir í þá stöðu að þurfa að vera hér dag og nætur til þess, að því er virðist, að forseti fái úr því skorið hvort hann geti með einhverjum hætti þreytt þingmenn Miðflokksins til uppgjafar,“ sagði Bergþór undir liðnum fundarstjórn forseta.Kolbeinn sagði miðflokksmönnum að skammast sín.Fréttablaðið/EyþórÍ þeirra eigin höndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði þingforsetann jafnframt um að „fela umræðuna“ með því að láta hana fram um nætur og morgna. „Við miðflokksmenn þreytumst ekki á að tala um þetta mál sem varða slíka grundvallarhagsmuni þjóðarinnar enda hefur umræðan reynst okkur vel við að átta okkur betur á stöðu mála,“ sagði Sigmundur Davíð. Undir þessu gat Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, ekki setið. Sagði hann að miðflokksmenn ættu að skammast sín fyrir að draga starfsmenn Alþingis sem hefðu þurft að hlaupa á eftir duttlungum þeirra inn í umræðuna. „Það er fullkomlega í höndum háttvirtra þingmanna Miðflokksins að hleypa starfsfólki heim. Það er í þeirra eigin höndum,“ sagði hann.Uppfært 10:30 Þingfundi var slitið klukkan rúmlega tíu. Hann hafði þá staðið yfir í um nítján klukkustundir. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Málþóf þingmanna Miðflokksins vegna þriðja orkupakkans stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun en þingfundur hefur staðið yfir frá klukkan 15:30 í gær með einu hléi. Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, sakaði forseta þingsins um að reyna að þreyta miðflokksmenn til uppgjafar með fundarstjórn sinni skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið einir að málþófi um þriðja orkupakkann svonefnda á Alþingi undanfarna daga og hafa þingfundir staðið yfir langt fram á nótt og morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf fjögur í gær og hefur staðið yfir síðan fyrir utan hlé sem gert var frá 19:22 til 20:16. Nær enginn annar en þingmenn flokksins hafa tekið til máls á þeim tíma. Þeir hafa skipst á að koma í pontu og talað. Umræðan um orkupakkann hefur nú staðið yfir í um níutíu klukkustundir í heildina, þar af hafa miðflokksmenn talað um málið í áttatíu klukkustundir. Það er einsdæmi að einn flokkur í stjórnarandstöðu haldi uppi málþófi í svo langan tíma en fyrir liggur að allir flokkar á Alþingi nema Miðflokkur og Flokkur fólksins styðja innleiðinguna. Þingmenn Miðflokksins endurtaka meira og minna sömu ræðurnar og koma upp í andsvör við hvern annan en klukkan korter í þrjú í nótt lýsti Bergþór Ólason skyndilega yfir áhyggjum sínum af áhrifum röð langra næturfunda á starfsmenn Alþingis. Hann vorkenndi þingmönnum minna þar sem þeir veldu sér að vera í þingsal. „Ég sé ekki ástæðu til þess að almennir starfsmenn Alþingis séu settir í þá stöðu að þurfa að vera hér dag og nætur til þess, að því er virðist, að forseti fái úr því skorið hvort hann geti með einhverjum hætti þreytt þingmenn Miðflokksins til uppgjafar,“ sagði Bergþór undir liðnum fundarstjórn forseta.Kolbeinn sagði miðflokksmönnum að skammast sín.Fréttablaðið/EyþórÍ þeirra eigin höndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði þingforsetann jafnframt um að „fela umræðuna“ með því að láta hana fram um nætur og morgna. „Við miðflokksmenn þreytumst ekki á að tala um þetta mál sem varða slíka grundvallarhagsmuni þjóðarinnar enda hefur umræðan reynst okkur vel við að átta okkur betur á stöðu mála,“ sagði Sigmundur Davíð. Undir þessu gat Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, ekki setið. Sagði hann að miðflokksmenn ættu að skammast sín fyrir að draga starfsmenn Alþingis sem hefðu þurft að hlaupa á eftir duttlungum þeirra inn í umræðuna. „Það er fullkomlega í höndum háttvirtra þingmanna Miðflokksins að hleypa starfsfólki heim. Það er í þeirra eigin höndum,“ sagði hann.Uppfært 10:30 Þingfundi var slitið klukkan rúmlega tíu. Hann hafði þá staðið yfir í um nítján klukkustundir.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15