Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 25. maí 2019 09:34 Bergþór Ólason sagði þingforseta reyna að þreyta Miðflokkinn til uppgjafar. Vísir/Vilhelm Málþóf þingmanna Miðflokksins vegna þriðja orkupakkans stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun en þingfundur hefur staðið yfir frá klukkan 15:30 í gær með einu hléi. Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, sakaði forseta þingsins um að reyna að þreyta miðflokksmenn til uppgjafar með fundarstjórn sinni skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið einir að málþófi um þriðja orkupakkann svonefnda á Alþingi undanfarna daga og hafa þingfundir staðið yfir langt fram á nótt og morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf fjögur í gær og hefur staðið yfir síðan fyrir utan hlé sem gert var frá 19:22 til 20:16. Nær enginn annar en þingmenn flokksins hafa tekið til máls á þeim tíma. Þeir hafa skipst á að koma í pontu og talað. Umræðan um orkupakkann hefur nú staðið yfir í um níutíu klukkustundir í heildina, þar af hafa miðflokksmenn talað um málið í áttatíu klukkustundir. Það er einsdæmi að einn flokkur í stjórnarandstöðu haldi uppi málþófi í svo langan tíma en fyrir liggur að allir flokkar á Alþingi nema Miðflokkur og Flokkur fólksins styðja innleiðinguna. Þingmenn Miðflokksins endurtaka meira og minna sömu ræðurnar og koma upp í andsvör við hvern annan en klukkan korter í þrjú í nótt lýsti Bergþór Ólason skyndilega yfir áhyggjum sínum af áhrifum röð langra næturfunda á starfsmenn Alþingis. Hann vorkenndi þingmönnum minna þar sem þeir veldu sér að vera í þingsal. „Ég sé ekki ástæðu til þess að almennir starfsmenn Alþingis séu settir í þá stöðu að þurfa að vera hér dag og nætur til þess, að því er virðist, að forseti fái úr því skorið hvort hann geti með einhverjum hætti þreytt þingmenn Miðflokksins til uppgjafar,“ sagði Bergþór undir liðnum fundarstjórn forseta.Kolbeinn sagði miðflokksmönnum að skammast sín.Fréttablaðið/EyþórÍ þeirra eigin höndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði þingforsetann jafnframt um að „fela umræðuna“ með því að láta hana fram um nætur og morgna. „Við miðflokksmenn þreytumst ekki á að tala um þetta mál sem varða slíka grundvallarhagsmuni þjóðarinnar enda hefur umræðan reynst okkur vel við að átta okkur betur á stöðu mála,“ sagði Sigmundur Davíð. Undir þessu gat Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, ekki setið. Sagði hann að miðflokksmenn ættu að skammast sín fyrir að draga starfsmenn Alþingis sem hefðu þurft að hlaupa á eftir duttlungum þeirra inn í umræðuna. „Það er fullkomlega í höndum háttvirtra þingmanna Miðflokksins að hleypa starfsfólki heim. Það er í þeirra eigin höndum,“ sagði hann.Uppfært 10:30 Þingfundi var slitið klukkan rúmlega tíu. Hann hafði þá staðið yfir í um nítján klukkustundir. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Málþóf þingmanna Miðflokksins vegna þriðja orkupakkans stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun en þingfundur hefur staðið yfir frá klukkan 15:30 í gær með einu hléi. Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, sakaði forseta þingsins um að reyna að þreyta miðflokksmenn til uppgjafar með fundarstjórn sinni skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið einir að málþófi um þriðja orkupakkann svonefnda á Alþingi undanfarna daga og hafa þingfundir staðið yfir langt fram á nótt og morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf fjögur í gær og hefur staðið yfir síðan fyrir utan hlé sem gert var frá 19:22 til 20:16. Nær enginn annar en þingmenn flokksins hafa tekið til máls á þeim tíma. Þeir hafa skipst á að koma í pontu og talað. Umræðan um orkupakkann hefur nú staðið yfir í um níutíu klukkustundir í heildina, þar af hafa miðflokksmenn talað um málið í áttatíu klukkustundir. Það er einsdæmi að einn flokkur í stjórnarandstöðu haldi uppi málþófi í svo langan tíma en fyrir liggur að allir flokkar á Alþingi nema Miðflokkur og Flokkur fólksins styðja innleiðinguna. Þingmenn Miðflokksins endurtaka meira og minna sömu ræðurnar og koma upp í andsvör við hvern annan en klukkan korter í þrjú í nótt lýsti Bergþór Ólason skyndilega yfir áhyggjum sínum af áhrifum röð langra næturfunda á starfsmenn Alþingis. Hann vorkenndi þingmönnum minna þar sem þeir veldu sér að vera í þingsal. „Ég sé ekki ástæðu til þess að almennir starfsmenn Alþingis séu settir í þá stöðu að þurfa að vera hér dag og nætur til þess, að því er virðist, að forseti fái úr því skorið hvort hann geti með einhverjum hætti þreytt þingmenn Miðflokksins til uppgjafar,“ sagði Bergþór undir liðnum fundarstjórn forseta.Kolbeinn sagði miðflokksmönnum að skammast sín.Fréttablaðið/EyþórÍ þeirra eigin höndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði þingforsetann jafnframt um að „fela umræðuna“ með því að láta hana fram um nætur og morgna. „Við miðflokksmenn þreytumst ekki á að tala um þetta mál sem varða slíka grundvallarhagsmuni þjóðarinnar enda hefur umræðan reynst okkur vel við að átta okkur betur á stöðu mála,“ sagði Sigmundur Davíð. Undir þessu gat Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, ekki setið. Sagði hann að miðflokksmenn ættu að skammast sín fyrir að draga starfsmenn Alþingis sem hefðu þurft að hlaupa á eftir duttlungum þeirra inn í umræðuna. „Það er fullkomlega í höndum háttvirtra þingmanna Miðflokksins að hleypa starfsfólki heim. Það er í þeirra eigin höndum,“ sagði hann.Uppfært 10:30 Þingfundi var slitið klukkan rúmlega tíu. Hann hafði þá staðið yfir í um nítján klukkustundir.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15