Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2019 10:53 Þingmenn Miðflokksins hafa verið fastagestir í ræðusól Alþingis undanfarna viku, hvort sem er dag eða nótt. Vísir/Vilhelm Þingfundi var slitið skömmu fyrir hálf ellefu í dag en þá hafði hann staðið yfir í um nítján klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi um þriðja orkupakkann í alla nótt og langt fram á morgun. Alls hafa þeir talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Miðflokksmenn héldu uppteknum hætti á þingfundi sem hófst klukkan 15:30 í gær og skiptust á að stíga í pontu til að ræða um þriðja orkupakkann. Þingfundir í vikunni drógust langt fram á nótt og fram á morgun vegna málþófsins. „Forseta þykir miður að geta ekki lokið þessari umræðu en þess hefur verið freistað að gefa háttvirtum þingmönnum nægilegt svigrúm til þess að ræða málið ítarlega svo að hægt verði að tæma mælendaskrá og klára umræðuna,“ sagði Guðjón S. Brjánsson, varaforseti þingsins, þegar hann sleit þingfundi um klukkan 10:24. Umræðan um þriðja orkupakkann hafði þá staðið yfir í nærri hundrað klukkustundir í heildina. Þar af sagði Guðjón að miðflokksmenn hefðu talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Í heildina hafi 53 ræður verið haldnar og andsvörin verið 311 á þingfundinum sem stóð yfir í tæpar nítján klukkustundir. Miðflokksmenn töluðu nær einir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók þátt í umræðinni um tíma síðdegis í gær. „Þrátt fyrir að hér mætist stálin stinn verður ekki hjá því komist að ljúka umræðunni með þeim lýðræðislegum leikreglum sem við höfum tamið okkur og hefð er fyrir,“ sagði varaforseti þingsins sem vonaðist til þess að hægt yrði að ljúka umræðunni á næstu dögum. Miðflokksmenn kvörtuðu undan fundarstjórn forseta í nótt og lýstu áhyggjum af álagi á starfsfólk þingsins. Sakaði Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, þingforsetann um að reyna að þreyta þá til uppgjafar með því að funda fram á nótt. Næsti þingfundur hefur verið boðaður klukkan 15:00 á mánudag. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Þingfundi var slitið skömmu fyrir hálf ellefu í dag en þá hafði hann staðið yfir í um nítján klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi um þriðja orkupakkann í alla nótt og langt fram á morgun. Alls hafa þeir talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Miðflokksmenn héldu uppteknum hætti á þingfundi sem hófst klukkan 15:30 í gær og skiptust á að stíga í pontu til að ræða um þriðja orkupakkann. Þingfundir í vikunni drógust langt fram á nótt og fram á morgun vegna málþófsins. „Forseta þykir miður að geta ekki lokið þessari umræðu en þess hefur verið freistað að gefa háttvirtum þingmönnum nægilegt svigrúm til þess að ræða málið ítarlega svo að hægt verði að tæma mælendaskrá og klára umræðuna,“ sagði Guðjón S. Brjánsson, varaforseti þingsins, þegar hann sleit þingfundi um klukkan 10:24. Umræðan um þriðja orkupakkann hafði þá staðið yfir í nærri hundrað klukkustundir í heildina. Þar af sagði Guðjón að miðflokksmenn hefðu talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Í heildina hafi 53 ræður verið haldnar og andsvörin verið 311 á þingfundinum sem stóð yfir í tæpar nítján klukkustundir. Miðflokksmenn töluðu nær einir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók þátt í umræðinni um tíma síðdegis í gær. „Þrátt fyrir að hér mætist stálin stinn verður ekki hjá því komist að ljúka umræðunni með þeim lýðræðislegum leikreglum sem við höfum tamið okkur og hefð er fyrir,“ sagði varaforseti þingsins sem vonaðist til þess að hægt yrði að ljúka umræðunni á næstu dögum. Miðflokksmenn kvörtuðu undan fundarstjórn forseta í nótt og lýstu áhyggjum af álagi á starfsfólk þingsins. Sakaði Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, þingforsetann um að reyna að þreyta þá til uppgjafar með því að funda fram á nótt. Næsti þingfundur hefur verið boðaður klukkan 15:00 á mánudag.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34