Hvað eru tafa- og mengunargjöld? Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2019 20:00 Reykjavíkurborg íhugar nú að feta í græn fótspor annarra stórborga sem hafa tekið upp margvíslega gjaldheimtu til að stýra og takmarka bílaumferð. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað eftir slíkum gjöldum sem formaður skipulagsráðs borgarinnar segir hafa gefið góða raun erlendis. Þau dragi ekki aðeins úr mengun heldur séu jafnframt öflugur tekjustofn fyrir sveitarfélög. Talið er að loftmengun beri ábyrgð á 80 ótímabærum dauðsföllum á Íslandi á ári hverju. Stjórnvöld leita því allra leiða til að draga úr mengun og hafa þau meðal annars horft til erlendra stórborga i þeim efnum, sem margar hverjar eru farnar að innheimta svoköllu tafa- og mengunargjöld til að draga úr bílaumferð. Reykjavíkurborg, sem og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, skoðar nú að hefja slíka gjaldtöku - en hvernig virka tafa- og mengunargjöld og hvernig eru þau innheimt? „Tafagjöld eru hugsuð á þeim stöðum þar sem verða miklar umferðarteppur, sem við þekkjum alveg ágætlega á höfuðborgarsvæðinu á álagstímum,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRTafagjöldin eru innheimt með rafrænum hætti og er hægt að stýra þeim eftir umferðarþunga og tíma dags. Þannig væri hægt að innheimta tafagjald á umferðarþungum stofnbrautum á morgnanna og síðdegis, en sleppa þeim alfarið þegar umferð er alla jafa minni. „Það hefur sýnt sig að þetta hefur bein áhrif á hegðun ökumanna, þ.e. að þeir eru mun líklegri til að breyta um fararmáta. Það er það sem við viljum,“ segir Sigurborg. „Við þurfum að fá breyttar ferðavenjur og breyta fararmátum, ekki bara út af áhrifum mengunar á loftgæðin heldur líka einfaldlega vegna loftslagsbreytinga. Við vitum að við verðum að minnka bílaumferð.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að innheimta tafagjöld, ekki aðeins til þess að stýra umferð heldur sjá þau gjöldin fyrir sér sem öflugan tekjustofn sem nota megi til að liðka fyrir samgöngubótum. Mengunargjöld geti jafnframt gegnt sama hlutverki. „Menungargjöld hafa bein áhrif á það hvaða orkugjafa ökumaðurinn notar. Þeir sem aka ökutækjum sem menga meira yrðu þannig rukkaðir meira,“ segir Sigurborg og bætir við að þau ökutæki sem menga minna, eins og rafmagnsbílar, myndu að sama skapi bera lítil sem engin mengunargjöld. Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Reykjavíkurborg íhugar nú að feta í græn fótspor annarra stórborga sem hafa tekið upp margvíslega gjaldheimtu til að stýra og takmarka bílaumferð. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað eftir slíkum gjöldum sem formaður skipulagsráðs borgarinnar segir hafa gefið góða raun erlendis. Þau dragi ekki aðeins úr mengun heldur séu jafnframt öflugur tekjustofn fyrir sveitarfélög. Talið er að loftmengun beri ábyrgð á 80 ótímabærum dauðsföllum á Íslandi á ári hverju. Stjórnvöld leita því allra leiða til að draga úr mengun og hafa þau meðal annars horft til erlendra stórborga i þeim efnum, sem margar hverjar eru farnar að innheimta svoköllu tafa- og mengunargjöld til að draga úr bílaumferð. Reykjavíkurborg, sem og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, skoðar nú að hefja slíka gjaldtöku - en hvernig virka tafa- og mengunargjöld og hvernig eru þau innheimt? „Tafagjöld eru hugsuð á þeim stöðum þar sem verða miklar umferðarteppur, sem við þekkjum alveg ágætlega á höfuðborgarsvæðinu á álagstímum,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRTafagjöldin eru innheimt með rafrænum hætti og er hægt að stýra þeim eftir umferðarþunga og tíma dags. Þannig væri hægt að innheimta tafagjald á umferðarþungum stofnbrautum á morgnanna og síðdegis, en sleppa þeim alfarið þegar umferð er alla jafa minni. „Það hefur sýnt sig að þetta hefur bein áhrif á hegðun ökumanna, þ.e. að þeir eru mun líklegri til að breyta um fararmáta. Það er það sem við viljum,“ segir Sigurborg. „Við þurfum að fá breyttar ferðavenjur og breyta fararmátum, ekki bara út af áhrifum mengunar á loftgæðin heldur líka einfaldlega vegna loftslagsbreytinga. Við vitum að við verðum að minnka bílaumferð.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að innheimta tafagjöld, ekki aðeins til þess að stýra umferð heldur sjá þau gjöldin fyrir sér sem öflugan tekjustofn sem nota megi til að liðka fyrir samgöngubótum. Mengunargjöld geti jafnframt gegnt sama hlutverki. „Menungargjöld hafa bein áhrif á það hvaða orkugjafa ökumaðurinn notar. Þeir sem aka ökutækjum sem menga meira yrðu þannig rukkaðir meira,“ segir Sigurborg og bætir við að þau ökutæki sem menga minna, eins og rafmagnsbílar, myndu að sama skapi bera lítil sem engin mengunargjöld.
Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45
Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31