Segja flugferðir með Trump í Air Force One ígildi þess að vera hnepptur í varðhald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2019 23:15 Donald og Melania sjást hér stíga út úr forsetaþotunni, Air Force One. Vísir/Getty Fáar flugvélar eru jafn þekktar og Air Force One, sérstök einkaflugvél forseta Bandaríkjanna. Eflaust dreymir marga um að fá að fara um borð en en sú virðist ekki vera raunin á meðal starfsmanna Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Flugferðir með Trump um borð í Air Force One líkjast meira martröðum ef marka má orð núverandi og fyrrverandi starfsmanna forsetans.Fjallað er um málið á vef CNNþar sem rætt er við fimm ótilgreinda fyrrverandi og núverandi starfsmenn Trump sem lýsa því hversu erfitt það geti verið að ferðast um borð í Air Force One. Flugferðirnar á milli landa segja þeir vera verstar, þær geti teygt sig í tuttugu tíma, Fox News sé sé í gangi á öllum sjónvarpsstöðum allan tímann auk þess sem að ekki er gert ráð fyrir svefnaðstöðu fyrir starfsmennina.„Þetta er eins og að vera í varðhaldi,“ sagði einn þeirra í samtali við CNN um millilandaferðirnar. Ein slík stendur yfir núna en Trump hélt til Tokyo í Japan á föstudaginn. Fjórtán tíma flug beið Trump og fylgifiska hans og líklega hefur það ekki hjálpað stemmningunni um borð að Trump á nú í miklu stríði við demókrata á þingi, sem virðist fara mjög í taugarnar á honum.Sefur lítið sem ekkert Starfsmennirnir fyrrverandi og núverandi segja að Trump geri aðeins fjóra hluti um borð í Air Force One. Hann borði, horfii á sjónvarp eða lesi dagböð, ræði við starfsfólk eða hringi í vini og bandamenn heima fyrir til að ræða málin. Starfsmennirnir segja að það versta við flugferðirnar, sérstaklega þær sem séu í lengri kantinum, sé það að Trump sofi lítið sem ekkert þegar hann er um borð í flugvélinni.Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta.vísir/getty„Hann bara fer ekki að sofa,“ sagði einn viðmælandi CNN en í fréttinni kemur fram að í upphafi forsetatíðar Trump hafi starfsmenn sóst eftir því að fá að fara með í opinberar heimsóknir Trump. Nú reyni starfsmenn hins vegar að forðast það eins og hægt sé. Þeir sem ferðast með honum segja að í stað þess að sofa haldi hann endalausa fundi með starfsmönnum sínum og ekkert endilega um mikilvæg málefni. Stundum sé umræðuðuefnið íþróttir eða nýjasta slúðrið. Þá þreytist hann ekki á því að vekja starfsmenn í tíma og ótíma þurfi hann að ræða mikilvæg málefni. Í fréttinni segir að ekki sé mikið um svefnaðstöðu ef frá er skilin aðstaða fyrir forsetann og eiginkonu hans. Því reyni starfsmenn að sofna þar sem það er þægilegast, í sófa eða á gólfinu inni í fundarherbergi. Þá hafi reyndir starfsmenn gripið til þess ráðs að grípa með sér jóga-mottu í flugið, svo undirlagið á gólfinu verði mýkra.Lesa má frétt CNN hér. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Fáar flugvélar eru jafn þekktar og Air Force One, sérstök einkaflugvél forseta Bandaríkjanna. Eflaust dreymir marga um að fá að fara um borð en en sú virðist ekki vera raunin á meðal starfsmanna Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Flugferðir með Trump um borð í Air Force One líkjast meira martröðum ef marka má orð núverandi og fyrrverandi starfsmanna forsetans.Fjallað er um málið á vef CNNþar sem rætt er við fimm ótilgreinda fyrrverandi og núverandi starfsmenn Trump sem lýsa því hversu erfitt það geti verið að ferðast um borð í Air Force One. Flugferðirnar á milli landa segja þeir vera verstar, þær geti teygt sig í tuttugu tíma, Fox News sé sé í gangi á öllum sjónvarpsstöðum allan tímann auk þess sem að ekki er gert ráð fyrir svefnaðstöðu fyrir starfsmennina.„Þetta er eins og að vera í varðhaldi,“ sagði einn þeirra í samtali við CNN um millilandaferðirnar. Ein slík stendur yfir núna en Trump hélt til Tokyo í Japan á föstudaginn. Fjórtán tíma flug beið Trump og fylgifiska hans og líklega hefur það ekki hjálpað stemmningunni um borð að Trump á nú í miklu stríði við demókrata á þingi, sem virðist fara mjög í taugarnar á honum.Sefur lítið sem ekkert Starfsmennirnir fyrrverandi og núverandi segja að Trump geri aðeins fjóra hluti um borð í Air Force One. Hann borði, horfii á sjónvarp eða lesi dagböð, ræði við starfsfólk eða hringi í vini og bandamenn heima fyrir til að ræða málin. Starfsmennirnir segja að það versta við flugferðirnar, sérstaklega þær sem séu í lengri kantinum, sé það að Trump sofi lítið sem ekkert þegar hann er um borð í flugvélinni.Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta.vísir/getty„Hann bara fer ekki að sofa,“ sagði einn viðmælandi CNN en í fréttinni kemur fram að í upphafi forsetatíðar Trump hafi starfsmenn sóst eftir því að fá að fara með í opinberar heimsóknir Trump. Nú reyni starfsmenn hins vegar að forðast það eins og hægt sé. Þeir sem ferðast með honum segja að í stað þess að sofa haldi hann endalausa fundi með starfsmönnum sínum og ekkert endilega um mikilvæg málefni. Stundum sé umræðuðuefnið íþróttir eða nýjasta slúðrið. Þá þreytist hann ekki á því að vekja starfsmenn í tíma og ótíma þurfi hann að ræða mikilvæg málefni. Í fréttinni segir að ekki sé mikið um svefnaðstöðu ef frá er skilin aðstaða fyrir forsetann og eiginkonu hans. Því reyni starfsmenn að sofna þar sem það er þægilegast, í sófa eða á gólfinu inni í fundarherbergi. Þá hafi reyndir starfsmenn gripið til þess ráðs að grípa með sér jóga-mottu í flugið, svo undirlagið á gólfinu verði mýkra.Lesa má frétt CNN hér.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira