Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 23:05 Teva Pharmaceuticals borgaði sáttagjald til að mæta ekki fyrir dóm á þriðjudag. Getty/Adam Reynolds Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Fyrirtæki sem tengd voru lyfjafyrirtækinu Teva, sem hefur aðsetur í Ísrael, voru sögð ábyrg fyrir faraldri dauðsfalla sem tengd voru lyfjaávísunum ópíóða af ríkinu. Neyðarástandið sem ópíóðar hafa valdið olli 48 þúsund dauðsföllum vegna inntöku of hárra skammta í Bandaríkjunum árið 2017. Saksóknarar í Oklahoma hafa ásakað lyfjarisana um að hafa notað rangar upplýsingar í markaðssetningu lyfsins sem olli þúsunda ofskammta og dauðsfalla. Með því að greiða sáttagjaldið sem Oklahoma fylki krafði amerísku fyrirtækin sex, sem eru öll í eigu Teva, um kemur fyrirtækið í veg fyrir að þurfa að mæta fyrir dóm á þriðjudag, þegar einkadómsmálið (e. Civil suit) átti að byrja. Margir einstaklingar sem hafa misst nákomna vegna faraldsins höfðu beðið í ofvæni eftir því að málið yrði tekið fyrir. Í tilkynningu sagði fyrirtækið: „Sáttagreiðslan sannar ekki að fyrirtækið hafi gert nokkuð rangt; Teva hefur ekki ýtt undir misnotkun ópíóða í Oklahoma á neinn hátt.“ OxyContin, sem er með þekktari ópíóðalyfjum.getty/Darren McCollesterAllir í Oklahoma hafa fundið fyrir neikvæðum áhrifum ópíóða Teva er aðeins annað stórfyrirtækið til að borga sáttagjöld í málinu. Hið fyrsta, Purdue Pharma, sem framleiðir verkjalyfið OxyContin, greiddi Oklahoma tæpa 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Samkvæmt Mike Hunter, ríkissaksóknara, gæti tekið allt að tvær vikur að semja skilyrðin sem fylgja munu sáttagerð Teva, en fjármagninu mun vera varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Johnson & Johnson er eina fyrirtækið sem hefur ekki tilkynnt sáttagerð í málinu og mun því mæta fyrir dómstól á þriðjudag. Hunter sagði að tilkynningin um sáttagerðina sé „vitnisburður um hinar óteljanlegu klukkustundir sem lögmannateymi ríkisins hefur varið í að undirbúa réttarhöldin.“ Hann hrósaði lögmannateyminu fyrir „staðfestu sína til að gera sakborningana ábyrga fyrir skaðanum sem ofskammtar ópíóða og fíkn á þeim hafa leitt af sér.“ „Nánast allir íbúar Oklahoma hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum þessa dauðafaralds og við hlökkum til þriðjudagsins, þar sem við munum sanna fyrir rétti að Johnson & Johnson ber ábyrgð á honum,“ bætti Hunter við. Oklahoma heldur því fram að lyfjarisarnir hafi valdið skaða sem gæti kostað allt að 2.170 milljarða íslenskra króna að laga. Bandaríkin Fíkn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Fyrirtæki sem tengd voru lyfjafyrirtækinu Teva, sem hefur aðsetur í Ísrael, voru sögð ábyrg fyrir faraldri dauðsfalla sem tengd voru lyfjaávísunum ópíóða af ríkinu. Neyðarástandið sem ópíóðar hafa valdið olli 48 þúsund dauðsföllum vegna inntöku of hárra skammta í Bandaríkjunum árið 2017. Saksóknarar í Oklahoma hafa ásakað lyfjarisana um að hafa notað rangar upplýsingar í markaðssetningu lyfsins sem olli þúsunda ofskammta og dauðsfalla. Með því að greiða sáttagjaldið sem Oklahoma fylki krafði amerísku fyrirtækin sex, sem eru öll í eigu Teva, um kemur fyrirtækið í veg fyrir að þurfa að mæta fyrir dóm á þriðjudag, þegar einkadómsmálið (e. Civil suit) átti að byrja. Margir einstaklingar sem hafa misst nákomna vegna faraldsins höfðu beðið í ofvæni eftir því að málið yrði tekið fyrir. Í tilkynningu sagði fyrirtækið: „Sáttagreiðslan sannar ekki að fyrirtækið hafi gert nokkuð rangt; Teva hefur ekki ýtt undir misnotkun ópíóða í Oklahoma á neinn hátt.“ OxyContin, sem er með þekktari ópíóðalyfjum.getty/Darren McCollesterAllir í Oklahoma hafa fundið fyrir neikvæðum áhrifum ópíóða Teva er aðeins annað stórfyrirtækið til að borga sáttagjöld í málinu. Hið fyrsta, Purdue Pharma, sem framleiðir verkjalyfið OxyContin, greiddi Oklahoma tæpa 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Samkvæmt Mike Hunter, ríkissaksóknara, gæti tekið allt að tvær vikur að semja skilyrðin sem fylgja munu sáttagerð Teva, en fjármagninu mun vera varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Johnson & Johnson er eina fyrirtækið sem hefur ekki tilkynnt sáttagerð í málinu og mun því mæta fyrir dómstól á þriðjudag. Hunter sagði að tilkynningin um sáttagerðina sé „vitnisburður um hinar óteljanlegu klukkustundir sem lögmannateymi ríkisins hefur varið í að undirbúa réttarhöldin.“ Hann hrósaði lögmannateyminu fyrir „staðfestu sína til að gera sakborningana ábyrga fyrir skaðanum sem ofskammtar ópíóða og fíkn á þeim hafa leitt af sér.“ „Nánast allir íbúar Oklahoma hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum þessa dauðafaralds og við hlökkum til þriðjudagsins, þar sem við munum sanna fyrir rétti að Johnson & Johnson ber ábyrgð á honum,“ bætti Hunter við. Oklahoma heldur því fram að lyfjarisarnir hafi valdið skaða sem gæti kostað allt að 2.170 milljarða íslenskra króna að laga.
Bandaríkin Fíkn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira