Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 23:05 Teva Pharmaceuticals borgaði sáttagjald til að mæta ekki fyrir dóm á þriðjudag. Getty/Adam Reynolds Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Fyrirtæki sem tengd voru lyfjafyrirtækinu Teva, sem hefur aðsetur í Ísrael, voru sögð ábyrg fyrir faraldri dauðsfalla sem tengd voru lyfjaávísunum ópíóða af ríkinu. Neyðarástandið sem ópíóðar hafa valdið olli 48 þúsund dauðsföllum vegna inntöku of hárra skammta í Bandaríkjunum árið 2017. Saksóknarar í Oklahoma hafa ásakað lyfjarisana um að hafa notað rangar upplýsingar í markaðssetningu lyfsins sem olli þúsunda ofskammta og dauðsfalla. Með því að greiða sáttagjaldið sem Oklahoma fylki krafði amerísku fyrirtækin sex, sem eru öll í eigu Teva, um kemur fyrirtækið í veg fyrir að þurfa að mæta fyrir dóm á þriðjudag, þegar einkadómsmálið (e. Civil suit) átti að byrja. Margir einstaklingar sem hafa misst nákomna vegna faraldsins höfðu beðið í ofvæni eftir því að málið yrði tekið fyrir. Í tilkynningu sagði fyrirtækið: „Sáttagreiðslan sannar ekki að fyrirtækið hafi gert nokkuð rangt; Teva hefur ekki ýtt undir misnotkun ópíóða í Oklahoma á neinn hátt.“ OxyContin, sem er með þekktari ópíóðalyfjum.getty/Darren McCollesterAllir í Oklahoma hafa fundið fyrir neikvæðum áhrifum ópíóða Teva er aðeins annað stórfyrirtækið til að borga sáttagjöld í málinu. Hið fyrsta, Purdue Pharma, sem framleiðir verkjalyfið OxyContin, greiddi Oklahoma tæpa 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Samkvæmt Mike Hunter, ríkissaksóknara, gæti tekið allt að tvær vikur að semja skilyrðin sem fylgja munu sáttagerð Teva, en fjármagninu mun vera varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Johnson & Johnson er eina fyrirtækið sem hefur ekki tilkynnt sáttagerð í málinu og mun því mæta fyrir dómstól á þriðjudag. Hunter sagði að tilkynningin um sáttagerðina sé „vitnisburður um hinar óteljanlegu klukkustundir sem lögmannateymi ríkisins hefur varið í að undirbúa réttarhöldin.“ Hann hrósaði lögmannateyminu fyrir „staðfestu sína til að gera sakborningana ábyrga fyrir skaðanum sem ofskammtar ópíóða og fíkn á þeim hafa leitt af sér.“ „Nánast allir íbúar Oklahoma hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum þessa dauðafaralds og við hlökkum til þriðjudagsins, þar sem við munum sanna fyrir rétti að Johnson & Johnson ber ábyrgð á honum,“ bætti Hunter við. Oklahoma heldur því fram að lyfjarisarnir hafi valdið skaða sem gæti kostað allt að 2.170 milljarða íslenskra króna að laga. Bandaríkin Fíkn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Fyrirtæki sem tengd voru lyfjafyrirtækinu Teva, sem hefur aðsetur í Ísrael, voru sögð ábyrg fyrir faraldri dauðsfalla sem tengd voru lyfjaávísunum ópíóða af ríkinu. Neyðarástandið sem ópíóðar hafa valdið olli 48 þúsund dauðsföllum vegna inntöku of hárra skammta í Bandaríkjunum árið 2017. Saksóknarar í Oklahoma hafa ásakað lyfjarisana um að hafa notað rangar upplýsingar í markaðssetningu lyfsins sem olli þúsunda ofskammta og dauðsfalla. Með því að greiða sáttagjaldið sem Oklahoma fylki krafði amerísku fyrirtækin sex, sem eru öll í eigu Teva, um kemur fyrirtækið í veg fyrir að þurfa að mæta fyrir dóm á þriðjudag, þegar einkadómsmálið (e. Civil suit) átti að byrja. Margir einstaklingar sem hafa misst nákomna vegna faraldsins höfðu beðið í ofvæni eftir því að málið yrði tekið fyrir. Í tilkynningu sagði fyrirtækið: „Sáttagreiðslan sannar ekki að fyrirtækið hafi gert nokkuð rangt; Teva hefur ekki ýtt undir misnotkun ópíóða í Oklahoma á neinn hátt.“ OxyContin, sem er með þekktari ópíóðalyfjum.getty/Darren McCollesterAllir í Oklahoma hafa fundið fyrir neikvæðum áhrifum ópíóða Teva er aðeins annað stórfyrirtækið til að borga sáttagjöld í málinu. Hið fyrsta, Purdue Pharma, sem framleiðir verkjalyfið OxyContin, greiddi Oklahoma tæpa 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Samkvæmt Mike Hunter, ríkissaksóknara, gæti tekið allt að tvær vikur að semja skilyrðin sem fylgja munu sáttagerð Teva, en fjármagninu mun vera varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Johnson & Johnson er eina fyrirtækið sem hefur ekki tilkynnt sáttagerð í málinu og mun því mæta fyrir dómstól á þriðjudag. Hunter sagði að tilkynningin um sáttagerðina sé „vitnisburður um hinar óteljanlegu klukkustundir sem lögmannateymi ríkisins hefur varið í að undirbúa réttarhöldin.“ Hann hrósaði lögmannateyminu fyrir „staðfestu sína til að gera sakborningana ábyrga fyrir skaðanum sem ofskammtar ópíóða og fíkn á þeim hafa leitt af sér.“ „Nánast allir íbúar Oklahoma hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum þessa dauðafaralds og við hlökkum til þriðjudagsins, þar sem við munum sanna fyrir rétti að Johnson & Johnson ber ábyrgð á honum,“ bætti Hunter við. Oklahoma heldur því fram að lyfjarisarnir hafi valdið skaða sem gæti kostað allt að 2.170 milljarða íslenskra króna að laga.
Bandaríkin Fíkn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent