Dan Gilbert, eigandi NBA-liðsins Cleveland Cavaliers, lagðist inn á spítala í gær en óttast er að hann hafi fengið hjartaáfall.
Gilbert þekkti einkennin og lét koma sér á sjúkrahús sem allra fyrst þar sem hann er nú í meðhöndlun. Hann er sagður vera á fínum batavegi.
Gilbert er 57 ára gamall og hefur verið eigandi Cavaliers síðan árið 2005.
Með hann sem eiganda hefur félagið gengið vel og fimm sinnum komist í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Liðið varð svo meistari árið 2016.
Eigandi Cavaliers fékk líklega hjartaáfall
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
