Dúxinn á Ísafirði kom öllum á óvart með að bresta í söng Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2019 11:21 Pétur Ernir með stoltum foreldrum sínum. Hildur Elísabet Pétursdóttir og Svavar Þór Guðmundsson vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sonurinn ekki bara dúxaði heldur brast í söng við útskriftina. Pétur Ernir Svavarsson kom fjölskyldu sinni og öðrum algerlega í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskrift Menntaskólans á Ísafirði. Pétur var dúx við skólann, útskrifaðist með 9,69 sem er jafnframt hæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið út við skólann. Kom flatt uppá fjölskylduna „Ég hélt þessu leyndu alla vikuna fyrir útskrift. Foreldrar mínir höfðu ekki hugmynd um að ég væri að dúxa. Ég meira að segja laug blákalt að þeim þegar þau spurðu hver væri dúx. Þannig að þetta kom alveg flatt uppá þau. Þegar ég stóð þarna í pontunni og svo brast í söng.“ Pétur Ernir er Ísfirðingur, fæddur og uppalinn. Og ávarp hans við útskriftarathöfnina var óvenjulegt. Hann brast í söng í miðju ávarpi, söng Abbalagið When I kissed the teacher og dreif alla út á gólf. Mikið fjör í kirkjunni hvar athöfnin fór fram Heldur betur hressandi að sögn Ólínu Þorvarðardóttur sem var 40 ára stúdent frá Menntaskólanum en hún var um tíma skólameistari og flutti ávarp við þetta tækifæri. „Þar vorum við 40 ára stúdentar frá skólanum einnig mætt til að minnast okkar tímamóta. Tímarnir breytast, mennirnir og siðirnir með,“ segir Ólína og birtir myndband af atriði Péturs Ernis á Facebooksíðu sinni sem sjá má hér neðar. Og ekki skortir fjörið í kirkjunni hvar útskriftarathöfnin fór fram. Pétur Ernir segir það reyndar svo að hugmyndin sé nú ekki frá sér komið. Hann og vinur hans voru að horfa á myndina Mamma Mia here we go again. Og þar er að finna hliðstætt atriði. „Okkur fannst þetta svo geggjuð hugmynd að við ákváðum að leika það eftir.“ Pétur Ernir útskrifaðist á náttúruvísindabraut og hann segist ekki vita hvað taki við. Draumur hans er að ferðast í haust, eins og svo margir gera og skoða heiminn. „Svo er stefnan að fara suður eftir áramót, finna mér einhvern góðan söngkennara og feta mig áfram fyrir sunnan.“ Veit ekki hvað tekur við Ekkert er hins vegar fyrirliggjandi um framhaldsnám. Pétur Ernir segir að hann eigi eftir að finna út úr því hvar áhugi hans liggur. En, fer ekki hrollur um þá sem standa þér nærri ef þú dúxinn sjálfur ætlar að hverfa á vit söngsins, hvar margur býr við sult og seyru? „Kannski meðal kennara einhverra en það sem ég hef lært og heyrt er að maður á að nýta það sem manni hefur verið gefið og ég hyggst gera það; hvað svo sem framtíðin býður uppá. Maður veit aldrei hvert þetta leiðir.“ Pétur Ernir hefur lært á píanó í 12 til 13 ár, hann segist hafa verið einstaklega heppinn með kennara. Og svo söng í fjögur ár hjá Sigrúnu Pálmadóttur, sem söng í óperuhúsinu í Bonn og víðar. „Alveg rosalega heppinn að hafa hana hérna. Hún hefur gefið mér virkilega mikið.“ Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Tímamót Tónlist Dúxar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Pétur Ernir Svavarsson kom fjölskyldu sinni og öðrum algerlega í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskrift Menntaskólans á Ísafirði. Pétur var dúx við skólann, útskrifaðist með 9,69 sem er jafnframt hæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið út við skólann. Kom flatt uppá fjölskylduna „Ég hélt þessu leyndu alla vikuna fyrir útskrift. Foreldrar mínir höfðu ekki hugmynd um að ég væri að dúxa. Ég meira að segja laug blákalt að þeim þegar þau spurðu hver væri dúx. Þannig að þetta kom alveg flatt uppá þau. Þegar ég stóð þarna í pontunni og svo brast í söng.“ Pétur Ernir er Ísfirðingur, fæddur og uppalinn. Og ávarp hans við útskriftarathöfnina var óvenjulegt. Hann brast í söng í miðju ávarpi, söng Abbalagið When I kissed the teacher og dreif alla út á gólf. Mikið fjör í kirkjunni hvar athöfnin fór fram Heldur betur hressandi að sögn Ólínu Þorvarðardóttur sem var 40 ára stúdent frá Menntaskólanum en hún var um tíma skólameistari og flutti ávarp við þetta tækifæri. „Þar vorum við 40 ára stúdentar frá skólanum einnig mætt til að minnast okkar tímamóta. Tímarnir breytast, mennirnir og siðirnir með,“ segir Ólína og birtir myndband af atriði Péturs Ernis á Facebooksíðu sinni sem sjá má hér neðar. Og ekki skortir fjörið í kirkjunni hvar útskriftarathöfnin fór fram. Pétur Ernir segir það reyndar svo að hugmyndin sé nú ekki frá sér komið. Hann og vinur hans voru að horfa á myndina Mamma Mia here we go again. Og þar er að finna hliðstætt atriði. „Okkur fannst þetta svo geggjuð hugmynd að við ákváðum að leika það eftir.“ Pétur Ernir útskrifaðist á náttúruvísindabraut og hann segist ekki vita hvað taki við. Draumur hans er að ferðast í haust, eins og svo margir gera og skoða heiminn. „Svo er stefnan að fara suður eftir áramót, finna mér einhvern góðan söngkennara og feta mig áfram fyrir sunnan.“ Veit ekki hvað tekur við Ekkert er hins vegar fyrirliggjandi um framhaldsnám. Pétur Ernir segir að hann eigi eftir að finna út úr því hvar áhugi hans liggur. En, fer ekki hrollur um þá sem standa þér nærri ef þú dúxinn sjálfur ætlar að hverfa á vit söngsins, hvar margur býr við sult og seyru? „Kannski meðal kennara einhverra en það sem ég hef lært og heyrt er að maður á að nýta það sem manni hefur verið gefið og ég hyggst gera það; hvað svo sem framtíðin býður uppá. Maður veit aldrei hvert þetta leiðir.“ Pétur Ernir hefur lært á píanó í 12 til 13 ár, hann segist hafa verið einstaklega heppinn með kennara. Og svo söng í fjögur ár hjá Sigrúnu Pálmadóttur, sem söng í óperuhúsinu í Bonn og víðar. „Alveg rosalega heppinn að hafa hana hérna. Hún hefur gefið mér virkilega mikið.“
Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Tímamót Tónlist Dúxar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira