Íslenskur fjársvikari og flugstjóri finnst ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2019 12:30 Erfingjar hins látna gera tilraun til að ná til baka milljónunum 42 ásamt vöxtum. Fréttablaðið/Valli Erfingjar eldri manns sem lést í febrúar 2017 hafa stefnt 57 ára flugstjóra sem fékk tólf mánaða dóm fyrir að svíkja 42 milljónir út úr gamla manninum. Sá glímdi við Alzheimer. Fjársvikarinn dæmdi og flugstjórinn virðist búsettur í Þýskalandi samkvæmt upplýsingum erfingjanna en ekki hefur tekist að hafa uppi á heimilisfangi hans þrátt fyrir miklar tilraunir. Fyrir vikið er stefnan á hendur honum birt í Lögbirtingablaðinu en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. júní. Flugstjórinn var í sveit hjá gamla manninum þegar hann var ungur en milljónirnar 42 voru millifærðar af reikningum hans í þremur millifærslum. Um var að ræða bróðurpartinn af eignum mannsins. Hann var vistmaður á hjúkrunarheimili á þeim tíma sem millifærslurnar áttu sér stað. Málið komst upp þegar í ljós kom að maðurinn hafði ekki efni á tíma hjá tannlækni. Framburður flugstjórans fyrir dómi var eilítið á skjön við framburð hans hjá lögreglu. Hjá lögreglu sagði hann að féð væri gjöf frá brotaþola, sem hinn aldni maður bauð að fyrra bragði, en fyrir dómi var það lán vegna fjárhagsvandræða ákærða. Einnig hafi hann sagt hjá lögreglu að upphæð fyrstu millifærslunnar, 25 milljónir, hefði komið frá honum sjálfum en fyrir dómi þá höfðu þeir ákveðið fjárhæðina í sameiningu.Hæstiréttur þyngdi dóminn yfir fjársvikaranum.Vísir/VilhelmSkellti sér til Flórída Héraðsdómur og svo Hæstiréttur sakfelldu manninn fyrir fjársvik. Auk tólf mánaða dóms, sem var að mestu skilorðsbundinn, var hann dæmdur til að endurgreiða milljónirnar 42 með vöxtum. Bauðst flugstjórinn, áður en málið færi fyrir dóm, til að greiða upphæðina til baka samkvæmt greiðsluplani gegn því að fallið yrði frá málinu. Planið hljóðaði upp á innborgun upp á tvær milljónir króna og svo 500 þúsund krónur mánaðarlega yfir sjö ára tímabil. Dánarbú hins látna hafnaði boðinu og sagði enga tryggingu fyrir greiðslunni auk þess sem flugstjóranum væri ekki treystandi. Það var svo í mars 2017 sem maðurinn var tekinn til gjaldþrotaskipta. Skiptastjóri búsins tók skýrslu af stefnda 24. júlí sama ár. Sagðist hann ekki eiga neinar eignir heldur hafa selt þær allar, farið til Flórida og „haft það gott þar.“ Skiptastjóri tilkynnti um lok skipta á búi stefnda hefðu farið fram 10. júlí 2017 með tilkynningu í Lögbirtingablaði sem birtist 18. janúar 2018. Kom þar fram að engar eignir hefðu fundist í búinu.Stefndi er skráður flugstjóri hjá Air Atlanta.Með skráð lögheimili í Þýskalandi Lögheimili mannsins er skráð í Þýskalandi hjá Þjóðskrá. Þrátt fyrir ítrekaða leit hefur ekki tekist að finna hann þar segir í stefnunni. Engin þjóðskrá mun vera haldin í Þýskalandi samkvæmt upplýsingum frá íslenska sendiráðinu í Berlín, utanríkisráðuneytinu og Þýska sendiráðinu í Reykjavík. Þá getur Þýsk-Íslenska verslunarráðið ekki aðstoðað við leit sem þessa. Sama máli gegnir um TCM Innheimtuþjónustu, sem m. a. sérhæfir sig í innheimtu krafna erlendis í tengslum við alþjóðlegt móðurfyrirtæki sitt. Þá hafa ekki fengist svör frá flugfélaginu Atlanta um heimilisfang stefnda. Svör frá þýskri lögmannsskrifstofu hafa enn ekki borist. Í stefnunni segir að flugstjórinn starfi hjá Flugfélaginu Atlanta sem flugstjóri með langan starfsaldur og virðast laun flugmanna félagsins vera með þeim hærri sem þekkist hér á landi. Samkvæmt tekjublöðum Frjálsar verslunar vegna ársins 2017 og 2018 komi einnig fram ábendingar um verulega há launakjör flugstjóra og flugmanna hjá Air Atlanta. Eftirgrennslan Vísis bendir til þess að flugstjórinn sé ekki virkur á samfélagsmiðlum og þá hefur símanúmeri hans á Íslandi verið lokað.Reyna á firningartíma gjaldþrota Erfingjar mannsins eru þrír en um er að ræða vinafólk hins látna sem var barnlaus. Fólk sem hinn látni leit svo á að hefði stutt sig vel í gegnum tíðina og aðstoðað sig við ýmislegt á eldri árum. Fróðlegt verður að sjá hvernig málinu vindur fram. Samkvæmt breytingum gjaldþrotalögum sem tóku gildi tveimur árum eftir hrun rennur firningarfrestur á hendur gjaldþrota einstaklingi út á tveimur árum. Sá tími er liðinn í tilfelli flugstjórans. Þau lög voru sett meðal annars til að auðvelda fólki að koma sér aftur af stað eftir fall bankanna haustið 2008 með tilheyrandi greiðsluvandamálum fyrir fjölda fólks. Stefnendur leitast þó við að sýna fram á að maðurinn skuldi kröfuna áfram og um hann eigi að gilda tíu ára firningarfrestur. Til þess þarf þó að sanna að flugstjórinn sé sannarlega borgunarmaður fyrir kröfunni á tíu ára firningartíma. Sé miðað við laun flugmanns hjá Atlanta eigi hann sannarlega að vera borgunarmaður fyrir þeim auk þess sem ítrekað hafi komið fram við meðferð málsins fyrir dómi á sínum tíma að hann ætlaði að endurgreiða peningana. Dómsmál Tengdar fréttir Níu mánaða fangelsi fyrir að hafa 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Fullnusta sex mánaða refsingarinnar fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. 13. júlí 2016 11:57 Ákærður fyrir að hafa 42 milljónir af níræðum Alzheimer-sjúklingi Rúmlega fimmtugur karlmaður á að hafa nýtt sér veikindi mannsins og platað hann til að leggja inn á sig milljónirnar. 1. mars 2016 13:42 Dómur þyngdur yfir manni sem hafði 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Hæstiréttur þyngdi í dag dóminn í 12 mánaða fangelsisvist en fullnustu níu mánaða hennar skuli frestað skilorðsbundið í þrjú ár. 5. október 2017 18:00 Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. 42 milljónir króna voru horfnar. 1. mars 2016 16:33 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Erfingjar eldri manns sem lést í febrúar 2017 hafa stefnt 57 ára flugstjóra sem fékk tólf mánaða dóm fyrir að svíkja 42 milljónir út úr gamla manninum. Sá glímdi við Alzheimer. Fjársvikarinn dæmdi og flugstjórinn virðist búsettur í Þýskalandi samkvæmt upplýsingum erfingjanna en ekki hefur tekist að hafa uppi á heimilisfangi hans þrátt fyrir miklar tilraunir. Fyrir vikið er stefnan á hendur honum birt í Lögbirtingablaðinu en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. júní. Flugstjórinn var í sveit hjá gamla manninum þegar hann var ungur en milljónirnar 42 voru millifærðar af reikningum hans í þremur millifærslum. Um var að ræða bróðurpartinn af eignum mannsins. Hann var vistmaður á hjúkrunarheimili á þeim tíma sem millifærslurnar áttu sér stað. Málið komst upp þegar í ljós kom að maðurinn hafði ekki efni á tíma hjá tannlækni. Framburður flugstjórans fyrir dómi var eilítið á skjön við framburð hans hjá lögreglu. Hjá lögreglu sagði hann að féð væri gjöf frá brotaþola, sem hinn aldni maður bauð að fyrra bragði, en fyrir dómi var það lán vegna fjárhagsvandræða ákærða. Einnig hafi hann sagt hjá lögreglu að upphæð fyrstu millifærslunnar, 25 milljónir, hefði komið frá honum sjálfum en fyrir dómi þá höfðu þeir ákveðið fjárhæðina í sameiningu.Hæstiréttur þyngdi dóminn yfir fjársvikaranum.Vísir/VilhelmSkellti sér til Flórída Héraðsdómur og svo Hæstiréttur sakfelldu manninn fyrir fjársvik. Auk tólf mánaða dóms, sem var að mestu skilorðsbundinn, var hann dæmdur til að endurgreiða milljónirnar 42 með vöxtum. Bauðst flugstjórinn, áður en málið færi fyrir dóm, til að greiða upphæðina til baka samkvæmt greiðsluplani gegn því að fallið yrði frá málinu. Planið hljóðaði upp á innborgun upp á tvær milljónir króna og svo 500 þúsund krónur mánaðarlega yfir sjö ára tímabil. Dánarbú hins látna hafnaði boðinu og sagði enga tryggingu fyrir greiðslunni auk þess sem flugstjóranum væri ekki treystandi. Það var svo í mars 2017 sem maðurinn var tekinn til gjaldþrotaskipta. Skiptastjóri búsins tók skýrslu af stefnda 24. júlí sama ár. Sagðist hann ekki eiga neinar eignir heldur hafa selt þær allar, farið til Flórida og „haft það gott þar.“ Skiptastjóri tilkynnti um lok skipta á búi stefnda hefðu farið fram 10. júlí 2017 með tilkynningu í Lögbirtingablaði sem birtist 18. janúar 2018. Kom þar fram að engar eignir hefðu fundist í búinu.Stefndi er skráður flugstjóri hjá Air Atlanta.Með skráð lögheimili í Þýskalandi Lögheimili mannsins er skráð í Þýskalandi hjá Þjóðskrá. Þrátt fyrir ítrekaða leit hefur ekki tekist að finna hann þar segir í stefnunni. Engin þjóðskrá mun vera haldin í Þýskalandi samkvæmt upplýsingum frá íslenska sendiráðinu í Berlín, utanríkisráðuneytinu og Þýska sendiráðinu í Reykjavík. Þá getur Þýsk-Íslenska verslunarráðið ekki aðstoðað við leit sem þessa. Sama máli gegnir um TCM Innheimtuþjónustu, sem m. a. sérhæfir sig í innheimtu krafna erlendis í tengslum við alþjóðlegt móðurfyrirtæki sitt. Þá hafa ekki fengist svör frá flugfélaginu Atlanta um heimilisfang stefnda. Svör frá þýskri lögmannsskrifstofu hafa enn ekki borist. Í stefnunni segir að flugstjórinn starfi hjá Flugfélaginu Atlanta sem flugstjóri með langan starfsaldur og virðast laun flugmanna félagsins vera með þeim hærri sem þekkist hér á landi. Samkvæmt tekjublöðum Frjálsar verslunar vegna ársins 2017 og 2018 komi einnig fram ábendingar um verulega há launakjör flugstjóra og flugmanna hjá Air Atlanta. Eftirgrennslan Vísis bendir til þess að flugstjórinn sé ekki virkur á samfélagsmiðlum og þá hefur símanúmeri hans á Íslandi verið lokað.Reyna á firningartíma gjaldþrota Erfingjar mannsins eru þrír en um er að ræða vinafólk hins látna sem var barnlaus. Fólk sem hinn látni leit svo á að hefði stutt sig vel í gegnum tíðina og aðstoðað sig við ýmislegt á eldri árum. Fróðlegt verður að sjá hvernig málinu vindur fram. Samkvæmt breytingum gjaldþrotalögum sem tóku gildi tveimur árum eftir hrun rennur firningarfrestur á hendur gjaldþrota einstaklingi út á tveimur árum. Sá tími er liðinn í tilfelli flugstjórans. Þau lög voru sett meðal annars til að auðvelda fólki að koma sér aftur af stað eftir fall bankanna haustið 2008 með tilheyrandi greiðsluvandamálum fyrir fjölda fólks. Stefnendur leitast þó við að sýna fram á að maðurinn skuldi kröfuna áfram og um hann eigi að gilda tíu ára firningarfrestur. Til þess þarf þó að sanna að flugstjórinn sé sannarlega borgunarmaður fyrir kröfunni á tíu ára firningartíma. Sé miðað við laun flugmanns hjá Atlanta eigi hann sannarlega að vera borgunarmaður fyrir þeim auk þess sem ítrekað hafi komið fram við meðferð málsins fyrir dómi á sínum tíma að hann ætlaði að endurgreiða peningana.
Dómsmál Tengdar fréttir Níu mánaða fangelsi fyrir að hafa 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Fullnusta sex mánaða refsingarinnar fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. 13. júlí 2016 11:57 Ákærður fyrir að hafa 42 milljónir af níræðum Alzheimer-sjúklingi Rúmlega fimmtugur karlmaður á að hafa nýtt sér veikindi mannsins og platað hann til að leggja inn á sig milljónirnar. 1. mars 2016 13:42 Dómur þyngdur yfir manni sem hafði 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Hæstiréttur þyngdi í dag dóminn í 12 mánaða fangelsisvist en fullnustu níu mánaða hennar skuli frestað skilorðsbundið í þrjú ár. 5. október 2017 18:00 Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. 42 milljónir króna voru horfnar. 1. mars 2016 16:33 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Níu mánaða fangelsi fyrir að hafa 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Fullnusta sex mánaða refsingarinnar fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. 13. júlí 2016 11:57
Ákærður fyrir að hafa 42 milljónir af níræðum Alzheimer-sjúklingi Rúmlega fimmtugur karlmaður á að hafa nýtt sér veikindi mannsins og platað hann til að leggja inn á sig milljónirnar. 1. mars 2016 13:42
Dómur þyngdur yfir manni sem hafði 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Hæstiréttur þyngdi í dag dóminn í 12 mánaða fangelsisvist en fullnustu níu mánaða hennar skuli frestað skilorðsbundið í þrjú ár. 5. október 2017 18:00
Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. 42 milljónir króna voru horfnar. 1. mars 2016 16:33