Innlent

Öldungur á níræðisaldri lendir í Reykjavík í kvöld

Kristján Már Unnarsson skrifar
Þristurinn Miss Montana sveif inn til  lendingar um sexleytið í gærkvöldi.
Þristurinn Miss Montana sveif inn til lendingar um sexleytið í gærkvöldi. Vísir/KMU.
Tvær flugvélar af gerðinni Douglas Dakota eru núna væntanlegar til Íslands frá Grænlandi. Sú fyrri áætlar lendingu á Reykjavíkurflugvelli klukkan 21.07 en sú síðari klukkan 22.27, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO. 

Uppfært klukkan 22:40. Áhöfn síðari vélarinnar frestaði brottför frá Narsarsuaq þegar séð var að hún næði ekki til Reykjavíkur fyrir lokun flugvallarins í kvöld. Núna er stefnt að flugtaki snemma í fyrramálið og lendingu í Reykjavík í kringum tvöleytið á morgun.

Önnur vélin var smíðuð árið 1937 og er ein elsta DC 3- vél heimsins sem enn er fljúgandi. Hún var smíðuð fyrir Eastern Airlines og var númer 119 í smíðaröðinni, af alls um 13.000 vélum, sem smíðaðar voru af gerðinni DC 3 og C 47. Hin vélin er einnig fjörgömul, smíðuð fyrir bandaríska herinn árið 1941.

Miss Montana að lenda í gær, með frumskóg byggingarkrana í bakgrunni.Vísir/KMU.
Þristurinn Miss Montana lenti í Reykjavík undir kvöld í gær. Sú vél flaug áfram til Bretlands í morgun. 

Flugvélarnar í kvöld eru númer 13 og 14 í röðinni og þær síðustu af þristahópnum sem flýgur um Ísland frá Bandaríkjunum til þátttöku í minningarathöfnum vegna D-dagsins í Normandí fyrir 75 árum. Þær eru svo aftur væntanlegar til Íslands síðar í sumar þegar þær fljúga til baka vestur um haf.


Tengdar fréttir

Páll komst loksins á stefnumót í kvöld

Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum.

Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur

Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×