Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2019 07:56 Bryndís Haraldsdóttir, einn varaforseta Alþingis, frestaði umræðunni um þriðja orkupakkann rétt fyrir klukkan sex í morgun. Vísir/Vilhelm Þingmenn Miðflokksins héldu málþófi sínu um þriðja orkupakkann áfram til að verða klukkan sex í morgun. Sem fyrr tóku nær aðeins þeir til máls frá því að umræðan hófst skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær. Forseti Alþingis sagðist fresta umræðunni „með sorg í hjarta“. Umræða um þriðja orkupakkann hófst klukkan 15:50 í gær. Fyrir utan fjörutíu mínútuna hlé sem gert var frá 19:05 til 19:45 hélt hún áfram til klukkan 5:50 í morgun. Sem fyrr skiptust þingmenn Miðflokksins á að koma í pontu og svara ræðum hvors annars. Eftir ræðu Bergþórs Ólasonar þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í sex í morgun sagðist sagðist Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti þingsins, ætla sér að fresta umræðunni ef aðrir þingmenn Miðflokksins ætluðu sér ekki að svara Bergþóri. „Ef svo er ekki þá verður forseti nú með sorg í hjarta að fresta umræðu um annað dagskrármálið af dagskrá þessa þingfundar,“ sagði Bryndís. Miðflokkurinn hefur nú einn haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkanna í rúmar níutíu klukkustundir. Umræðan í heild hefur staðið yfir í vel yfir hundrað klukkustundir. Þingfundi sem hófst klukkan 15:30 á föstudag var þannig ekki slitið fyrr en að verða hálf ellefu á laugardagsmorgun. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins héldu málþófi sínu um þriðja orkupakkann áfram til að verða klukkan sex í morgun. Sem fyrr tóku nær aðeins þeir til máls frá því að umræðan hófst skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær. Forseti Alþingis sagðist fresta umræðunni „með sorg í hjarta“. Umræða um þriðja orkupakkann hófst klukkan 15:50 í gær. Fyrir utan fjörutíu mínútuna hlé sem gert var frá 19:05 til 19:45 hélt hún áfram til klukkan 5:50 í morgun. Sem fyrr skiptust þingmenn Miðflokksins á að koma í pontu og svara ræðum hvors annars. Eftir ræðu Bergþórs Ólasonar þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í sex í morgun sagðist sagðist Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti þingsins, ætla sér að fresta umræðunni ef aðrir þingmenn Miðflokksins ætluðu sér ekki að svara Bergþóri. „Ef svo er ekki þá verður forseti nú með sorg í hjarta að fresta umræðu um annað dagskrármálið af dagskrá þessa þingfundar,“ sagði Bryndís. Miðflokkurinn hefur nú einn haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkanna í rúmar níutíu klukkustundir. Umræðan í heild hefur staðið yfir í vel yfir hundrað klukkustundir. Þingfundi sem hófst klukkan 15:30 á föstudag var þannig ekki slitið fyrr en að verða hálf ellefu á laugardagsmorgun.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07
Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17
Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15