Samstarfsvettvangi um loftslagsmál komið á fót Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2019 11:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir horfðu á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra skrifa undir. Vísir/Vilhelm Samkomulag um samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir var undirritað í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Markmið vettvangsins er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði. Enn fremur að stjórnvöld og atvinnulíf vinni í sameiningu að metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda, þar með talið kolefnishlutleysi árið 2040 að því er segir á vef Stjórnarráðsins.Skrifað var undir samkomulagið í dag.Vísir/VilhelmMarkmið vettvangsins er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði. Enn fremur að stjórnvöld og atvinnulíf vinni í sameiningu að metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda, þar með talið kolefnishlutleysi árið 2040. Helstu verkefni vettvangsins verða:Kynning á fjölbreyttu framlagi Íslands til loftslagsmála til þessa sem og markmið og stefnu til framtíðar.Að tryggja virkt samstarf stjórnvalda og atvinnulífs um aðgerðir í loftslagsmálum, þar með talið um kolefnishlutleysi árið 2040.Stuðningur við markaðs- og viðskiptaþróunarstarf fyrirtækja tengt loftslagsmálum. Íslenskum lausnum varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orku verður meðal annars miðlað og unnið að auknum útflutningi vöru, hugvits og lausna sem byggja á íslenskri orkuþekkingu og grænum lausnum.Ráðherrarnir Þórdís Kolbrún og Guðmunur fylgdust með forstjóra Landsvirkjunar.Fyrirtækjum, samtökum og stofnunum sem láta sig þessi mál varða er velkomið að gerast aðilar að samstarfsvettvangnum í framhaldinu. „Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsvánni en ljóst er að samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri baráttu. Það er von mín að sá áfangi sem við náum í dag með stofnun samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir muni skila miklum árangri. Það er ánægjulegt að skynja mikinn vilja íslensks atvinnulífs til að gera betur, nú þarf að virkja kraftinn til góðra verka á þessu sviði,“ er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Samkomulag um samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir var undirritað í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Markmið vettvangsins er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði. Enn fremur að stjórnvöld og atvinnulíf vinni í sameiningu að metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda, þar með talið kolefnishlutleysi árið 2040 að því er segir á vef Stjórnarráðsins.Skrifað var undir samkomulagið í dag.Vísir/VilhelmMarkmið vettvangsins er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði. Enn fremur að stjórnvöld og atvinnulíf vinni í sameiningu að metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda, þar með talið kolefnishlutleysi árið 2040. Helstu verkefni vettvangsins verða:Kynning á fjölbreyttu framlagi Íslands til loftslagsmála til þessa sem og markmið og stefnu til framtíðar.Að tryggja virkt samstarf stjórnvalda og atvinnulífs um aðgerðir í loftslagsmálum, þar með talið um kolefnishlutleysi árið 2040.Stuðningur við markaðs- og viðskiptaþróunarstarf fyrirtækja tengt loftslagsmálum. Íslenskum lausnum varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orku verður meðal annars miðlað og unnið að auknum útflutningi vöru, hugvits og lausna sem byggja á íslenskri orkuþekkingu og grænum lausnum.Ráðherrarnir Þórdís Kolbrún og Guðmunur fylgdust með forstjóra Landsvirkjunar.Fyrirtækjum, samtökum og stofnunum sem láta sig þessi mál varða er velkomið að gerast aðilar að samstarfsvettvangnum í framhaldinu. „Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsvánni en ljóst er að samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri baráttu. Það er von mín að sá áfangi sem við náum í dag með stofnun samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir muni skila miklum árangri. Það er ánægjulegt að skynja mikinn vilja íslensks atvinnulífs til að gera betur, nú þarf að virkja kraftinn til góðra verka á þessu sviði,“ er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira