Forseti Alþingis segir að þingmenn Miðflokksins hafi tekið þingræðið úr sambandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. maí 2019 17:15 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Vísir/ÞÞ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málþóf þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann hafi í reynd tekið þingræðið úr sambandi því þingið geti ekki látið vilja sinn í ljós með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt starfsáætlun átti þingstörfum að ljúka um miðja næstu viku. Forsætisnefnd Alþingis ákvað hins vegar á fundi sínum í gær að víkja starfsáætlun til hliðar. Verða þingfundir nú boðaðir jafnóðum og munu þingstörfin því dragast inn í sumarið. Forseti Alþingis upplýsti við upphaf þingfundar í dag að síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í hundrað klukkutíma. Af því hefðu þingmenn Miðflokksins talað í meira en níutíu klukkutíma. Þingfundurinn í dag er sá áttundi sem er helgaður síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og hafa eingöngu þingmenn Miðflokksins verið á mælendaskrá síðan umræðan hófst í dag. Í 71. gr. þingskaparlaga er heimild til að stöðva umræðu og þarf þá sérstaka atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði meirihluta ræður. Forseti Alþingis getur gert slíka tillögu og þá geta níu þingmenn einnig krafist þess. Þessu ákvæði og forverum þess hefur hins vegar ekki verið beitt í hálfa öld. „Menn hafa verið mjög tregir til þess að fara út í það að virkja þetta ákvæði og gefa það fordæmi. Þess vegna er verið að skora á menn að leysa þetta sjálfir með því að láta af ræðuhöldunum og það hef ég gert undanfarna daga enn sem komið er án nokkurs árangurs,“ segir Steingrímur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Steingrímur segir að þegar níutíu klukkustundir hafa ekki dugað einum þingflokki til að koma afstöðu sinni á framfæri þá sé eitthvað óvenjulegt á ferðinni. Ástandið á Alþingi sé dapurlegt og afbrigðilegur svipur á þingstörfunum um þessar mundir. Sjá má viðtal við Steingrím í myndskeiði hér fyrir neðan. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málþóf þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann hafi í reynd tekið þingræðið úr sambandi því þingið geti ekki látið vilja sinn í ljós með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt starfsáætlun átti þingstörfum að ljúka um miðja næstu viku. Forsætisnefnd Alþingis ákvað hins vegar á fundi sínum í gær að víkja starfsáætlun til hliðar. Verða þingfundir nú boðaðir jafnóðum og munu þingstörfin því dragast inn í sumarið. Forseti Alþingis upplýsti við upphaf þingfundar í dag að síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í hundrað klukkutíma. Af því hefðu þingmenn Miðflokksins talað í meira en níutíu klukkutíma. Þingfundurinn í dag er sá áttundi sem er helgaður síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og hafa eingöngu þingmenn Miðflokksins verið á mælendaskrá síðan umræðan hófst í dag. Í 71. gr. þingskaparlaga er heimild til að stöðva umræðu og þarf þá sérstaka atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði meirihluta ræður. Forseti Alþingis getur gert slíka tillögu og þá geta níu þingmenn einnig krafist þess. Þessu ákvæði og forverum þess hefur hins vegar ekki verið beitt í hálfa öld. „Menn hafa verið mjög tregir til þess að fara út í það að virkja þetta ákvæði og gefa það fordæmi. Þess vegna er verið að skora á menn að leysa þetta sjálfir með því að láta af ræðuhöldunum og það hef ég gert undanfarna daga enn sem komið er án nokkurs árangurs,“ segir Steingrímur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Steingrímur segir að þegar níutíu klukkustundir hafa ekki dugað einum þingflokki til að koma afstöðu sinni á framfæri þá sé eitthvað óvenjulegt á ferðinni. Ástandið á Alþingi sé dapurlegt og afbrigðilegur svipur á þingstörfunum um þessar mundir. Sjá má viðtal við Steingrím í myndskeiði hér fyrir neðan.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira