Beiti sér gegn loftslagsbreytingum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 29. maí 2019 05:00 "Ég veit ekki hvað við munum búa hér lengi, við bjuggum í tólf ár í Lúxemborg. Hver veit nema við verðum hér í fimm til tíu ár,“ segir Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin, sem fluttist til Íslands í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Það er aðkallandi að taka upp ábyrgar fjárfestingar í ljósi loftslagsbreytinga,“ segir Frakkinn Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin. Ekki sé hægt að takast á við umhverfisvandann án þess að fjárfestar leggi hönd á plóg. „Æðsta vísindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change), telur að við höfum tólf ár til þess að koma í veg fyrir þær náttúruhamfarir að hitinn aukist um 1,5 gráður á Celsius,“ segir hann. Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfinu, félagslegum þáttum og stjórnarháttum við fjárfestingarákvarðanir. Markmiðið er að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Félagsleg viðmið lúta að því hvernig komið er fram við starfsfólk, birgja, viðskiptavini og samfélagið. Stjórnarhættir snúa til dæmis að stjórnun fyrirtækja, launum stjórnenda, innra eftirliti, hagsmunaárekstrum, spillingu og réttindum hluthafa. „Sumir fjárfestar horfa einungis til fyrirtækja sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið í stað þess að sneiða einvörðungu fram hjá þeim sem framleiða eða selja skaðlegar vörur eins og tóbak,“ segir Chéron. Betri ávöxtun Hann segir að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli ábyrgra fjárfestinga og betri ávöxtunar að meðaltali en að aðferðafræðin dragi úr hættunni á skakkaföllum. Enn fremur geti fjárfestar kosið að fjárfesta í fyrirtæki sem hafi tiltekinn áhættuþátt en þá sé fjárfestirinn meðvitaður um það og geti gripið til aðgerða. Til dæmis fundið leiðir til að selja úrgang sem myndast við starfsemina til einhvers sem nýtir hann á uppbyggilegan máta. Fyrirtæki sem rekin séu eftir þessari aðferðafræði hugi að því að kynjahlutföll stjórnenda séu jöfn sem leiði til betri árangurs. Lífeyrissjóðir horfi ekki til þess að fjárfesta til þriggja ára heldur 20-30 ára og því sé æskilegt að þeir líti til áhættunnar sem skapist af loftslagsbreytingum. Þær leiða meðal annars til aukinnar hættu á flóðum. „Loftslagsbreytingar gætu leitt til þess að fjárfestar tapi háum fjárhæðum,“ segir hann. Chéron segir að frá fjármálahruni hafi fjárfestar og fjármálastofnanir verið undir auknum þrýstingi frá samfélaginu um að fjárfesta með skynsamlegum hætti. Það hafi meðal annars leitt til þess að ábyrgum fjárfestingum hafi vaxið fiskur um hrygg. „Orðsporið skiptir máli,“ segir hann. Að hans sögn hafi stefnusmiðir ýmissa landa auk þess krafið stofnanafjárfesta í auknum mæli um að greina frá áhrifum þeirra á umhverfið og samfélagið. Frakkland gerir þá kröfu til stofnanafjárfesta að greina frá í ársskýrslu með hvaða hætti tekið sé tillit til loftslagslagsbreytinga og félags- og umhverfisþátta og stjórnarhátta við fjárfestingar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Það er aðkallandi að taka upp ábyrgar fjárfestingar í ljósi loftslagsbreytinga,“ segir Frakkinn Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin. Ekki sé hægt að takast á við umhverfisvandann án þess að fjárfestar leggi hönd á plóg. „Æðsta vísindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change), telur að við höfum tólf ár til þess að koma í veg fyrir þær náttúruhamfarir að hitinn aukist um 1,5 gráður á Celsius,“ segir hann. Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfinu, félagslegum þáttum og stjórnarháttum við fjárfestingarákvarðanir. Markmiðið er að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Félagsleg viðmið lúta að því hvernig komið er fram við starfsfólk, birgja, viðskiptavini og samfélagið. Stjórnarhættir snúa til dæmis að stjórnun fyrirtækja, launum stjórnenda, innra eftirliti, hagsmunaárekstrum, spillingu og réttindum hluthafa. „Sumir fjárfestar horfa einungis til fyrirtækja sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið í stað þess að sneiða einvörðungu fram hjá þeim sem framleiða eða selja skaðlegar vörur eins og tóbak,“ segir Chéron. Betri ávöxtun Hann segir að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli ábyrgra fjárfestinga og betri ávöxtunar að meðaltali en að aðferðafræðin dragi úr hættunni á skakkaföllum. Enn fremur geti fjárfestar kosið að fjárfesta í fyrirtæki sem hafi tiltekinn áhættuþátt en þá sé fjárfestirinn meðvitaður um það og geti gripið til aðgerða. Til dæmis fundið leiðir til að selja úrgang sem myndast við starfsemina til einhvers sem nýtir hann á uppbyggilegan máta. Fyrirtæki sem rekin séu eftir þessari aðferðafræði hugi að því að kynjahlutföll stjórnenda séu jöfn sem leiði til betri árangurs. Lífeyrissjóðir horfi ekki til þess að fjárfesta til þriggja ára heldur 20-30 ára og því sé æskilegt að þeir líti til áhættunnar sem skapist af loftslagsbreytingum. Þær leiða meðal annars til aukinnar hættu á flóðum. „Loftslagsbreytingar gætu leitt til þess að fjárfestar tapi háum fjárhæðum,“ segir hann. Chéron segir að frá fjármálahruni hafi fjárfestar og fjármálastofnanir verið undir auknum þrýstingi frá samfélaginu um að fjárfesta með skynsamlegum hætti. Það hafi meðal annars leitt til þess að ábyrgum fjárfestingum hafi vaxið fiskur um hrygg. „Orðsporið skiptir máli,“ segir hann. Að hans sögn hafi stefnusmiðir ýmissa landa auk þess krafið stofnanafjárfesta í auknum mæli um að greina frá áhrifum þeirra á umhverfið og samfélagið. Frakkland gerir þá kröfu til stofnanafjárfesta að greina frá í ársskýrslu með hvaða hætti tekið sé tillit til loftslagslagsbreytinga og félags- og umhverfisþátta og stjórnarhátta við fjárfestingar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira