Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2019 22:38 Catalina-flugbátur, árgerð 1943, var helsta aðdráttaraflið á flugsýningu árið 2012 á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er þó ekki sú vél sem væntanleg er á morgun. Mynd/Vísir. Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn; Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. Þetta er elsta flughæfa Katalínan, sem eftir er í heiminum, smíðuð árið 1941, en hún verður til sýnis á flughátíð á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, 1. júní. Búist er við að Katalínan lendi í Reykjavík um tvöleytið á morgun, uppstigningardag, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Nánar um lendingartíma hér. Flugvélin kemur frá Hollandi en héðan er för hennar heitið til Bandaríkjanna. Matthías segir að Katalínan muni taka flugið fyrir áhorfendur á laugardag og síðan muni gestir geta skoðað hana í návígi.Catalina-flugbátar yfir Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Þeir reyndust eitt skæðasta vopnið í baráttunni gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu.Þessi tiltekni Catalina-flugbátur skipar merkan sess í stríðssögunni því að í eftirlits- og árásarferðum út frá Reykjavíkurflugvelli náði hann að sökkva þremur þýskum kafbátum í Norður-Atlantshafi. Þetta þykir það stórt afrek að flugbáturinn, með númerið 2459 í flugdeild bandaríska sjóhersins, er talinn sú flugvél herja Bandamanna sem náði mestum árangri í baráttunni gegn herveldi Adolfs Hitlers. Catalina-flugbátur kom síðast til Íslands fyrir sjö árum og var þá sýndur á flugdegi sem Flugmálafélagið hélt í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Af um 3.300 eintökum, sem smíðuð voru, eru aðeins um 20 eftir í heiminum í flughæfu ástandi.Catalina við afgreiðslu Flugfélagsins á Reykjavíkurfluvelli. Þessar flugvélar áttu stóran þátt í uppbyggingu innanlandsflugsins á árunum 1944-1961.Mynd/Flugmálafélag Íslands.Katalínur, eða „Köturnar“, eins og þær voru einnig kallaðar, skipa veglegan sess í flugsögu Íslands. Þær voru notaðar hérlendis um tuttugu ára skeið, á árunum frá 1944 til 1963, hjá Flugfélagi Íslands, Loftleiðum og Landhelgisgæslunni. Fyrsti Catalina-bátur Íslendinga var TF-ISP Flugfélags Íslands, kallaður Gamli-Pétur. Hann var keyptur frá Bandaríkjunum árið 1944 og varð fyrsta íslenska flugvélin til þess að fljúga milli landa, - flaug fyrsta millilandaflug Flugfélags Íslands sumarið 1945.Catalinan TF-ISK, Skýfaxi, sem Flugfélag Íslands átti frá 1948 til 1959 en þá var hún rifin á Reykjavíkurflugvelli.Flugmálafélag Íslands.Catalina flugbátar, bæði Flugfélags Íslands og Loftleiða, áttu stóran þátt í uppbyggingu innanlandsflugs á árunum 1944 til 1961 þegar flugvellir voru fáir, samgöngur á landi erfiðar og sjóferðir tímafrekar. Síðasti Catalina flugbáturinn í notkun hérlendis var landhelgisflugvélin TF-RÁN, til ársins 1963. Um þátt Catalinu í íslensku flugsögunni má heyra nánar um í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2012: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45 Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli Catalina flugbáturinn, sem verður helsti sýningargripur flugdagsins í Reykjavík, lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir stuttu. 24. maí 2012 19:30 Catalina á leið til Íslands Catalina-flugbátur er væntanlegur til Íslands á fimmtudag og verður hann hápunkturinn á flugdegi sem Flugmálafélag Íslands heldur á Reykjavíkurflugvelli á laugardag í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Þetta verður í fyrsta sinn í áratugi sem almenningi hérlendis gefst kostur á því að skoða í návígi og sjá Catalinu á flugi, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, stjórnarmanns í Flugmálafélaginu. 22. maí 2012 21:00 Frábær flugsýning - myndir Boðið var upp á 25 flugatriði í lofti á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í dag. Meðal annars sveif Catalina tignarlega yfir Reykjavíkurborg áhorfendum til skemmtunar. 28. maí 2012 21:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn; Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. Þetta er elsta flughæfa Katalínan, sem eftir er í heiminum, smíðuð árið 1941, en hún verður til sýnis á flughátíð á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, 1. júní. Búist er við að Katalínan lendi í Reykjavík um tvöleytið á morgun, uppstigningardag, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Nánar um lendingartíma hér. Flugvélin kemur frá Hollandi en héðan er för hennar heitið til Bandaríkjanna. Matthías segir að Katalínan muni taka flugið fyrir áhorfendur á laugardag og síðan muni gestir geta skoðað hana í návígi.Catalina-flugbátar yfir Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Þeir reyndust eitt skæðasta vopnið í baráttunni gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu.Þessi tiltekni Catalina-flugbátur skipar merkan sess í stríðssögunni því að í eftirlits- og árásarferðum út frá Reykjavíkurflugvelli náði hann að sökkva þremur þýskum kafbátum í Norður-Atlantshafi. Þetta þykir það stórt afrek að flugbáturinn, með númerið 2459 í flugdeild bandaríska sjóhersins, er talinn sú flugvél herja Bandamanna sem náði mestum árangri í baráttunni gegn herveldi Adolfs Hitlers. Catalina-flugbátur kom síðast til Íslands fyrir sjö árum og var þá sýndur á flugdegi sem Flugmálafélagið hélt í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Af um 3.300 eintökum, sem smíðuð voru, eru aðeins um 20 eftir í heiminum í flughæfu ástandi.Catalina við afgreiðslu Flugfélagsins á Reykjavíkurfluvelli. Þessar flugvélar áttu stóran þátt í uppbyggingu innanlandsflugsins á árunum 1944-1961.Mynd/Flugmálafélag Íslands.Katalínur, eða „Köturnar“, eins og þær voru einnig kallaðar, skipa veglegan sess í flugsögu Íslands. Þær voru notaðar hérlendis um tuttugu ára skeið, á árunum frá 1944 til 1963, hjá Flugfélagi Íslands, Loftleiðum og Landhelgisgæslunni. Fyrsti Catalina-bátur Íslendinga var TF-ISP Flugfélags Íslands, kallaður Gamli-Pétur. Hann var keyptur frá Bandaríkjunum árið 1944 og varð fyrsta íslenska flugvélin til þess að fljúga milli landa, - flaug fyrsta millilandaflug Flugfélags Íslands sumarið 1945.Catalinan TF-ISK, Skýfaxi, sem Flugfélag Íslands átti frá 1948 til 1959 en þá var hún rifin á Reykjavíkurflugvelli.Flugmálafélag Íslands.Catalina flugbátar, bæði Flugfélags Íslands og Loftleiða, áttu stóran þátt í uppbyggingu innanlandsflugs á árunum 1944 til 1961 þegar flugvellir voru fáir, samgöngur á landi erfiðar og sjóferðir tímafrekar. Síðasti Catalina flugbáturinn í notkun hérlendis var landhelgisflugvélin TF-RÁN, til ársins 1963. Um þátt Catalinu í íslensku flugsögunni má heyra nánar um í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2012:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45 Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli Catalina flugbáturinn, sem verður helsti sýningargripur flugdagsins í Reykjavík, lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir stuttu. 24. maí 2012 19:30 Catalina á leið til Íslands Catalina-flugbátur er væntanlegur til Íslands á fimmtudag og verður hann hápunkturinn á flugdegi sem Flugmálafélag Íslands heldur á Reykjavíkurflugvelli á laugardag í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Þetta verður í fyrsta sinn í áratugi sem almenningi hérlendis gefst kostur á því að skoða í návígi og sjá Catalinu á flugi, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, stjórnarmanns í Flugmálafélaginu. 22. maí 2012 21:00 Frábær flugsýning - myndir Boðið var upp á 25 flugatriði í lofti á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í dag. Meðal annars sveif Catalina tignarlega yfir Reykjavíkurborg áhorfendum til skemmtunar. 28. maí 2012 21:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30
Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45
Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli Catalina flugbáturinn, sem verður helsti sýningargripur flugdagsins í Reykjavík, lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir stuttu. 24. maí 2012 19:30
Catalina á leið til Íslands Catalina-flugbátur er væntanlegur til Íslands á fimmtudag og verður hann hápunkturinn á flugdegi sem Flugmálafélag Íslands heldur á Reykjavíkurflugvelli á laugardag í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Þetta verður í fyrsta sinn í áratugi sem almenningi hérlendis gefst kostur á því að skoða í návígi og sjá Catalinu á flugi, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, stjórnarmanns í Flugmálafélaginu. 22. maí 2012 21:00
Frábær flugsýning - myndir Boðið var upp á 25 flugatriði í lofti á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í dag. Meðal annars sveif Catalina tignarlega yfir Reykjavíkurborg áhorfendum til skemmtunar. 28. maí 2012 21:00