Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2019 22:38 Catalina-flugbátur, árgerð 1943, var helsta aðdráttaraflið á flugsýningu árið 2012 á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er þó ekki sú vél sem væntanleg er á morgun. Mynd/Vísir. Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn; Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. Þetta er elsta flughæfa Katalínan, sem eftir er í heiminum, smíðuð árið 1941, en hún verður til sýnis á flughátíð á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, 1. júní. Búist er við að Katalínan lendi í Reykjavík um tvöleytið á morgun, uppstigningardag, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Nánar um lendingartíma hér. Flugvélin kemur frá Hollandi en héðan er för hennar heitið til Bandaríkjanna. Matthías segir að Katalínan muni taka flugið fyrir áhorfendur á laugardag og síðan muni gestir geta skoðað hana í návígi.Catalina-flugbátar yfir Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Þeir reyndust eitt skæðasta vopnið í baráttunni gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu.Þessi tiltekni Catalina-flugbátur skipar merkan sess í stríðssögunni því að í eftirlits- og árásarferðum út frá Reykjavíkurflugvelli náði hann að sökkva þremur þýskum kafbátum í Norður-Atlantshafi. Þetta þykir það stórt afrek að flugbáturinn, með númerið 2459 í flugdeild bandaríska sjóhersins, er talinn sú flugvél herja Bandamanna sem náði mestum árangri í baráttunni gegn herveldi Adolfs Hitlers. Catalina-flugbátur kom síðast til Íslands fyrir sjö árum og var þá sýndur á flugdegi sem Flugmálafélagið hélt í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Af um 3.300 eintökum, sem smíðuð voru, eru aðeins um 20 eftir í heiminum í flughæfu ástandi.Catalina við afgreiðslu Flugfélagsins á Reykjavíkurfluvelli. Þessar flugvélar áttu stóran þátt í uppbyggingu innanlandsflugsins á árunum 1944-1961.Mynd/Flugmálafélag Íslands.Katalínur, eða „Köturnar“, eins og þær voru einnig kallaðar, skipa veglegan sess í flugsögu Íslands. Þær voru notaðar hérlendis um tuttugu ára skeið, á árunum frá 1944 til 1963, hjá Flugfélagi Íslands, Loftleiðum og Landhelgisgæslunni. Fyrsti Catalina-bátur Íslendinga var TF-ISP Flugfélags Íslands, kallaður Gamli-Pétur. Hann var keyptur frá Bandaríkjunum árið 1944 og varð fyrsta íslenska flugvélin til þess að fljúga milli landa, - flaug fyrsta millilandaflug Flugfélags Íslands sumarið 1945.Catalinan TF-ISK, Skýfaxi, sem Flugfélag Íslands átti frá 1948 til 1959 en þá var hún rifin á Reykjavíkurflugvelli.Flugmálafélag Íslands.Catalina flugbátar, bæði Flugfélags Íslands og Loftleiða, áttu stóran þátt í uppbyggingu innanlandsflugs á árunum 1944 til 1961 þegar flugvellir voru fáir, samgöngur á landi erfiðar og sjóferðir tímafrekar. Síðasti Catalina flugbáturinn í notkun hérlendis var landhelgisflugvélin TF-RÁN, til ársins 1963. Um þátt Catalinu í íslensku flugsögunni má heyra nánar um í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2012: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45 Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli Catalina flugbáturinn, sem verður helsti sýningargripur flugdagsins í Reykjavík, lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir stuttu. 24. maí 2012 19:30 Catalina á leið til Íslands Catalina-flugbátur er væntanlegur til Íslands á fimmtudag og verður hann hápunkturinn á flugdegi sem Flugmálafélag Íslands heldur á Reykjavíkurflugvelli á laugardag í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Þetta verður í fyrsta sinn í áratugi sem almenningi hérlendis gefst kostur á því að skoða í návígi og sjá Catalinu á flugi, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, stjórnarmanns í Flugmálafélaginu. 22. maí 2012 21:00 Frábær flugsýning - myndir Boðið var upp á 25 flugatriði í lofti á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í dag. Meðal annars sveif Catalina tignarlega yfir Reykjavíkurborg áhorfendum til skemmtunar. 28. maí 2012 21:00 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira
Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn; Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. Þetta er elsta flughæfa Katalínan, sem eftir er í heiminum, smíðuð árið 1941, en hún verður til sýnis á flughátíð á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, 1. júní. Búist er við að Katalínan lendi í Reykjavík um tvöleytið á morgun, uppstigningardag, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Nánar um lendingartíma hér. Flugvélin kemur frá Hollandi en héðan er för hennar heitið til Bandaríkjanna. Matthías segir að Katalínan muni taka flugið fyrir áhorfendur á laugardag og síðan muni gestir geta skoðað hana í návígi.Catalina-flugbátar yfir Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Þeir reyndust eitt skæðasta vopnið í baráttunni gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu.Þessi tiltekni Catalina-flugbátur skipar merkan sess í stríðssögunni því að í eftirlits- og árásarferðum út frá Reykjavíkurflugvelli náði hann að sökkva þremur þýskum kafbátum í Norður-Atlantshafi. Þetta þykir það stórt afrek að flugbáturinn, með númerið 2459 í flugdeild bandaríska sjóhersins, er talinn sú flugvél herja Bandamanna sem náði mestum árangri í baráttunni gegn herveldi Adolfs Hitlers. Catalina-flugbátur kom síðast til Íslands fyrir sjö árum og var þá sýndur á flugdegi sem Flugmálafélagið hélt í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Af um 3.300 eintökum, sem smíðuð voru, eru aðeins um 20 eftir í heiminum í flughæfu ástandi.Catalina við afgreiðslu Flugfélagsins á Reykjavíkurfluvelli. Þessar flugvélar áttu stóran þátt í uppbyggingu innanlandsflugsins á árunum 1944-1961.Mynd/Flugmálafélag Íslands.Katalínur, eða „Köturnar“, eins og þær voru einnig kallaðar, skipa veglegan sess í flugsögu Íslands. Þær voru notaðar hérlendis um tuttugu ára skeið, á árunum frá 1944 til 1963, hjá Flugfélagi Íslands, Loftleiðum og Landhelgisgæslunni. Fyrsti Catalina-bátur Íslendinga var TF-ISP Flugfélags Íslands, kallaður Gamli-Pétur. Hann var keyptur frá Bandaríkjunum árið 1944 og varð fyrsta íslenska flugvélin til þess að fljúga milli landa, - flaug fyrsta millilandaflug Flugfélags Íslands sumarið 1945.Catalinan TF-ISK, Skýfaxi, sem Flugfélag Íslands átti frá 1948 til 1959 en þá var hún rifin á Reykjavíkurflugvelli.Flugmálafélag Íslands.Catalina flugbátar, bæði Flugfélags Íslands og Loftleiða, áttu stóran þátt í uppbyggingu innanlandsflugs á árunum 1944 til 1961 þegar flugvellir voru fáir, samgöngur á landi erfiðar og sjóferðir tímafrekar. Síðasti Catalina flugbáturinn í notkun hérlendis var landhelgisflugvélin TF-RÁN, til ársins 1963. Um þátt Catalinu í íslensku flugsögunni má heyra nánar um í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2012:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45 Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli Catalina flugbáturinn, sem verður helsti sýningargripur flugdagsins í Reykjavík, lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir stuttu. 24. maí 2012 19:30 Catalina á leið til Íslands Catalina-flugbátur er væntanlegur til Íslands á fimmtudag og verður hann hápunkturinn á flugdegi sem Flugmálafélag Íslands heldur á Reykjavíkurflugvelli á laugardag í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Þetta verður í fyrsta sinn í áratugi sem almenningi hérlendis gefst kostur á því að skoða í návígi og sjá Catalinu á flugi, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, stjórnarmanns í Flugmálafélaginu. 22. maí 2012 21:00 Frábær flugsýning - myndir Boðið var upp á 25 flugatriði í lofti á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í dag. Meðal annars sveif Catalina tignarlega yfir Reykjavíkurborg áhorfendum til skemmtunar. 28. maí 2012 21:00 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira
Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30
Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45
Catalina lenti á Reykjavíkurflugvelli Catalina flugbáturinn, sem verður helsti sýningargripur flugdagsins í Reykjavík, lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir stuttu. 24. maí 2012 19:30
Catalina á leið til Íslands Catalina-flugbátur er væntanlegur til Íslands á fimmtudag og verður hann hápunkturinn á flugdegi sem Flugmálafélag Íslands heldur á Reykjavíkurflugvelli á laugardag í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Þetta verður í fyrsta sinn í áratugi sem almenningi hérlendis gefst kostur á því að skoða í návígi og sjá Catalinu á flugi, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, stjórnarmanns í Flugmálafélaginu. 22. maí 2012 21:00
Frábær flugsýning - myndir Boðið var upp á 25 flugatriði í lofti á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í dag. Meðal annars sveif Catalina tignarlega yfir Reykjavíkurborg áhorfendum til skemmtunar. 28. maí 2012 21:00