Umferðaröryggi í forgangi Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 10. maí 2019 07:00 Það er sárt að hugsa til allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna alvarlegra slysa í umferðinni. Það er því það minnsta sem við getum gert að nýta þær upplýsingar sem við eigum um slys til að bæta öryggi okkar í umferðinni og koma í veg fyrir slys. Í gær stóð ráðuneytið fyrir morgunverðarfundi um umferðaröryggi með yfirskriftinni Víti til varnaðar. Þar var meðal annars kynnt nýtt slysakort Samgöngustofu þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir þau slys sem verða á vegum landsins. Mikilvægt er að nýta þá tölfræði sem til er svo hægt sé að auka forvarnir og bæta vegakerfið og stuðla þannig að jákvæðri þróun í umferðaröryggi og fækkun slysa. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á notkun vegakerfisins á örfáum árum. Á aðeins fimm árum hefur umferðin á þjóðvegunum aukist um ríflega 40%. Mest hefur hún aukist á Suðurlandsvegi austur að Jökulsárlóni þar sem hún hefur nánast tvöfaldast, langmest að vetrarlagi. Það eru miklir hagsmunir í húfi. Síðustu árin hafa að meðaltali hátt í 200 manns slasast alvarlega eða látið lífið árlega sem ekki er ásættanlegt. Umferðarslys og óhöpp eru talin kosta yfir 50 milljarða á ári, og er þá ekki talinn sá sársauki og sorg sem slysunum fylgja. Því legg ég áherslu á að mannslíf og heilsa séu ávallt höfð í öndvegi og öryggi metið framar í forgangsröðun en ferðatími. Á umferðarþyngstu þjóðvegum þarf að halda áfram að aðskilja akstursstefnur en sú aðgerð hefur skilað góðum árangri og má nefna að umferðarslysum á Reykjanesbrautinni hefur fækkað um 40% frá því að akstursstefnur voru aðskildar. Þar vitum við nú þegar að slíkar upplýsingar nýtast til að auka umferðaröryggi. Síaukinn umferðarþungi kallar á nýframkvæmdir, meira viðhald og auknar öryggisaðgerðir. Uppbygging samgöngumannvirkja er stór þáttur í því að bæta umferðaröryggi í ört vaxandi umferð. Auknu fjármagni hefur verið veitt til ýmissa framkvæmda til að flýta vegabótum og aukinn kraftur verður settur í yfirlagnir á vegum, malbik, viðhald malarvega og styrkingar. Allar slíkar framkvæmdir auka umferðaröryggi. En betur má ef duga skal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Það er sárt að hugsa til allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna alvarlegra slysa í umferðinni. Það er því það minnsta sem við getum gert að nýta þær upplýsingar sem við eigum um slys til að bæta öryggi okkar í umferðinni og koma í veg fyrir slys. Í gær stóð ráðuneytið fyrir morgunverðarfundi um umferðaröryggi með yfirskriftinni Víti til varnaðar. Þar var meðal annars kynnt nýtt slysakort Samgöngustofu þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir þau slys sem verða á vegum landsins. Mikilvægt er að nýta þá tölfræði sem til er svo hægt sé að auka forvarnir og bæta vegakerfið og stuðla þannig að jákvæðri þróun í umferðaröryggi og fækkun slysa. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á notkun vegakerfisins á örfáum árum. Á aðeins fimm árum hefur umferðin á þjóðvegunum aukist um ríflega 40%. Mest hefur hún aukist á Suðurlandsvegi austur að Jökulsárlóni þar sem hún hefur nánast tvöfaldast, langmest að vetrarlagi. Það eru miklir hagsmunir í húfi. Síðustu árin hafa að meðaltali hátt í 200 manns slasast alvarlega eða látið lífið árlega sem ekki er ásættanlegt. Umferðarslys og óhöpp eru talin kosta yfir 50 milljarða á ári, og er þá ekki talinn sá sársauki og sorg sem slysunum fylgja. Því legg ég áherslu á að mannslíf og heilsa séu ávallt höfð í öndvegi og öryggi metið framar í forgangsröðun en ferðatími. Á umferðarþyngstu þjóðvegum þarf að halda áfram að aðskilja akstursstefnur en sú aðgerð hefur skilað góðum árangri og má nefna að umferðarslysum á Reykjanesbrautinni hefur fækkað um 40% frá því að akstursstefnur voru aðskildar. Þar vitum við nú þegar að slíkar upplýsingar nýtast til að auka umferðaröryggi. Síaukinn umferðarþungi kallar á nýframkvæmdir, meira viðhald og auknar öryggisaðgerðir. Uppbygging samgöngumannvirkja er stór þáttur í því að bæta umferðaröryggi í ört vaxandi umferð. Auknu fjármagni hefur verið veitt til ýmissa framkvæmda til að flýta vegabótum og aukinn kraftur verður settur í yfirlagnir á vegum, malbik, viðhald malarvega og styrkingar. Allar slíkar framkvæmdir auka umferðaröryggi. En betur má ef duga skal.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar