Útiliðið græðir miklu meira á oddaleik í handboltanum en í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 15:45 Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn eftr sigur í oddaleik í Schenker-höllinni fyrir fimm árum. vísir/stefán Á morgun fer fram oddaleikur á milli Hauka og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta en hann fer fram einni viku eftir oddaleik KR og ÍR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Það var troðfullt í DHL-höll þeirra KR-inga á laugardaginn var og það verður örugglega líka mjög vel mætt í Schenkerhöll Haukanna á morgun. Það er aftur á móti eitt sem er mjög ólíkt milli þessara oddaleikja. Á meðan KR-ingar fengu alla innkomuna frá sínum oddaleik um síðustu helgi þá þurfa Haukar að skipta tekjunum með ÍBV eftir leikinn á morgun. KR-ingar þurftu reyndar að borga allan dómarakostnað á leiknum sínum en í handboltanum teljast ferðakostnaður Eyjamanna til Hafnarfjarðar til kostnaðar við leikinn þegar allt er gert upp. Þetta kemur vel fram í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót en þar stendur: „Ef kemur til oddaleiks í úrslitakeppni eða umspili skal ágóða eða tapi af hverjum leik skal skipta jafnt milli leikaðila. Ferðakostnaður til og frá leikstað, skal teljast með kostnaði vegna leiks og skiptast jafnt á leikaðila. Gestaliðið skal leggja fram sönnun fyrir útlögðum ferðakostnaði. Ferðakostnaður getur verið kostnaður vegna allt að 19 manns hjá meistaraflokkum, þ.e. 14 leikmenn, starfsmenn A, B, C og D og einum stjórnarmanni. Húsaleiga skal aldrei verða meiri en 10% af aðgangseyri. Heimalið skal hafa til ráðstöfunar 50% af aðgöngumiðafjölda og gestir 50%. Gestir skulu skila óseldum miðum a.m.k. 1. klst. fyrir leik.“ Á þessu sést að útiliðið í oddaleikjum græðir miklu meira á oddaleiknum í handboltanum en það gerir í körfunni. „Félög hirða tekjur af heimaleikjum sínum í Íslandsmóti og þau bera einnig allan kostnað vegna framkvæmdar hans. Lið sem leikur á útivelli í Íslandsmóti ber allan kostnað vegna ferðalaga leikmanna,“ segir í reglugerð KKÍ. ÍR-ingar þurftu því bæði að sætta sig við silfur og að KR-ingarnir tóku allar tekjur af oddaleiknum um síðustu helgi. Eyjamenn munu hins vegar eflaust fá heilmikið í kassann verði vel mætt á Ásvelli á morgun. Dominos-deild karla Olís-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Á morgun fer fram oddaleikur á milli Hauka og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta en hann fer fram einni viku eftir oddaleik KR og ÍR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Það var troðfullt í DHL-höll þeirra KR-inga á laugardaginn var og það verður örugglega líka mjög vel mætt í Schenkerhöll Haukanna á morgun. Það er aftur á móti eitt sem er mjög ólíkt milli þessara oddaleikja. Á meðan KR-ingar fengu alla innkomuna frá sínum oddaleik um síðustu helgi þá þurfa Haukar að skipta tekjunum með ÍBV eftir leikinn á morgun. KR-ingar þurftu reyndar að borga allan dómarakostnað á leiknum sínum en í handboltanum teljast ferðakostnaður Eyjamanna til Hafnarfjarðar til kostnaðar við leikinn þegar allt er gert upp. Þetta kemur vel fram í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót en þar stendur: „Ef kemur til oddaleiks í úrslitakeppni eða umspili skal ágóða eða tapi af hverjum leik skal skipta jafnt milli leikaðila. Ferðakostnaður til og frá leikstað, skal teljast með kostnaði vegna leiks og skiptast jafnt á leikaðila. Gestaliðið skal leggja fram sönnun fyrir útlögðum ferðakostnaði. Ferðakostnaður getur verið kostnaður vegna allt að 19 manns hjá meistaraflokkum, þ.e. 14 leikmenn, starfsmenn A, B, C og D og einum stjórnarmanni. Húsaleiga skal aldrei verða meiri en 10% af aðgangseyri. Heimalið skal hafa til ráðstöfunar 50% af aðgöngumiðafjölda og gestir 50%. Gestir skulu skila óseldum miðum a.m.k. 1. klst. fyrir leik.“ Á þessu sést að útiliðið í oddaleikjum græðir miklu meira á oddaleiknum í handboltanum en það gerir í körfunni. „Félög hirða tekjur af heimaleikjum sínum í Íslandsmóti og þau bera einnig allan kostnað vegna framkvæmdar hans. Lið sem leikur á útivelli í Íslandsmóti ber allan kostnað vegna ferðalaga leikmanna,“ segir í reglugerð KKÍ. ÍR-ingar þurftu því bæði að sætta sig við silfur og að KR-ingarnir tóku allar tekjur af oddaleiknum um síðustu helgi. Eyjamenn munu hins vegar eflaust fá heilmikið í kassann verði vel mætt á Ásvelli á morgun.
Dominos-deild karla Olís-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira