Ástrali mættur hingað til lands til að vara Íslendinga við því að skerða útiveru barna Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 16:00 Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð "bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ástralinn Griffin Longley er hingað mættur til lands til að kynna sér útiveru barna og vara Íslendingum við hættunum sem fylgja því að skerða frelsi barna til að leika sér úti. Longley mætti í Brennsluna á FM957 í morgun þar sem hann ræddi þetta málefni en hann sagði að á síðastliðnum tveimur áratugum hefði það færst í aukana að foreldrar ofverndi börnin sín og hleypi þeim ekki út til að leika sér af ótta við að þau bíði skaða eða verði fyrir barðinu á glæpamönnum sem vinni þeim mein. Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð „bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. Longley benti á að velferð barna víðs vegar um heiminn hefði verið könnuð nýverið og niðurstaðan var sú að Ísland var þar á meðal fjögurra efstu þjóðanna þar sem börnin verja mestum tíma utandyra. Hinar þjóðirnar þrjár eru Finnland, Noregur og Holland.Hann setti sér því það að markmiði að heimsækja öll þessi lönd og kynna sér hvernig þær þjóðir ala börnin sín upp. Benti Longley á að Íslendingar, Norðmenn og Finnar setji útiveru í forgang og þess vegna leiki börnin sér meira úti. Hjá Hollendingum er það þannig að foreldrarnir vinna minna en foreldrar í öðrum löndum og verji því meiri tíma með börnum sínum og þá helst utandyra. Hann sagði það til marks um órökréttan ótta að hleypa börnunum sínum ekki út til að leika sér. Sér í lagi sagði hann óttan við að þau verði numin á brott af níðingum ekki sérlega rökréttan. Í Ástralíu verður að meðal tali einn á hverju ári fyrir barðinu á hákarli, en samt óttast Ástralar ekki að taka sundsprett í sjónum. Þá leggi foreldrar börnin sín í mesta hættu þegar þau eru sett í bíl, en samt hættir enginn að nota bíla. Longley sagðist hafa skilning á þessum ótta en segist þess vegna vera að breiða út mikilvægi þess að börnunum sé leyft að leika sér utandyra, því það sé í raun ekki það mikið að óttast. „Við verðum að vera skynsöm og átta okkur á því að börnin þurfa að hreyfa sig.“ Hefur Longley bent á að börn í Ástralíu meiði sig oftar við að detta úr rúmi heldur en úr tré. Fleiri börn deyja af völdum þess að verða undir sjónvarpi á heimili sínu. Dánartíðnin þar sé mun hærri þegar kemur að því að verða undir sjónvarpi heldur en að látast af slysförum við leik utandyra. Þáttastjórnendur Brennslunnar bentu á að þó að Ísland sé vel statt þegar kemur að þessu málefni þá væri hins vegar viðhorfið í þá veru að innivera sé að aukast. Spurður hvernig væri hægt að koma í veg fyrir það sagði Longley mikilvægt að ræða þetta málefni og átta sig á því að frelsi til útiveru skipti miklu máli þegar kemur að velferð barnanna. Brennslan Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ástralinn Griffin Longley er hingað mættur til lands til að kynna sér útiveru barna og vara Íslendingum við hættunum sem fylgja því að skerða frelsi barna til að leika sér úti. Longley mætti í Brennsluna á FM957 í morgun þar sem hann ræddi þetta málefni en hann sagði að á síðastliðnum tveimur áratugum hefði það færst í aukana að foreldrar ofverndi börnin sín og hleypi þeim ekki út til að leika sér af ótta við að þau bíði skaða eða verði fyrir barðinu á glæpamönnum sem vinni þeim mein. Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð „bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. Longley benti á að velferð barna víðs vegar um heiminn hefði verið könnuð nýverið og niðurstaðan var sú að Ísland var þar á meðal fjögurra efstu þjóðanna þar sem börnin verja mestum tíma utandyra. Hinar þjóðirnar þrjár eru Finnland, Noregur og Holland.Hann setti sér því það að markmiði að heimsækja öll þessi lönd og kynna sér hvernig þær þjóðir ala börnin sín upp. Benti Longley á að Íslendingar, Norðmenn og Finnar setji útiveru í forgang og þess vegna leiki börnin sér meira úti. Hjá Hollendingum er það þannig að foreldrarnir vinna minna en foreldrar í öðrum löndum og verji því meiri tíma með börnum sínum og þá helst utandyra. Hann sagði það til marks um órökréttan ótta að hleypa börnunum sínum ekki út til að leika sér. Sér í lagi sagði hann óttan við að þau verði numin á brott af níðingum ekki sérlega rökréttan. Í Ástralíu verður að meðal tali einn á hverju ári fyrir barðinu á hákarli, en samt óttast Ástralar ekki að taka sundsprett í sjónum. Þá leggi foreldrar börnin sín í mesta hættu þegar þau eru sett í bíl, en samt hættir enginn að nota bíla. Longley sagðist hafa skilning á þessum ótta en segist þess vegna vera að breiða út mikilvægi þess að börnunum sé leyft að leika sér utandyra, því það sé í raun ekki það mikið að óttast. „Við verðum að vera skynsöm og átta okkur á því að börnin þurfa að hreyfa sig.“ Hefur Longley bent á að börn í Ástralíu meiði sig oftar við að detta úr rúmi heldur en úr tré. Fleiri börn deyja af völdum þess að verða undir sjónvarpi á heimili sínu. Dánartíðnin þar sé mun hærri þegar kemur að því að verða undir sjónvarpi heldur en að látast af slysförum við leik utandyra. Þáttastjórnendur Brennslunnar bentu á að þó að Ísland sé vel statt þegar kemur að þessu málefni þá væri hins vegar viðhorfið í þá veru að innivera sé að aukast. Spurður hvernig væri hægt að koma í veg fyrir það sagði Longley mikilvægt að ræða þetta málefni og átta sig á því að frelsi til útiveru skipti miklu máli þegar kemur að velferð barnanna.
Brennslan Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira