Ástrali mættur hingað til lands til að vara Íslendinga við því að skerða útiveru barna Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 16:00 Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð "bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ástralinn Griffin Longley er hingað mættur til lands til að kynna sér útiveru barna og vara Íslendingum við hættunum sem fylgja því að skerða frelsi barna til að leika sér úti. Longley mætti í Brennsluna á FM957 í morgun þar sem hann ræddi þetta málefni en hann sagði að á síðastliðnum tveimur áratugum hefði það færst í aukana að foreldrar ofverndi börnin sín og hleypi þeim ekki út til að leika sér af ótta við að þau bíði skaða eða verði fyrir barðinu á glæpamönnum sem vinni þeim mein. Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð „bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. Longley benti á að velferð barna víðs vegar um heiminn hefði verið könnuð nýverið og niðurstaðan var sú að Ísland var þar á meðal fjögurra efstu þjóðanna þar sem börnin verja mestum tíma utandyra. Hinar þjóðirnar þrjár eru Finnland, Noregur og Holland.Hann setti sér því það að markmiði að heimsækja öll þessi lönd og kynna sér hvernig þær þjóðir ala börnin sín upp. Benti Longley á að Íslendingar, Norðmenn og Finnar setji útiveru í forgang og þess vegna leiki börnin sér meira úti. Hjá Hollendingum er það þannig að foreldrarnir vinna minna en foreldrar í öðrum löndum og verji því meiri tíma með börnum sínum og þá helst utandyra. Hann sagði það til marks um órökréttan ótta að hleypa börnunum sínum ekki út til að leika sér. Sér í lagi sagði hann óttan við að þau verði numin á brott af níðingum ekki sérlega rökréttan. Í Ástralíu verður að meðal tali einn á hverju ári fyrir barðinu á hákarli, en samt óttast Ástralar ekki að taka sundsprett í sjónum. Þá leggi foreldrar börnin sín í mesta hættu þegar þau eru sett í bíl, en samt hættir enginn að nota bíla. Longley sagðist hafa skilning á þessum ótta en segist þess vegna vera að breiða út mikilvægi þess að börnunum sé leyft að leika sér utandyra, því það sé í raun ekki það mikið að óttast. „Við verðum að vera skynsöm og átta okkur á því að börnin þurfa að hreyfa sig.“ Hefur Longley bent á að börn í Ástralíu meiði sig oftar við að detta úr rúmi heldur en úr tré. Fleiri börn deyja af völdum þess að verða undir sjónvarpi á heimili sínu. Dánartíðnin þar sé mun hærri þegar kemur að því að verða undir sjónvarpi heldur en að látast af slysförum við leik utandyra. Þáttastjórnendur Brennslunnar bentu á að þó að Ísland sé vel statt þegar kemur að þessu málefni þá væri hins vegar viðhorfið í þá veru að innivera sé að aukast. Spurður hvernig væri hægt að koma í veg fyrir það sagði Longley mikilvægt að ræða þetta málefni og átta sig á því að frelsi til útiveru skipti miklu máli þegar kemur að velferð barnanna. Brennslan Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Ástralinn Griffin Longley er hingað mættur til lands til að kynna sér útiveru barna og vara Íslendingum við hættunum sem fylgja því að skerða frelsi barna til að leika sér úti. Longley mætti í Brennsluna á FM957 í morgun þar sem hann ræddi þetta málefni en hann sagði að á síðastliðnum tveimur áratugum hefði það færst í aukana að foreldrar ofverndi börnin sín og hleypi þeim ekki út til að leika sér af ótta við að þau bíði skaða eða verði fyrir barðinu á glæpamönnum sem vinni þeim mein. Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð „bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. Longley benti á að velferð barna víðs vegar um heiminn hefði verið könnuð nýverið og niðurstaðan var sú að Ísland var þar á meðal fjögurra efstu þjóðanna þar sem börnin verja mestum tíma utandyra. Hinar þjóðirnar þrjár eru Finnland, Noregur og Holland.Hann setti sér því það að markmiði að heimsækja öll þessi lönd og kynna sér hvernig þær þjóðir ala börnin sín upp. Benti Longley á að Íslendingar, Norðmenn og Finnar setji útiveru í forgang og þess vegna leiki börnin sér meira úti. Hjá Hollendingum er það þannig að foreldrarnir vinna minna en foreldrar í öðrum löndum og verji því meiri tíma með börnum sínum og þá helst utandyra. Hann sagði það til marks um órökréttan ótta að hleypa börnunum sínum ekki út til að leika sér. Sér í lagi sagði hann óttan við að þau verði numin á brott af níðingum ekki sérlega rökréttan. Í Ástralíu verður að meðal tali einn á hverju ári fyrir barðinu á hákarli, en samt óttast Ástralar ekki að taka sundsprett í sjónum. Þá leggi foreldrar börnin sín í mesta hættu þegar þau eru sett í bíl, en samt hættir enginn að nota bíla. Longley sagðist hafa skilning á þessum ótta en segist þess vegna vera að breiða út mikilvægi þess að börnunum sé leyft að leika sér utandyra, því það sé í raun ekki það mikið að óttast. „Við verðum að vera skynsöm og átta okkur á því að börnin þurfa að hreyfa sig.“ Hefur Longley bent á að börn í Ástralíu meiði sig oftar við að detta úr rúmi heldur en úr tré. Fleiri börn deyja af völdum þess að verða undir sjónvarpi á heimili sínu. Dánartíðnin þar sé mun hærri þegar kemur að því að verða undir sjónvarpi heldur en að látast af slysförum við leik utandyra. Þáttastjórnendur Brennslunnar bentu á að þó að Ísland sé vel statt þegar kemur að þessu málefni þá væri hins vegar viðhorfið í þá veru að innivera sé að aukast. Spurður hvernig væri hægt að koma í veg fyrir það sagði Longley mikilvægt að ræða þetta málefni og átta sig á því að frelsi til útiveru skipti miklu máli þegar kemur að velferð barnanna.
Brennslan Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira