Undir mér komið að sanna mig Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. maí 2019 10:00 Nick Fitzgerald er hérna í leik með Mississippi State Bulldogs en hann skrifaði nýverið undir samning við NFL-liðið Tampa Bay Buccaneers. Hann á því möguleika á að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að leika á stærsta sviði veraldar innan bandaríska ruðningsheimsins næsta haust. Nordicphotos/Getty Ruðningskappinn Nick Fitzgerald gæti orðið fyrsti Íslendingurinn til að leika í NFL-deildinni ef honum tekst að brjóta sér leið inn í leikmannahóp Tampa Bay Buccaneers en hann er nú í æfingabúðum hjá liðinu. Nick, sem er sonur Anettu Jónsdóttur og leikur í stöðu leikstjórnanda, var ekki valinn í nýliðavalinu en samþykkti fljótlega samning frá Buccaneers sem varð Super Bowl-meistari í eina skiptið árið 2002. „Það yrði ansi flott að verða fyrsti Íslendingurinn í deildinni,“ segir hann hlæjandi þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hans. Eftir því sem undirritaður kemst næst eru Bakhtiari-bræðurnir, Eric og David, þeir einu með íslenskar rætur sem hafa leikið í NFL-deildinni. Þessa dagana er tímabilið að byrja í NFL-deildinni hjá nýliðunum þegar æfingar utan keppnistímabilsins hefjast. „Fyrst og fremst er ég mjög spenntur að byrja þetta ferli. Í fyrstu æfingabúðunum eru bara nýliðarnir, svo koma eldri leikmennirnir og þetta eru um sex vikur,“ segir Nick sem þarf að heilla Bruce Arians, nýráðinn þjálfara Tampa Bay Buccaneers. Arians sem hefur unnið með leikstjórnendum á borð við Andrew Luck, tilkynnti það í vor að hann tæki þjálfaraheyrnartólin ofan úr hillu og myndi snúa aftur á hliðarlínuna. „Þetta verður afar spennandi, ég náði ekki að hitta hann á prófdeginum (e. NFL Draft Combine) né í aðdraganda nýliðavalsins en ég er spenntur að fara og hitta alla nýju liðsfélagana mína.“ Hjá Tampa Bay er Jameis Winston leikstjórnandi og kveðst Nick einnig spenntur að vinna með honum. „Ég þarf að fylgjast vel með honum, sjá hvernig hann undirbýr sig alla daga og læra af honum. Svo þarf ég að læra sóknina hjá liðinu.“ Aðspurður tekur Nick undir það að í æfingabúðunum séu menn að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Enginn er öruggur um að komast í 53 manna leikmannahóp liðsins fyrir tímabilið sem hefst í haust. „Algjörlega, það er undir manni komið að sanna sig. Enginn er með öruggt sæti í liðinu og maður verður sem nýliði að gera sitt besta, sækja eins mikla vitneskju og hægt er. Sem leikstjórnandi þarftu að læra sóknarleik liðsins eins fljótt og hægt er svo þú getir farið út á völlinn og stýrt sóknarleiknum vel á æfingunum. Fyrir nýliðana er þetta að læra eins mikið og hægt er á stuttum tíma,“ segir Nick um æfingabúðirnar sem hófust í gær. „Það er óraunverulegt að þetta sé runnið upp, þetta er búið að vera draumur manns síðan ég byrjaði að æfa ruðning sem sex ára strákur. Ég æfði líka körfubolta og hafnabolta þegar ég var ungur en ruðningur var alltaf í fyrsta sæti.“ Nick var byrjunarliðsmaður með Mississippi State í þrjú ár í sterkustu háskólaruðningsdeild Bandaríkjanna þar sem Nick mætti bestu liðum landsins, Auburn, LSU og Alabama Crimson Tide, á hverju ári. „Það er erfiðasta staðan í háskólaruðningnum að vera leikstjórnandi og ég mætti bestu vörnum landsins. Það var gaman að mæta liðum eins og Alabama sem er búið að vera í sérflokki á landsvísu undanfarinn áratug. Við komumst nálægt því að vinna þá einu sinni en misstum það úr höndum okkar en það var skemmtilegt að spila gegn svona liðum.“ Nick er fjölhæfur sem leikstjórnandi og er tvíþætt ógn með hlaupaleik sínum. „NFL-deildin var á sínum tíma svolítið einhæf þegar kom að leikstjórnendum sem gátu beðið í vasanum og kastað en í dag hefur þetta þróast og sífellt fleiri lið eru farin að vilja leikstjórnendur sem geta hlaupið og kastað. Það ætti að henta mér vel, það er minn leikstíll og það verður áhugavert að sjá hvað ég geri á þessu stigi. Þetta er skemmtilegt þegar vel gengur en sem leikstjórnandi þarf maður alltaf að vera með varann á. Þetta er mjög harður leikur og maður þarf að vera viðbúinn alls konar höggum.“ Nick segist vera í sambandi við nokkra fjölskyldumeðlimi á Íslandi og reynir að hitta á ættingja sína þegar þeir heimsækja Bandaríkin. „Mamma er íslensk og ég á fjölskyldu á Íslandi. Ég er í sambandi við nokkra heima sem hafa reynt að fylgjast með leikjunum mínum. Þegar íslenska fjölskyldan mín heimsækir Bandaríkin hef ég reynt að hitta á þau og ég er í góðu sambandi við nokkra,“ segir Nick og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að heimsækja Ísland en ætli sér að bæta úr því. „Ég hef komið einu sinni til Íslands sem strákur, ætli ég hafi ekki verið 6-7 ára, en ég er alltaf á leiðinni aftur eftir að ég fullorðnaðist. Núna er ég að einbeita mér að ferli mínum í NFL-deildinni en ég mun reyna að koma einhvern tímann í fríi.“ Birtist í Fréttablaðinu NFL Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Sjá meira
Ruðningskappinn Nick Fitzgerald gæti orðið fyrsti Íslendingurinn til að leika í NFL-deildinni ef honum tekst að brjóta sér leið inn í leikmannahóp Tampa Bay Buccaneers en hann er nú í æfingabúðum hjá liðinu. Nick, sem er sonur Anettu Jónsdóttur og leikur í stöðu leikstjórnanda, var ekki valinn í nýliðavalinu en samþykkti fljótlega samning frá Buccaneers sem varð Super Bowl-meistari í eina skiptið árið 2002. „Það yrði ansi flott að verða fyrsti Íslendingurinn í deildinni,“ segir hann hlæjandi þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hans. Eftir því sem undirritaður kemst næst eru Bakhtiari-bræðurnir, Eric og David, þeir einu með íslenskar rætur sem hafa leikið í NFL-deildinni. Þessa dagana er tímabilið að byrja í NFL-deildinni hjá nýliðunum þegar æfingar utan keppnistímabilsins hefjast. „Fyrst og fremst er ég mjög spenntur að byrja þetta ferli. Í fyrstu æfingabúðunum eru bara nýliðarnir, svo koma eldri leikmennirnir og þetta eru um sex vikur,“ segir Nick sem þarf að heilla Bruce Arians, nýráðinn þjálfara Tampa Bay Buccaneers. Arians sem hefur unnið með leikstjórnendum á borð við Andrew Luck, tilkynnti það í vor að hann tæki þjálfaraheyrnartólin ofan úr hillu og myndi snúa aftur á hliðarlínuna. „Þetta verður afar spennandi, ég náði ekki að hitta hann á prófdeginum (e. NFL Draft Combine) né í aðdraganda nýliðavalsins en ég er spenntur að fara og hitta alla nýju liðsfélagana mína.“ Hjá Tampa Bay er Jameis Winston leikstjórnandi og kveðst Nick einnig spenntur að vinna með honum. „Ég þarf að fylgjast vel með honum, sjá hvernig hann undirbýr sig alla daga og læra af honum. Svo þarf ég að læra sóknina hjá liðinu.“ Aðspurður tekur Nick undir það að í æfingabúðunum séu menn að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Enginn er öruggur um að komast í 53 manna leikmannahóp liðsins fyrir tímabilið sem hefst í haust. „Algjörlega, það er undir manni komið að sanna sig. Enginn er með öruggt sæti í liðinu og maður verður sem nýliði að gera sitt besta, sækja eins mikla vitneskju og hægt er. Sem leikstjórnandi þarftu að læra sóknarleik liðsins eins fljótt og hægt er svo þú getir farið út á völlinn og stýrt sóknarleiknum vel á æfingunum. Fyrir nýliðana er þetta að læra eins mikið og hægt er á stuttum tíma,“ segir Nick um æfingabúðirnar sem hófust í gær. „Það er óraunverulegt að þetta sé runnið upp, þetta er búið að vera draumur manns síðan ég byrjaði að æfa ruðning sem sex ára strákur. Ég æfði líka körfubolta og hafnabolta þegar ég var ungur en ruðningur var alltaf í fyrsta sæti.“ Nick var byrjunarliðsmaður með Mississippi State í þrjú ár í sterkustu háskólaruðningsdeild Bandaríkjanna þar sem Nick mætti bestu liðum landsins, Auburn, LSU og Alabama Crimson Tide, á hverju ári. „Það er erfiðasta staðan í háskólaruðningnum að vera leikstjórnandi og ég mætti bestu vörnum landsins. Það var gaman að mæta liðum eins og Alabama sem er búið að vera í sérflokki á landsvísu undanfarinn áratug. Við komumst nálægt því að vinna þá einu sinni en misstum það úr höndum okkar en það var skemmtilegt að spila gegn svona liðum.“ Nick er fjölhæfur sem leikstjórnandi og er tvíþætt ógn með hlaupaleik sínum. „NFL-deildin var á sínum tíma svolítið einhæf þegar kom að leikstjórnendum sem gátu beðið í vasanum og kastað en í dag hefur þetta þróast og sífellt fleiri lið eru farin að vilja leikstjórnendur sem geta hlaupið og kastað. Það ætti að henta mér vel, það er minn leikstíll og það verður áhugavert að sjá hvað ég geri á þessu stigi. Þetta er skemmtilegt þegar vel gengur en sem leikstjórnandi þarf maður alltaf að vera með varann á. Þetta er mjög harður leikur og maður þarf að vera viðbúinn alls konar höggum.“ Nick segist vera í sambandi við nokkra fjölskyldumeðlimi á Íslandi og reynir að hitta á ættingja sína þegar þeir heimsækja Bandaríkin. „Mamma er íslensk og ég á fjölskyldu á Íslandi. Ég er í sambandi við nokkra heima sem hafa reynt að fylgjast með leikjunum mínum. Þegar íslenska fjölskyldan mín heimsækir Bandaríkin hef ég reynt að hitta á þau og ég er í góðu sambandi við nokkra,“ segir Nick og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að heimsækja Ísland en ætli sér að bæta úr því. „Ég hef komið einu sinni til Íslands sem strákur, ætli ég hafi ekki verið 6-7 ára, en ég er alltaf á leiðinni aftur eftir að ég fullorðnaðist. Núna er ég að einbeita mér að ferli mínum í NFL-deildinni en ég mun reyna að koma einhvern tímann í fríi.“
Birtist í Fréttablaðinu NFL Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Sjá meira