Of mörgum stöðvum mætt með álagningu Ari Brynjólfsson skrifar 11. maí 2019 08:00 Bensínstöð N1 í Stóragerði verður líklega lokað á næstu árum eftir hálfrar aldar rekstur. Fréttablaðið/Anton Brink „Það eru 46 bensínstöðvar í Reykjavík og ég held að það mótmæli því enginn að þær eru allt of margar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þegar við bætist að borgin vill þróast hratt frá notkun jarðefnaeldsneytis vegna loftslagsmála liggur beint við að finna leiðir til að fækka bensínstöðvum. Það höfum við nú gert með því að móta samningsmarkmið og aðferðafræði til að hvetja til umbreytingar bensínstöðvalóða þannig að í staðinn komi íbúðir, hverfisverslanir eða önnur þjónusta.“ Sextán stöðvar eru í hæsta forgangi borgarinnar um lokun, er þá helst um að ræða bensínstöðvar í íbúahverfum. Þar á meðal eru bensínstöðvar við Stóragerði, Ægisíðu, Hringbraut og Skógarsel. „Borgin mun nú skipa samninganefnd sem mun setjast niður með olíufélögunum til að ná utan um næstu skref eins og hratt og markvisst og kostur er,“ segir Dagur. Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs, segir áform borgarinnar ekki koma á óvart enda hafi stjórnendur Skeljungs átt fleiri en einn fund með borgaryfirvöldum um þetta mál. „Það hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt,“ segir Már. Hefst nú vinna við að kynna sér þá hvata sem búið er að skilgreina fyrir olíufélögin til þess að flýta fyrir fækkun bensínstöðva. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, er jákvæður í garð tillagnanna. „Ég tel þetta jákvæða og eðlilega þróun. Við höfum bent á það á liðnum árum að það er allt of mikið framboð á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu sem kemur þá niður á verði til neytenda. Menn hafa ekki séð hag í því að skera niður því þeir hafi getað mætt því með aukinni álagningu,“ segir Runólfur. „Við höfum talsvert fleiri bensínstöðvar á hvern íbúa en í samanburðarlöndunum. Í fimm kílómetra radíus frá Landspítalanum eru 28 bensínstöðvar.“ Runólfur segir ástæðu fjöldans ekki vera þá að borgarbúar eigi að jafnaði fleiri bíla en íbúar borga í samanburðarlöndunum. „Það er ekki skortur á þjónustustöðvum hér nema síður sé. Þeim fjölgaði á ákveðnu árabili umfram þróun íbúafjölda. Við sjáum það bara þegar við keyrum fram hjá mörgum bensínstöðvum að það er sáralítið um að vera við dælurnar.“ Skipulagsfulltrúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem Fréttablaðið náði tali af í gær sögðu engin áform uppi um að fara í sambærilegar aðgerðir og Reykjavíkurborg. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir það blasa við að bensínstöðvum komi til með að fækka eftir því sem rafbílaflotinn stækkar. „Mín skoðun er sú að fækkun bensínstöðva verði að gerast í samráði við eigendur þeirra og það blasir við að þeim muni fækka í framtíðinni eftir því sem rafvæðingu bílaflotans miðar áfram. Ég er hlynntari því að það gerist þannig í stað þess að sveitarfélagið setji einhverjar kvaðir þar að lútandi,“ segir Rósa. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
„Það eru 46 bensínstöðvar í Reykjavík og ég held að það mótmæli því enginn að þær eru allt of margar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þegar við bætist að borgin vill þróast hratt frá notkun jarðefnaeldsneytis vegna loftslagsmála liggur beint við að finna leiðir til að fækka bensínstöðvum. Það höfum við nú gert með því að móta samningsmarkmið og aðferðafræði til að hvetja til umbreytingar bensínstöðvalóða þannig að í staðinn komi íbúðir, hverfisverslanir eða önnur þjónusta.“ Sextán stöðvar eru í hæsta forgangi borgarinnar um lokun, er þá helst um að ræða bensínstöðvar í íbúahverfum. Þar á meðal eru bensínstöðvar við Stóragerði, Ægisíðu, Hringbraut og Skógarsel. „Borgin mun nú skipa samninganefnd sem mun setjast niður með olíufélögunum til að ná utan um næstu skref eins og hratt og markvisst og kostur er,“ segir Dagur. Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs, segir áform borgarinnar ekki koma á óvart enda hafi stjórnendur Skeljungs átt fleiri en einn fund með borgaryfirvöldum um þetta mál. „Það hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt,“ segir Már. Hefst nú vinna við að kynna sér þá hvata sem búið er að skilgreina fyrir olíufélögin til þess að flýta fyrir fækkun bensínstöðva. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, er jákvæður í garð tillagnanna. „Ég tel þetta jákvæða og eðlilega þróun. Við höfum bent á það á liðnum árum að það er allt of mikið framboð á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu sem kemur þá niður á verði til neytenda. Menn hafa ekki séð hag í því að skera niður því þeir hafi getað mætt því með aukinni álagningu,“ segir Runólfur. „Við höfum talsvert fleiri bensínstöðvar á hvern íbúa en í samanburðarlöndunum. Í fimm kílómetra radíus frá Landspítalanum eru 28 bensínstöðvar.“ Runólfur segir ástæðu fjöldans ekki vera þá að borgarbúar eigi að jafnaði fleiri bíla en íbúar borga í samanburðarlöndunum. „Það er ekki skortur á þjónustustöðvum hér nema síður sé. Þeim fjölgaði á ákveðnu árabili umfram þróun íbúafjölda. Við sjáum það bara þegar við keyrum fram hjá mörgum bensínstöðvum að það er sáralítið um að vera við dælurnar.“ Skipulagsfulltrúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem Fréttablaðið náði tali af í gær sögðu engin áform uppi um að fara í sambærilegar aðgerðir og Reykjavíkurborg. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir það blasa við að bensínstöðvum komi til með að fækka eftir því sem rafbílaflotinn stækkar. „Mín skoðun er sú að fækkun bensínstöðva verði að gerast í samráði við eigendur þeirra og það blasir við að þeim muni fækka í framtíðinni eftir því sem rafvæðingu bílaflotans miðar áfram. Ég er hlynntari því að það gerist þannig í stað þess að sveitarfélagið setji einhverjar kvaðir þar að lútandi,“ segir Rósa.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18