Ráðgera mikinn samdrátt í losun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. maí 2019 09:00 Bílaumferð á Reykjanesbraut. Fréttablaðið/Anton brink Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. Á sama tímabili er gert ráð fyrir að losun frá iðnaði aukist um 17 prósent og losun frá landbúnaði aukist um 5 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar um áætlaðan samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að losun frá úrgangi dragist saman um 28 prósent. Framreikningar sýna að það muni nást 19 prósenta samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 miðað við árið 2005 og 28 prósenta samdráttur muni nást til ársins 2035 miðað við árið 2005. Fram kemur að einungis hafi verið hægt að meta áætlaðan ávinning af aðgerðum í gildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum að takmörkuðu leyti og ekki var tekið tillit til ýmissa annarra aðgerða í samfélaginu vegna skorts á tölulegum gögnum. Þannig má gera ráð fyrir að samdráttur í losun verði enn meiri en gert er ráð fyrir í skýrslunni. Þær aðgerðir sem gert er ráð fyrir að skili mestum árangri snúa að rafbílavæðingu, en þar studdist Umhverfisstofnun við spá Orkuveitu Reykjavíkur um rafbílavæðingu frá árinu 2018. „Ljóst er að skýrsla um framreiknaða losun er gagnlegt tæki til að meta árangur af stefnum og aðgerðum, því með því að styðjast við hana er hægt að leggja betra mat á til hvaða aðgerða er best að grípa, hve hratt breytingar þurfa að eiga sér stað og jafnframt hvaða aðgerðir skili árangri,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. Á sama tímabili er gert ráð fyrir að losun frá iðnaði aukist um 17 prósent og losun frá landbúnaði aukist um 5 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar um áætlaðan samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að losun frá úrgangi dragist saman um 28 prósent. Framreikningar sýna að það muni nást 19 prósenta samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 miðað við árið 2005 og 28 prósenta samdráttur muni nást til ársins 2035 miðað við árið 2005. Fram kemur að einungis hafi verið hægt að meta áætlaðan ávinning af aðgerðum í gildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum að takmörkuðu leyti og ekki var tekið tillit til ýmissa annarra aðgerða í samfélaginu vegna skorts á tölulegum gögnum. Þannig má gera ráð fyrir að samdráttur í losun verði enn meiri en gert er ráð fyrir í skýrslunni. Þær aðgerðir sem gert er ráð fyrir að skili mestum árangri snúa að rafbílavæðingu, en þar studdist Umhverfisstofnun við spá Orkuveitu Reykjavíkur um rafbílavæðingu frá árinu 2018. „Ljóst er að skýrsla um framreiknaða losun er gagnlegt tæki til að meta árangur af stefnum og aðgerðum, því með því að styðjast við hana er hægt að leggja betra mat á til hvaða aðgerða er best að grípa, hve hratt breytingar þurfa að eiga sér stað og jafnframt hvaða aðgerðir skili árangri,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira