Íslenskir hjúkrunarfræðingar í 100 ár á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 11. maí 2019 10:16 Þær voru ekki margar, konurnar sem hittust í bakherbergi í Fjalarkettinum í Reykjavík eitt nóvemberkvöld fyrir tæpri öld og ákváðu að stofna félag. Konurnar áttu það sameiginlegt að hafa lagt stund á hjúkrun eða starfað við umönnun sjúklinga og var tilgangur félagsins að hjálpa stúlkum sem vildu fullnuma sig í hjúkrun en fyrstu tvö ár námsins gátu þær lært hér heima en síðasta árið í Danmörku. Hugsjónin um góða menntun hjúkrunarkvenna varð kveikjan að fyrsta félagi hjúkrunarkvenna, síðar hjúkrunarfræðinga og allar götur síðan hafa hjúkrunarfræðinga unnið að því að hjúkrunarmenntun sé í hæsta gæðaflokki hér á landi og hefur sem dæmi hjúkrunarfræði verið kennd á háskólastigi frá 1973. Það hefur orðið raunin enda er t.d. hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands í 100. til 150. sæti af öllum hjúkrunarfræðideildum í heiminum í dag. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar í ár hundrað ára afmæli en félagið er eitt elsta fag- og stéttarfélag kvenna hér á landi. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar frá stofnun félagsins, hefur það alla tíð barist fyrir bættum kjörum og mannsæmandi launum fyrir hjúkrunarfræðinga en 97% þeirra eru konur. Þeirri baráttu er alls ekki lokið og skýtur að vissu leyti skökku við þar sem Ísland er talið það land sem stendur hvað fremst á heimsvísu þegar rætt er um jöfn laun og stöðu kynjanna. Hjúkrunarfræðingar hafa þó áorkað miklu í íslensku heilbrigðikerfi og átt ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustu landsmanna. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin og hafa oft verið nefndir hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Þeir gegna mikilvægu hlutverki á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, fylgja landsmönnum frá vöggu til grafar og sinna þeim á jafnvel þeirra bestu og verstu stundum lífsins. Þó mikið hafi áunnist í viðurkenningu á störfum hjúkrunarfræðinga í íslensku heilbrigðiskerfi erum við enn eftirbátar annarra framsækinna þjóða. Þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett fram eindregin tilmæli um að framlag hjúkrunarfræðinga sé styrkt enn frekar með betri nýtingu á þekkingu og reynslu þeirra í heilbrigðiskerfinu. Leiðtogar heimsins hafa verið hvattir til að fjárfesta í hjúkrun til að hámarka framlag hjúkrunarfræðinga og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags þeirra. Til að vekja enn frekari athygli á mikilvægi málsins mun WHO helga árið 2020 hjúkrunarfræðingum. Skýrslur Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) síðustu tvö ár eru á sömu nótum. Breyttar áherslur í heilbrigðiskerfinu og betri nýting á þekkingu og reynslu hjúkrunarfræðinga í starfi, skilar sömu gæðum og bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem og styttri biðtíma. Hér er því kjörið tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld, því með auknu vægi hjúkrunar geta þau tryggt fjárhaglega hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónustu en veitt er í dag. Í tilefni af aldarafmælinu mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna árinu áfram með ýmsum viðburðum. Á morgun, 12. maí, er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga og af því tilefni verður haldin messa í Grafarvogskirkju þar sem hjúkrunarfræðinga munu taka virkan þátt í athöfninni. Einnig má þar nefna sögusýninguna Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð sem haldin verður í Árbæjarsafni og er öllum landsmönnum opin. Sýningin verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní en þessi dagur er merkilegur í sögu hjúkrunarfræðinga því á þeim degi árið 1933 undirritaði Kristján X. hjúkrunarkvennalög sem gerðu starf hjúkrunarkvenna á Íslandi lögverndað. Sérstök fjölskylduhátíð verður fyrir landsmenn 15. ágúst en sýningin mun standa fram í október 2019. Jafnframt verður ráðstefna, Hjúkrun 2019, haldin á Akureyri 26. -27. september með yfirskriftinni Framtíð, frumkvæði og forvarnir Getur hjúkrun bjargað heilbrigðiskerfinu?Ljóst er að margt hefur áunnist á síðustu 100 árum en áfram mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga taka þátt í og hafa frumkvæði að umræðu um hjúkrunar- og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi. Til hamingju kæru hjúkrunarfræðingar.Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þær voru ekki margar, konurnar sem hittust í bakherbergi í Fjalarkettinum í Reykjavík eitt nóvemberkvöld fyrir tæpri öld og ákváðu að stofna félag. Konurnar áttu það sameiginlegt að hafa lagt stund á hjúkrun eða starfað við umönnun sjúklinga og var tilgangur félagsins að hjálpa stúlkum sem vildu fullnuma sig í hjúkrun en fyrstu tvö ár námsins gátu þær lært hér heima en síðasta árið í Danmörku. Hugsjónin um góða menntun hjúkrunarkvenna varð kveikjan að fyrsta félagi hjúkrunarkvenna, síðar hjúkrunarfræðinga og allar götur síðan hafa hjúkrunarfræðinga unnið að því að hjúkrunarmenntun sé í hæsta gæðaflokki hér á landi og hefur sem dæmi hjúkrunarfræði verið kennd á háskólastigi frá 1973. Það hefur orðið raunin enda er t.d. hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands í 100. til 150. sæti af öllum hjúkrunarfræðideildum í heiminum í dag. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar í ár hundrað ára afmæli en félagið er eitt elsta fag- og stéttarfélag kvenna hér á landi. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar frá stofnun félagsins, hefur það alla tíð barist fyrir bættum kjörum og mannsæmandi launum fyrir hjúkrunarfræðinga en 97% þeirra eru konur. Þeirri baráttu er alls ekki lokið og skýtur að vissu leyti skökku við þar sem Ísland er talið það land sem stendur hvað fremst á heimsvísu þegar rætt er um jöfn laun og stöðu kynjanna. Hjúkrunarfræðingar hafa þó áorkað miklu í íslensku heilbrigðikerfi og átt ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustu landsmanna. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin og hafa oft verið nefndir hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Þeir gegna mikilvægu hlutverki á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, fylgja landsmönnum frá vöggu til grafar og sinna þeim á jafnvel þeirra bestu og verstu stundum lífsins. Þó mikið hafi áunnist í viðurkenningu á störfum hjúkrunarfræðinga í íslensku heilbrigðiskerfi erum við enn eftirbátar annarra framsækinna þjóða. Þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett fram eindregin tilmæli um að framlag hjúkrunarfræðinga sé styrkt enn frekar með betri nýtingu á þekkingu og reynslu þeirra í heilbrigðiskerfinu. Leiðtogar heimsins hafa verið hvattir til að fjárfesta í hjúkrun til að hámarka framlag hjúkrunarfræðinga og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags þeirra. Til að vekja enn frekari athygli á mikilvægi málsins mun WHO helga árið 2020 hjúkrunarfræðingum. Skýrslur Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) síðustu tvö ár eru á sömu nótum. Breyttar áherslur í heilbrigðiskerfinu og betri nýting á þekkingu og reynslu hjúkrunarfræðinga í starfi, skilar sömu gæðum og bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem og styttri biðtíma. Hér er því kjörið tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld, því með auknu vægi hjúkrunar geta þau tryggt fjárhaglega hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónustu en veitt er í dag. Í tilefni af aldarafmælinu mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna árinu áfram með ýmsum viðburðum. Á morgun, 12. maí, er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga og af því tilefni verður haldin messa í Grafarvogskirkju þar sem hjúkrunarfræðinga munu taka virkan þátt í athöfninni. Einnig má þar nefna sögusýninguna Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð sem haldin verður í Árbæjarsafni og er öllum landsmönnum opin. Sýningin verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní en þessi dagur er merkilegur í sögu hjúkrunarfræðinga því á þeim degi árið 1933 undirritaði Kristján X. hjúkrunarkvennalög sem gerðu starf hjúkrunarkvenna á Íslandi lögverndað. Sérstök fjölskylduhátíð verður fyrir landsmenn 15. ágúst en sýningin mun standa fram í október 2019. Jafnframt verður ráðstefna, Hjúkrun 2019, haldin á Akureyri 26. -27. september með yfirskriftinni Framtíð, frumkvæði og forvarnir Getur hjúkrun bjargað heilbrigðiskerfinu?Ljóst er að margt hefur áunnist á síðustu 100 árum en áfram mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga taka þátt í og hafa frumkvæði að umræðu um hjúkrunar- og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi. Til hamingju kæru hjúkrunarfræðingar.Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun