Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2019 12:26 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar í Marokkó komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. „Mér skilst að saksóknarar muni krefjast dauðadóms. Ég er algerlega sammála því,“ segir lögmaðurinn Khalil El Fataoui í samtali við norska Dagbladet. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma en þar réðust fjórir menn á þær og drápu þar sem þær voru í tjaldi í gönguferð sinni í Atlasfjöllum. Áður hefur verið greint frá því að mennirnir hafi verið verið þar á ferli í þeim eina tilgangi að drepa ferðamenn. Skömmu eftir morðin fór svo myndband af þeim í dreifingu á samfélagsmiðlum.Verri en skepnur Alls hafa nú 24 verið ákærðir vegna aðildar að morðunum. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að fresta réttarhöldunum um tvær vikur og hefjast þau nú 16. maí. El Fataoui, sem er lögmaður fjölskyldu Vesterager Jespersen, segir það vera sinn skilningur að saksóknari komi til með að fara fram á dauðadóm yfir þrjá eða fjóra hinna ákærðu. Hann sjálfur sé því sammála. „Morðingjarnir hafa framkvæmt skelfilega hluti og Marokkó – og heimilinum öllum – stafar enn hætta af þeim,“ segir El Fataoui í samtali við Dagbladet. Hann segist ekki vera á því að allir sakborningarnir skuli hljóta dauðadóm en að fjórir þeirra séu „verri en skepnur“.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í Marokkó„Fjórir aðalsakborninganna eru ekki manneskjur, þeir eru vondir glæpamenn sem hafa hagað sér verri en skepnur. Þeir ættu að fá dauðadóm, og ég er frekar viss um að þeir komi til með að fá það,“ segir El Fataoui.Sjaldan verið framfylgt Jafnvel þó að mennirnir komi til með að hljóta dauðadóm er alls óvíst hvort að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993, þó að um hundrað dauðadæmdir fangar séu nú í fangelsum landsins. Dómstóll í Marokkó hefur nú þegar dæmt svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar í Marokkó komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. „Mér skilst að saksóknarar muni krefjast dauðadóms. Ég er algerlega sammála því,“ segir lögmaðurinn Khalil El Fataoui í samtali við norska Dagbladet. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma en þar réðust fjórir menn á þær og drápu þar sem þær voru í tjaldi í gönguferð sinni í Atlasfjöllum. Áður hefur verið greint frá því að mennirnir hafi verið verið þar á ferli í þeim eina tilgangi að drepa ferðamenn. Skömmu eftir morðin fór svo myndband af þeim í dreifingu á samfélagsmiðlum.Verri en skepnur Alls hafa nú 24 verið ákærðir vegna aðildar að morðunum. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að fresta réttarhöldunum um tvær vikur og hefjast þau nú 16. maí. El Fataoui, sem er lögmaður fjölskyldu Vesterager Jespersen, segir það vera sinn skilningur að saksóknari komi til með að fara fram á dauðadóm yfir þrjá eða fjóra hinna ákærðu. Hann sjálfur sé því sammála. „Morðingjarnir hafa framkvæmt skelfilega hluti og Marokkó – og heimilinum öllum – stafar enn hætta af þeim,“ segir El Fataoui í samtali við Dagbladet. Hann segist ekki vera á því að allir sakborningarnir skuli hljóta dauðadóm en að fjórir þeirra séu „verri en skepnur“.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í Marokkó„Fjórir aðalsakborninganna eru ekki manneskjur, þeir eru vondir glæpamenn sem hafa hagað sér verri en skepnur. Þeir ættu að fá dauðadóm, og ég er frekar viss um að þeir komi til með að fá það,“ segir El Fataoui.Sjaldan verið framfylgt Jafnvel þó að mennirnir komi til með að hljóta dauðadóm er alls óvíst hvort að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993, þó að um hundrað dauðadæmdir fangar séu nú í fangelsum landsins. Dómstóll í Marokkó hefur nú þegar dæmt svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29