Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2019 12:26 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar í Marokkó komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. „Mér skilst að saksóknarar muni krefjast dauðadóms. Ég er algerlega sammála því,“ segir lögmaðurinn Khalil El Fataoui í samtali við norska Dagbladet. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma en þar réðust fjórir menn á þær og drápu þar sem þær voru í tjaldi í gönguferð sinni í Atlasfjöllum. Áður hefur verið greint frá því að mennirnir hafi verið verið þar á ferli í þeim eina tilgangi að drepa ferðamenn. Skömmu eftir morðin fór svo myndband af þeim í dreifingu á samfélagsmiðlum.Verri en skepnur Alls hafa nú 24 verið ákærðir vegna aðildar að morðunum. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að fresta réttarhöldunum um tvær vikur og hefjast þau nú 16. maí. El Fataoui, sem er lögmaður fjölskyldu Vesterager Jespersen, segir það vera sinn skilningur að saksóknari komi til með að fara fram á dauðadóm yfir þrjá eða fjóra hinna ákærðu. Hann sjálfur sé því sammála. „Morðingjarnir hafa framkvæmt skelfilega hluti og Marokkó – og heimilinum öllum – stafar enn hætta af þeim,“ segir El Fataoui í samtali við Dagbladet. Hann segist ekki vera á því að allir sakborningarnir skuli hljóta dauðadóm en að fjórir þeirra séu „verri en skepnur“.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í Marokkó„Fjórir aðalsakborninganna eru ekki manneskjur, þeir eru vondir glæpamenn sem hafa hagað sér verri en skepnur. Þeir ættu að fá dauðadóm, og ég er frekar viss um að þeir komi til með að fá það,“ segir El Fataoui.Sjaldan verið framfylgt Jafnvel þó að mennirnir komi til með að hljóta dauðadóm er alls óvíst hvort að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993, þó að um hundrað dauðadæmdir fangar séu nú í fangelsum landsins. Dómstóll í Marokkó hefur nú þegar dæmt svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar í Marokkó komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. „Mér skilst að saksóknarar muni krefjast dauðadóms. Ég er algerlega sammála því,“ segir lögmaðurinn Khalil El Fataoui í samtali við norska Dagbladet. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma en þar réðust fjórir menn á þær og drápu þar sem þær voru í tjaldi í gönguferð sinni í Atlasfjöllum. Áður hefur verið greint frá því að mennirnir hafi verið verið þar á ferli í þeim eina tilgangi að drepa ferðamenn. Skömmu eftir morðin fór svo myndband af þeim í dreifingu á samfélagsmiðlum.Verri en skepnur Alls hafa nú 24 verið ákærðir vegna aðildar að morðunum. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að fresta réttarhöldunum um tvær vikur og hefjast þau nú 16. maí. El Fataoui, sem er lögmaður fjölskyldu Vesterager Jespersen, segir það vera sinn skilningur að saksóknari komi til með að fara fram á dauðadóm yfir þrjá eða fjóra hinna ákærðu. Hann sjálfur sé því sammála. „Morðingjarnir hafa framkvæmt skelfilega hluti og Marokkó – og heimilinum öllum – stafar enn hætta af þeim,“ segir El Fataoui í samtali við Dagbladet. Hann segist ekki vera á því að allir sakborningarnir skuli hljóta dauðadóm en að fjórir þeirra séu „verri en skepnur“.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í Marokkó„Fjórir aðalsakborninganna eru ekki manneskjur, þeir eru vondir glæpamenn sem hafa hagað sér verri en skepnur. Þeir ættu að fá dauðadóm, og ég er frekar viss um að þeir komi til með að fá það,“ segir El Fataoui.Sjaldan verið framfylgt Jafnvel þó að mennirnir komi til með að hljóta dauðadóm er alls óvíst hvort að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993, þó að um hundrað dauðadæmdir fangar séu nú í fangelsum landsins. Dómstóll í Marokkó hefur nú þegar dæmt svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29