Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2019 12:26 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar í Marokkó komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. „Mér skilst að saksóknarar muni krefjast dauðadóms. Ég er algerlega sammála því,“ segir lögmaðurinn Khalil El Fataoui í samtali við norska Dagbladet. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma en þar réðust fjórir menn á þær og drápu þar sem þær voru í tjaldi í gönguferð sinni í Atlasfjöllum. Áður hefur verið greint frá því að mennirnir hafi verið verið þar á ferli í þeim eina tilgangi að drepa ferðamenn. Skömmu eftir morðin fór svo myndband af þeim í dreifingu á samfélagsmiðlum.Verri en skepnur Alls hafa nú 24 verið ákærðir vegna aðildar að morðunum. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að fresta réttarhöldunum um tvær vikur og hefjast þau nú 16. maí. El Fataoui, sem er lögmaður fjölskyldu Vesterager Jespersen, segir það vera sinn skilningur að saksóknari komi til með að fara fram á dauðadóm yfir þrjá eða fjóra hinna ákærðu. Hann sjálfur sé því sammála. „Morðingjarnir hafa framkvæmt skelfilega hluti og Marokkó – og heimilinum öllum – stafar enn hætta af þeim,“ segir El Fataoui í samtali við Dagbladet. Hann segist ekki vera á því að allir sakborningarnir skuli hljóta dauðadóm en að fjórir þeirra séu „verri en skepnur“.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í Marokkó„Fjórir aðalsakborninganna eru ekki manneskjur, þeir eru vondir glæpamenn sem hafa hagað sér verri en skepnur. Þeir ættu að fá dauðadóm, og ég er frekar viss um að þeir komi til með að fá það,“ segir El Fataoui.Sjaldan verið framfylgt Jafnvel þó að mennirnir komi til með að hljóta dauðadóm er alls óvíst hvort að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993, þó að um hundrað dauðadæmdir fangar séu nú í fangelsum landsins. Dómstóll í Marokkó hefur nú þegar dæmt svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar í Marokkó komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. „Mér skilst að saksóknarar muni krefjast dauðadóms. Ég er algerlega sammála því,“ segir lögmaðurinn Khalil El Fataoui í samtali við norska Dagbladet. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma en þar réðust fjórir menn á þær og drápu þar sem þær voru í tjaldi í gönguferð sinni í Atlasfjöllum. Áður hefur verið greint frá því að mennirnir hafi verið verið þar á ferli í þeim eina tilgangi að drepa ferðamenn. Skömmu eftir morðin fór svo myndband af þeim í dreifingu á samfélagsmiðlum.Verri en skepnur Alls hafa nú 24 verið ákærðir vegna aðildar að morðunum. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að fresta réttarhöldunum um tvær vikur og hefjast þau nú 16. maí. El Fataoui, sem er lögmaður fjölskyldu Vesterager Jespersen, segir það vera sinn skilningur að saksóknari komi til með að fara fram á dauðadóm yfir þrjá eða fjóra hinna ákærðu. Hann sjálfur sé því sammála. „Morðingjarnir hafa framkvæmt skelfilega hluti og Marokkó – og heimilinum öllum – stafar enn hætta af þeim,“ segir El Fataoui í samtali við Dagbladet. Hann segist ekki vera á því að allir sakborningarnir skuli hljóta dauðadóm en að fjórir þeirra séu „verri en skepnur“.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í Marokkó„Fjórir aðalsakborninganna eru ekki manneskjur, þeir eru vondir glæpamenn sem hafa hagað sér verri en skepnur. Þeir ættu að fá dauðadóm, og ég er frekar viss um að þeir komi til með að fá það,“ segir El Fataoui.Sjaldan verið framfylgt Jafnvel þó að mennirnir komi til með að hljóta dauðadóm er alls óvíst hvort að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993, þó að um hundrað dauðadæmdir fangar séu nú í fangelsum landsins. Dómstóll í Marokkó hefur nú þegar dæmt svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29