Engin íþróttaiðkun fyrir hreyfihömluð börn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2019 21:00 Engin íþróttaiðkun er í boði fyrir hreyfihömluð börn sem veldur vanlíðan og félagslegri einangrun. Þá þarf að huga betur að aðgengismálum en dæmi eru um að þau komist ekki með í skólaferðir þar sem ekki hefur verið hugsað fyrir þörfum þeirra. Þau Hilmar Lúther Davíðsson og Bergdís Ósk Vilhjálmsdóttir eru bæði með hreyfihömlunarsjúkdóminn CP. Þau voru í sérfræðihópi fatlaðra barna sem félags- og barnamálaráðherra og umboðsmaður barna settu á laggirnar í þeim tilgangi að fá ábendingar frá börnunum um það sem betur má fara þegar kemur að málaflokknum. Í tillögum hópsins, sem var skilað á dögunum, er talað um fáa kosti til íþróttaiðkunar fyrir börn og unglinga með hreyfihömlun. „Ég hef æft íþróttir mjög lengi og ég þurfti að hætta því það voru of miklar kröfur og ég hef verið að leita af einhverju fyrir hreyfihamlaða krakka en það er ekki neitt í boði,“ segir Hilmar og bætir við að lélegt aðgengi að hreyfingu og félagsskap vanlíðan og félagslegri einangrun. Þá kemur fram í skýrslunni að einelti í skólum sé algengt vandamál sem ekki væri tekið nægjanlega föstum tökum. Bæði hafa þau orðið fyrir einelti og segja að málin séu ekki unnin í samstarfi við þolendur. Það þurfi að fræða starfsfólk um einelti, ekki einungis börnin. Þá kemur fram í skýrslunni að skólarnir þurfi betur að aðgengismálum fyrir fötluð börn og unglinga. „Eins og þegar ég er að fara í skólaferðir þá er eitthvað líkamlegt sem ég get ekki gert. Það heftir mann mjög mikið. Nýlega þá var skólaferð eftir samræmdu prófin og við áttum að fara á skíði og það var engin sem gat farið með mig og þá endaði með því að ég gat ekki farið og ég þurfti að læra allan daginn,“ segir Bergdís. Börn og uppeldi Heilsa Jafnréttismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fleiri fréttir Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Sjá meira
Engin íþróttaiðkun er í boði fyrir hreyfihömluð börn sem veldur vanlíðan og félagslegri einangrun. Þá þarf að huga betur að aðgengismálum en dæmi eru um að þau komist ekki með í skólaferðir þar sem ekki hefur verið hugsað fyrir þörfum þeirra. Þau Hilmar Lúther Davíðsson og Bergdís Ósk Vilhjálmsdóttir eru bæði með hreyfihömlunarsjúkdóminn CP. Þau voru í sérfræðihópi fatlaðra barna sem félags- og barnamálaráðherra og umboðsmaður barna settu á laggirnar í þeim tilgangi að fá ábendingar frá börnunum um það sem betur má fara þegar kemur að málaflokknum. Í tillögum hópsins, sem var skilað á dögunum, er talað um fáa kosti til íþróttaiðkunar fyrir börn og unglinga með hreyfihömlun. „Ég hef æft íþróttir mjög lengi og ég þurfti að hætta því það voru of miklar kröfur og ég hef verið að leita af einhverju fyrir hreyfihamlaða krakka en það er ekki neitt í boði,“ segir Hilmar og bætir við að lélegt aðgengi að hreyfingu og félagsskap vanlíðan og félagslegri einangrun. Þá kemur fram í skýrslunni að einelti í skólum sé algengt vandamál sem ekki væri tekið nægjanlega föstum tökum. Bæði hafa þau orðið fyrir einelti og segja að málin séu ekki unnin í samstarfi við þolendur. Það þurfi að fræða starfsfólk um einelti, ekki einungis börnin. Þá kemur fram í skýrslunni að skólarnir þurfi betur að aðgengismálum fyrir fötluð börn og unglinga. „Eins og þegar ég er að fara í skólaferðir þá er eitthvað líkamlegt sem ég get ekki gert. Það heftir mann mjög mikið. Nýlega þá var skólaferð eftir samræmdu prófin og við áttum að fara á skíði og það var engin sem gat farið með mig og þá endaði með því að ég gat ekki farið og ég þurfti að læra allan daginn,“ segir Bergdís.
Börn og uppeldi Heilsa Jafnréttismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fleiri fréttir Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Sjá meira