Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 13. maí 2019 09:00 Kirkorov sæmdur heiðursorðu af Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Kremlin.ru Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. Allt í einu þyrptust ljósmyndarar að Rússanum hárprúða sem naut athyglinnar og baðaði sig í sviðsljósinu klæddur í rándýr Gucci föt. Með honum var söngvari Rússanna, Sergey Lazarev, en Kirkorov er skráður annar höfunda lagsins Scream sem Lazarev flytur. Hver er þessi gaur? hugsaði undirritaður og skildi ekkert í æsingnum. En saga hans er ansi sérstök og þess virði að segja hér þótt ekki sé nema að litlu leyti. Kirkorov er ávallt með fylgdarlið í kringum sig og veltu einhverjir gestir í norræna partýinu í gær fyrir sér hvort ljósmyndararnir sem flykktust að honum við komuna í partýið í gær væru mögulega, einhverjir að minnsta kosti, á hans vegum. Kirkorov er sonur búlgarsks söngvara af armenskum uppruna en móðir hans er af gyðingaættum. Hann er fæddur í Búlgaríu, fæddur 1967 og er því 52 ára. Hann keppti í Eurovision árið 1995 fyrir hönd Rússlands með laginu Lullaby for the volcano.Síðan hefur hann einbeitt sér að því að semja lög, bæði framlag Hvíta-Rússlands árið 2007, Work your Magic, og framlag Úkraínu árið 2008, Shady Lady, sem hafnaði í öðru sæti.Þá var hann í dómnefndinni í búlgarska idolinu árið 2008 þegar eitt eftirminnilegasta og hlægilegasta atriði í sögu keppninnar, um heim allan, varð að veruleika. Þegar söngkona nokkur flutti lag með Mariuh Carey. Söngkonan, Valentina Hasan, kynnti lagið sem „Ken Lee“. Sjón er sögu ríkari en óhætt er að segja að Philipp og félagar í dómnefndinni hafi ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið. Gaman er að bera hárgreiðslu Philipp þá saman við greiðsluna í dag.Blaðakonur fengið að kenna á Kirkorov En Kirkorov er langt í frá að vera herra heilagur, raunar mætti flokka hann sem „bad boy“ enda hefur hann skandalað nokkrum sinnum yfir sig. Versti skandallinn var líkast til í rússnesku borginni Rostov árið 2004. Á blaðamannafundi spurði blaðakona út í ástæður þess að Kirkorov væri svo iðinn að gera ábreiður af bandarískum og evrópskum slögurum. Kirkorov svaraði blaðakonunni að lokum að hann væri þreyttur á bleiku blússunni hennar, brjóstunum á henni og hljóðnemanum. Krafðist hann þess að henni yrði vikið á dyr. Þegar hún yfirgaf salinn gripu lífverðir Kirkorov til sinna ráða, réðust að henni fyrir utan og eyðilögðu upptökugræju hennar. Var Kirkorov síðar dæmdur og sektaður fyrir framkomu sína. Hann hefur lent í fleiri opinberum deilum auk þess sem hann þurfti að segja sig úr rússneskum dómnefndinni í Eurovison árið 2009 þegar í ljós kom að hann hefði setið að snæðingi með keppendum í aðdragandanum. Meðal annars Alexander Rybak sem hrósaði sigri á kostnað Jóhönnu Guðrúnar okkar. Þá hefur Kirkorov komið illa fram við fleiri blaðakonur. Hann tók myndavél einnar með valdi en baðst síðar afsökunar á því. Þá sló hann til annarrar blaðakonu á göngu sinni á tónleikum. Sömuleiðis fékk aðstoðarkona hans löðrung vegna þess að hann var ósáttur við lýsingu á tónleikum. Kirkorov baðaði sig í sviðsljósinu í norræna partýinu á laugardaginn eins og sjá má á Instagram-reikningi hans sem er afar metnaðarfullur og greinilega í umsjón hæfileikaríkra aðstoðarmanna. Eurovision Rússland Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. Allt í einu þyrptust ljósmyndarar að Rússanum hárprúða sem naut athyglinnar og baðaði sig í sviðsljósinu klæddur í rándýr Gucci föt. Með honum var söngvari Rússanna, Sergey Lazarev, en Kirkorov er skráður annar höfunda lagsins Scream sem Lazarev flytur. Hver er þessi gaur? hugsaði undirritaður og skildi ekkert í æsingnum. En saga hans er ansi sérstök og þess virði að segja hér þótt ekki sé nema að litlu leyti. Kirkorov er ávallt með fylgdarlið í kringum sig og veltu einhverjir gestir í norræna partýinu í gær fyrir sér hvort ljósmyndararnir sem flykktust að honum við komuna í partýið í gær væru mögulega, einhverjir að minnsta kosti, á hans vegum. Kirkorov er sonur búlgarsks söngvara af armenskum uppruna en móðir hans er af gyðingaættum. Hann er fæddur í Búlgaríu, fæddur 1967 og er því 52 ára. Hann keppti í Eurovision árið 1995 fyrir hönd Rússlands með laginu Lullaby for the volcano.Síðan hefur hann einbeitt sér að því að semja lög, bæði framlag Hvíta-Rússlands árið 2007, Work your Magic, og framlag Úkraínu árið 2008, Shady Lady, sem hafnaði í öðru sæti.Þá var hann í dómnefndinni í búlgarska idolinu árið 2008 þegar eitt eftirminnilegasta og hlægilegasta atriði í sögu keppninnar, um heim allan, varð að veruleika. Þegar söngkona nokkur flutti lag með Mariuh Carey. Söngkonan, Valentina Hasan, kynnti lagið sem „Ken Lee“. Sjón er sögu ríkari en óhætt er að segja að Philipp og félagar í dómnefndinni hafi ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið. Gaman er að bera hárgreiðslu Philipp þá saman við greiðsluna í dag.Blaðakonur fengið að kenna á Kirkorov En Kirkorov er langt í frá að vera herra heilagur, raunar mætti flokka hann sem „bad boy“ enda hefur hann skandalað nokkrum sinnum yfir sig. Versti skandallinn var líkast til í rússnesku borginni Rostov árið 2004. Á blaðamannafundi spurði blaðakona út í ástæður þess að Kirkorov væri svo iðinn að gera ábreiður af bandarískum og evrópskum slögurum. Kirkorov svaraði blaðakonunni að lokum að hann væri þreyttur á bleiku blússunni hennar, brjóstunum á henni og hljóðnemanum. Krafðist hann þess að henni yrði vikið á dyr. Þegar hún yfirgaf salinn gripu lífverðir Kirkorov til sinna ráða, réðust að henni fyrir utan og eyðilögðu upptökugræju hennar. Var Kirkorov síðar dæmdur og sektaður fyrir framkomu sína. Hann hefur lent í fleiri opinberum deilum auk þess sem hann þurfti að segja sig úr rússneskum dómnefndinni í Eurovison árið 2009 þegar í ljós kom að hann hefði setið að snæðingi með keppendum í aðdragandanum. Meðal annars Alexander Rybak sem hrósaði sigri á kostnað Jóhönnu Guðrúnar okkar. Þá hefur Kirkorov komið illa fram við fleiri blaðakonur. Hann tók myndavél einnar með valdi en baðst síðar afsökunar á því. Þá sló hann til annarrar blaðakonu á göngu sinni á tónleikum. Sömuleiðis fékk aðstoðarkona hans löðrung vegna þess að hann var ósáttur við lýsingu á tónleikum. Kirkorov baðaði sig í sviðsljósinu í norræna partýinu á laugardaginn eins og sjá má á Instagram-reikningi hans sem er afar metnaðarfullur og greinilega í umsjón hæfileikaríkra aðstoðarmanna.
Eurovision Rússland Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira