Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 13. maí 2019 09:00 Kirkorov sæmdur heiðursorðu af Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Kremlin.ru Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. Allt í einu þyrptust ljósmyndarar að Rússanum hárprúða sem naut athyglinnar og baðaði sig í sviðsljósinu klæddur í rándýr Gucci föt. Með honum var söngvari Rússanna, Sergey Lazarev, en Kirkorov er skráður annar höfunda lagsins Scream sem Lazarev flytur. Hver er þessi gaur? hugsaði undirritaður og skildi ekkert í æsingnum. En saga hans er ansi sérstök og þess virði að segja hér þótt ekki sé nema að litlu leyti. Kirkorov er ávallt með fylgdarlið í kringum sig og veltu einhverjir gestir í norræna partýinu í gær fyrir sér hvort ljósmyndararnir sem flykktust að honum við komuna í partýið í gær væru mögulega, einhverjir að minnsta kosti, á hans vegum. Kirkorov er sonur búlgarsks söngvara af armenskum uppruna en móðir hans er af gyðingaættum. Hann er fæddur í Búlgaríu, fæddur 1967 og er því 52 ára. Hann keppti í Eurovision árið 1995 fyrir hönd Rússlands með laginu Lullaby for the volcano.Síðan hefur hann einbeitt sér að því að semja lög, bæði framlag Hvíta-Rússlands árið 2007, Work your Magic, og framlag Úkraínu árið 2008, Shady Lady, sem hafnaði í öðru sæti.Þá var hann í dómnefndinni í búlgarska idolinu árið 2008 þegar eitt eftirminnilegasta og hlægilegasta atriði í sögu keppninnar, um heim allan, varð að veruleika. Þegar söngkona nokkur flutti lag með Mariuh Carey. Söngkonan, Valentina Hasan, kynnti lagið sem „Ken Lee“. Sjón er sögu ríkari en óhætt er að segja að Philipp og félagar í dómnefndinni hafi ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið. Gaman er að bera hárgreiðslu Philipp þá saman við greiðsluna í dag.Blaðakonur fengið að kenna á Kirkorov En Kirkorov er langt í frá að vera herra heilagur, raunar mætti flokka hann sem „bad boy“ enda hefur hann skandalað nokkrum sinnum yfir sig. Versti skandallinn var líkast til í rússnesku borginni Rostov árið 2004. Á blaðamannafundi spurði blaðakona út í ástæður þess að Kirkorov væri svo iðinn að gera ábreiður af bandarískum og evrópskum slögurum. Kirkorov svaraði blaðakonunni að lokum að hann væri þreyttur á bleiku blússunni hennar, brjóstunum á henni og hljóðnemanum. Krafðist hann þess að henni yrði vikið á dyr. Þegar hún yfirgaf salinn gripu lífverðir Kirkorov til sinna ráða, réðust að henni fyrir utan og eyðilögðu upptökugræju hennar. Var Kirkorov síðar dæmdur og sektaður fyrir framkomu sína. Hann hefur lent í fleiri opinberum deilum auk þess sem hann þurfti að segja sig úr rússneskum dómnefndinni í Eurovison árið 2009 þegar í ljós kom að hann hefði setið að snæðingi með keppendum í aðdragandanum. Meðal annars Alexander Rybak sem hrósaði sigri á kostnað Jóhönnu Guðrúnar okkar. Þá hefur Kirkorov komið illa fram við fleiri blaðakonur. Hann tók myndavél einnar með valdi en baðst síðar afsökunar á því. Þá sló hann til annarrar blaðakonu á göngu sinni á tónleikum. Sömuleiðis fékk aðstoðarkona hans löðrung vegna þess að hann var ósáttur við lýsingu á tónleikum. Kirkorov baðaði sig í sviðsljósinu í norræna partýinu á laugardaginn eins og sjá má á Instagram-reikningi hans sem er afar metnaðarfullur og greinilega í umsjón hæfileikaríkra aðstoðarmanna. Eurovision Rússland Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. Allt í einu þyrptust ljósmyndarar að Rússanum hárprúða sem naut athyglinnar og baðaði sig í sviðsljósinu klæddur í rándýr Gucci föt. Með honum var söngvari Rússanna, Sergey Lazarev, en Kirkorov er skráður annar höfunda lagsins Scream sem Lazarev flytur. Hver er þessi gaur? hugsaði undirritaður og skildi ekkert í æsingnum. En saga hans er ansi sérstök og þess virði að segja hér þótt ekki sé nema að litlu leyti. Kirkorov er ávallt með fylgdarlið í kringum sig og veltu einhverjir gestir í norræna partýinu í gær fyrir sér hvort ljósmyndararnir sem flykktust að honum við komuna í partýið í gær væru mögulega, einhverjir að minnsta kosti, á hans vegum. Kirkorov er sonur búlgarsks söngvara af armenskum uppruna en móðir hans er af gyðingaættum. Hann er fæddur í Búlgaríu, fæddur 1967 og er því 52 ára. Hann keppti í Eurovision árið 1995 fyrir hönd Rússlands með laginu Lullaby for the volcano.Síðan hefur hann einbeitt sér að því að semja lög, bæði framlag Hvíta-Rússlands árið 2007, Work your Magic, og framlag Úkraínu árið 2008, Shady Lady, sem hafnaði í öðru sæti.Þá var hann í dómnefndinni í búlgarska idolinu árið 2008 þegar eitt eftirminnilegasta og hlægilegasta atriði í sögu keppninnar, um heim allan, varð að veruleika. Þegar söngkona nokkur flutti lag með Mariuh Carey. Söngkonan, Valentina Hasan, kynnti lagið sem „Ken Lee“. Sjón er sögu ríkari en óhætt er að segja að Philipp og félagar í dómnefndinni hafi ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið. Gaman er að bera hárgreiðslu Philipp þá saman við greiðsluna í dag.Blaðakonur fengið að kenna á Kirkorov En Kirkorov er langt í frá að vera herra heilagur, raunar mætti flokka hann sem „bad boy“ enda hefur hann skandalað nokkrum sinnum yfir sig. Versti skandallinn var líkast til í rússnesku borginni Rostov árið 2004. Á blaðamannafundi spurði blaðakona út í ástæður þess að Kirkorov væri svo iðinn að gera ábreiður af bandarískum og evrópskum slögurum. Kirkorov svaraði blaðakonunni að lokum að hann væri þreyttur á bleiku blússunni hennar, brjóstunum á henni og hljóðnemanum. Krafðist hann þess að henni yrði vikið á dyr. Þegar hún yfirgaf salinn gripu lífverðir Kirkorov til sinna ráða, réðust að henni fyrir utan og eyðilögðu upptökugræju hennar. Var Kirkorov síðar dæmdur og sektaður fyrir framkomu sína. Hann hefur lent í fleiri opinberum deilum auk þess sem hann þurfti að segja sig úr rússneskum dómnefndinni í Eurovison árið 2009 þegar í ljós kom að hann hefði setið að snæðingi með keppendum í aðdragandanum. Meðal annars Alexander Rybak sem hrósaði sigri á kostnað Jóhönnu Guðrúnar okkar. Þá hefur Kirkorov komið illa fram við fleiri blaðakonur. Hann tók myndavél einnar með valdi en baðst síðar afsökunar á því. Þá sló hann til annarrar blaðakonu á göngu sinni á tónleikum. Sömuleiðis fékk aðstoðarkona hans löðrung vegna þess að hann var ósáttur við lýsingu á tónleikum. Kirkorov baðaði sig í sviðsljósinu í norræna partýinu á laugardaginn eins og sjá má á Instagram-reikningi hans sem er afar metnaðarfullur og greinilega í umsjón hæfileikaríkra aðstoðarmanna.
Eurovision Rússland Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira