Tugir mála ratað á borð lögreglunnar Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. maí 2019 06:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. 59 mál um ólöglega heimagistingu hafa verið send lögreglu til rannsóknar, 61 máli hefur lokið með stjórnvaldssektum og fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir nema tæplega 100 milljónum króna vegna herts eftirlits með gististarfsemi, átaks sem ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hrinti af stað í fyrra. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís. Þá hefur heimagistingarvaktin orðið til þess að upplýsingar um 420 fasteignir hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld. Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu hafa borist á tímabilinu. Á árinu 2017 var áætlað að allt að 80 prósent skammtímaleigu á Íslandi færu fram án tilskilinna leyfa eða skráningar. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í janúar hafði orðið 400 prósenta aukning á tíðni skráninga slíkra eigna ef miðað er við tölur frá sama tímabili í fyrra. Sýslumaður áætlar þó að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram hér á landi án tilskilinna leyfa eða skráningar. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að umsvif Airbnb hafi dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist á ný. Þar með tókst að snúa við vaxandi hlutdeild Airbnb og annarrar óskráðrar gistingar. Hlutdeild skráðrar gistiþjónustu í seldum gistinóttum féll hratt eftir að Airbnb kom til skjalanna og náði minnst 74 prósentum árið 2017. Hert eftirfylgni reglna er samkvæmt skýrslu bankans talin ein meginástæða þessarar þróunar, auk þess sem ferðamönnum fjölgaði hægar á síðastliðnu ári en árin á undan og íbúðaverð hækkaði auk þess hægar en undanfarin ár. Kostnaður ráðuneytis Þórdísar við hert eftirlit var 64 milljónir króna en gert var ráð fyrir því að bætt skattskil og sektargreiðslur myndu vega þann kostnað upp. Reynsla af átakinu hefur sýnt að samanlagðar fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður. Er þá ekki tekið mið af óbeinum áhrifum á borð við aukin skattskil, framboð á leiguhúsnæði og jafnari samkeppnisgrundvöll. „Það er sérstaklega ánægjulegt hvaða jákvæðu áhrif aukið eftirlit hefur haft á húsnæðismarkaðinn. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að menn komist ekki upp með að spila ekki eftir reglunum.“ Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17 Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45 Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
59 mál um ólöglega heimagistingu hafa verið send lögreglu til rannsóknar, 61 máli hefur lokið með stjórnvaldssektum og fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir nema tæplega 100 milljónum króna vegna herts eftirlits með gististarfsemi, átaks sem ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hrinti af stað í fyrra. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís. Þá hefur heimagistingarvaktin orðið til þess að upplýsingar um 420 fasteignir hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld. Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu hafa borist á tímabilinu. Á árinu 2017 var áætlað að allt að 80 prósent skammtímaleigu á Íslandi færu fram án tilskilinna leyfa eða skráningar. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í janúar hafði orðið 400 prósenta aukning á tíðni skráninga slíkra eigna ef miðað er við tölur frá sama tímabili í fyrra. Sýslumaður áætlar þó að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram hér á landi án tilskilinna leyfa eða skráningar. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að umsvif Airbnb hafi dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist á ný. Þar með tókst að snúa við vaxandi hlutdeild Airbnb og annarrar óskráðrar gistingar. Hlutdeild skráðrar gistiþjónustu í seldum gistinóttum féll hratt eftir að Airbnb kom til skjalanna og náði minnst 74 prósentum árið 2017. Hert eftirfylgni reglna er samkvæmt skýrslu bankans talin ein meginástæða þessarar þróunar, auk þess sem ferðamönnum fjölgaði hægar á síðastliðnu ári en árin á undan og íbúðaverð hækkaði auk þess hægar en undanfarin ár. Kostnaður ráðuneytis Þórdísar við hert eftirlit var 64 milljónir króna en gert var ráð fyrir því að bætt skattskil og sektargreiðslur myndu vega þann kostnað upp. Reynsla af átakinu hefur sýnt að samanlagðar fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður. Er þá ekki tekið mið af óbeinum áhrifum á borð við aukin skattskil, framboð á leiguhúsnæði og jafnari samkeppnisgrundvöll. „Það er sérstaklega ánægjulegt hvaða jákvæðu áhrif aukið eftirlit hefur haft á húsnæðismarkaðinn. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að menn komist ekki upp með að spila ekki eftir reglunum.“
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17 Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45 Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17
Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45
Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24