Tugir mála ratað á borð lögreglunnar Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. maí 2019 06:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. 59 mál um ólöglega heimagistingu hafa verið send lögreglu til rannsóknar, 61 máli hefur lokið með stjórnvaldssektum og fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir nema tæplega 100 milljónum króna vegna herts eftirlits með gististarfsemi, átaks sem ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hrinti af stað í fyrra. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís. Þá hefur heimagistingarvaktin orðið til þess að upplýsingar um 420 fasteignir hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld. Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu hafa borist á tímabilinu. Á árinu 2017 var áætlað að allt að 80 prósent skammtímaleigu á Íslandi færu fram án tilskilinna leyfa eða skráningar. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í janúar hafði orðið 400 prósenta aukning á tíðni skráninga slíkra eigna ef miðað er við tölur frá sama tímabili í fyrra. Sýslumaður áætlar þó að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram hér á landi án tilskilinna leyfa eða skráningar. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að umsvif Airbnb hafi dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist á ný. Þar með tókst að snúa við vaxandi hlutdeild Airbnb og annarrar óskráðrar gistingar. Hlutdeild skráðrar gistiþjónustu í seldum gistinóttum féll hratt eftir að Airbnb kom til skjalanna og náði minnst 74 prósentum árið 2017. Hert eftirfylgni reglna er samkvæmt skýrslu bankans talin ein meginástæða þessarar þróunar, auk þess sem ferðamönnum fjölgaði hægar á síðastliðnu ári en árin á undan og íbúðaverð hækkaði auk þess hægar en undanfarin ár. Kostnaður ráðuneytis Þórdísar við hert eftirlit var 64 milljónir króna en gert var ráð fyrir því að bætt skattskil og sektargreiðslur myndu vega þann kostnað upp. Reynsla af átakinu hefur sýnt að samanlagðar fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður. Er þá ekki tekið mið af óbeinum áhrifum á borð við aukin skattskil, framboð á leiguhúsnæði og jafnari samkeppnisgrundvöll. „Það er sérstaklega ánægjulegt hvaða jákvæðu áhrif aukið eftirlit hefur haft á húsnæðismarkaðinn. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að menn komist ekki upp með að spila ekki eftir reglunum.“ Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17 Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45 Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
59 mál um ólöglega heimagistingu hafa verið send lögreglu til rannsóknar, 61 máli hefur lokið með stjórnvaldssektum og fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir nema tæplega 100 milljónum króna vegna herts eftirlits með gististarfsemi, átaks sem ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hrinti af stað í fyrra. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís. Þá hefur heimagistingarvaktin orðið til þess að upplýsingar um 420 fasteignir hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld. Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu hafa borist á tímabilinu. Á árinu 2017 var áætlað að allt að 80 prósent skammtímaleigu á Íslandi færu fram án tilskilinna leyfa eða skráningar. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í janúar hafði orðið 400 prósenta aukning á tíðni skráninga slíkra eigna ef miðað er við tölur frá sama tímabili í fyrra. Sýslumaður áætlar þó að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram hér á landi án tilskilinna leyfa eða skráningar. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að umsvif Airbnb hafi dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist á ný. Þar með tókst að snúa við vaxandi hlutdeild Airbnb og annarrar óskráðrar gistingar. Hlutdeild skráðrar gistiþjónustu í seldum gistinóttum féll hratt eftir að Airbnb kom til skjalanna og náði minnst 74 prósentum árið 2017. Hert eftirfylgni reglna er samkvæmt skýrslu bankans talin ein meginástæða þessarar þróunar, auk þess sem ferðamönnum fjölgaði hægar á síðastliðnu ári en árin á undan og íbúðaverð hækkaði auk þess hægar en undanfarin ár. Kostnaður ráðuneytis Þórdísar við hert eftirlit var 64 milljónir króna en gert var ráð fyrir því að bætt skattskil og sektargreiðslur myndu vega þann kostnað upp. Reynsla af átakinu hefur sýnt að samanlagðar fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður. Er þá ekki tekið mið af óbeinum áhrifum á borð við aukin skattskil, framboð á leiguhúsnæði og jafnari samkeppnisgrundvöll. „Það er sérstaklega ánægjulegt hvaða jákvæðu áhrif aukið eftirlit hefur haft á húsnæðismarkaðinn. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að menn komist ekki upp með að spila ekki eftir reglunum.“
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17 Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45 Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17
Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45
Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24