Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2019 18:30 Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. Valdheimildir Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, verða gagnvart EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA eins og reglugerð 713/2009 um ACER var tekin inn í EES-samninginn en hún er hluti af þriðja orkupakkanum. ACER mun hins vegar vinna drög að öllum ákvörðunum. Þá munu fulltrúar ESA og fulltrúar EFTA-ríkjanna njóta áheyrnaraðildar við málsmeðferð og ákvarðanatöku ACER um þessi „drög“. Samhliða þessu mun ESA hafa neitunarvald gagnvart tillögum frá ACER. Það að EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein sé veitt áheyrn hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er enn eitt einkenni þeirrar breytingar sem orðið hefur á EES-samstarfinu á undanförnum árum. Evrópurétturinn hefur þróast í þá átt að miðlægum stofnunum ESB hefur verið falið vald til að taka bindandi ákvarðanir og gagnvart EFTA-ríkjunum er valdheimildunum komið fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Birgir Tjörvi Pétursson, sem vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins, telur þetta til þess fallið að tryggja virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins. Hann vill því ekki taka svo djúpt í árinni að um sé að ræða eðlisbreytingu á samstarfinu heldur aðeins tilfærslu frá framkvæmdastjórninni til miðlægra stofnana. Virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins sé það sama. „Á þeim tíma, þegar allar þessar ákvarðanir voru á vettvangi framkvæmdastjórnarinnar, þá höfðu EFTA-ríkin aðgang að framkvæmdastjórninni. Þannig að hér er aðeins verið að reyna að fylgja þessari þróun sem hefur átt sér stað innan Evrópusambandsins með því að færa ákvörðunarvald til sérhæfðra stofnana án þess að það raski tveggja stoða kerfinu þannig að aðildarríkin eða EFTA-ríkin eigi aðgang að þessum stofnunum,“ segir Birgir Tjörvi. Alþingi Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. Valdheimildir Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, verða gagnvart EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA eins og reglugerð 713/2009 um ACER var tekin inn í EES-samninginn en hún er hluti af þriðja orkupakkanum. ACER mun hins vegar vinna drög að öllum ákvörðunum. Þá munu fulltrúar ESA og fulltrúar EFTA-ríkjanna njóta áheyrnaraðildar við málsmeðferð og ákvarðanatöku ACER um þessi „drög“. Samhliða þessu mun ESA hafa neitunarvald gagnvart tillögum frá ACER. Það að EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein sé veitt áheyrn hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er enn eitt einkenni þeirrar breytingar sem orðið hefur á EES-samstarfinu á undanförnum árum. Evrópurétturinn hefur þróast í þá átt að miðlægum stofnunum ESB hefur verið falið vald til að taka bindandi ákvarðanir og gagnvart EFTA-ríkjunum er valdheimildunum komið fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Birgir Tjörvi Pétursson, sem vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins, telur þetta til þess fallið að tryggja virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins. Hann vill því ekki taka svo djúpt í árinni að um sé að ræða eðlisbreytingu á samstarfinu heldur aðeins tilfærslu frá framkvæmdastjórninni til miðlægra stofnana. Virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins sé það sama. „Á þeim tíma, þegar allar þessar ákvarðanir voru á vettvangi framkvæmdastjórnarinnar, þá höfðu EFTA-ríkin aðgang að framkvæmdastjórninni. Þannig að hér er aðeins verið að reyna að fylgja þessari þróun sem hefur átt sér stað innan Evrópusambandsins með því að færa ákvörðunarvald til sérhæfðra stofnana án þess að það raski tveggja stoða kerfinu þannig að aðildarríkin eða EFTA-ríkin eigi aðgang að þessum stofnunum,“ segir Birgir Tjörvi.
Alþingi Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira