Telur að öryrkjum fjölgi vegna galla á kerfinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2019 18:45 Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir að öryrkjum hafi fjölgað óeðlilega mikið á undanförnum árum vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem mikilvægt sé að ráða bót á. Þær breytingar eru á döfinni en skýrsla starfshóps um nýtt greiðslukerfi vegna skertrar starfsgetu var kynnt í ríkisstjórn á föstudag. Nýgengi örorku hér á landi hefur aukist jafnt og þétt í öllum aldurshópum á síðustu árum en á árinu 2016 var það í fyrsta sinn meira en fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudag skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Þar er lagt til að greiðslur almannatrygginga skiptist í sjúkragreiðslur, endurhæfingargreiðslur, virknigreiðslur og örorkulífeyri auk þess sem tekin verða upp sveigjanleg hlutastörf fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Í skýrslunni segir: „Rannsóknir sýna að atvinnuþátttaka hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan fólks, jafnvel þótt það sé að glíma við sjúkdóma, afleiðingar slysa eða fötlun og því mikilvægt að auka tækifæri fólks með skerta starfsgetu til atvinnuþátttöku.“ Eitt af því sem hefur valdið bæði embættis- og stjórnmálamönnum heilabrotum er mikil fjölgun einstaklinga á 75 prósent örorku en öryrkjum fjölgar hlutfallslega mun hraðar hér en á hinum Norðurlöndunum.Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Kristinn MagnússonÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, hafði ákveðna snertifleti við þessa vinnu sem félagsmálaráðherra á sínum tíma. Hann segir mikilvægt að þverpólitísk samstaða náist um innleiðingu starfsgetumats. Þá telur hann að mikla fjölgun öryrkja, ekki síst meðal ungra karlmanna, megi rekja til galla á núverandi kerfi. „Það er alveg ljóst að við erum að sjá yngri einstaklinga, sérstaklega unga karla, koma mikið inn á örorkulífeyri. Mun meira en við sjáum í nágrannalöndum okkar og við sjáum mjög varhugaverða þróun hér því við erum úr takti við nágrannalönd okkar hvað varðar mikla fjölgun öryrkja á undanförnum árum. Það er ekkert vafamál og ég er sannfærður um að það er vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem er mjög mikilvægt að ráða bóta á,“ segir Þorsteinn. Félagsmál Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir að öryrkjum hafi fjölgað óeðlilega mikið á undanförnum árum vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem mikilvægt sé að ráða bót á. Þær breytingar eru á döfinni en skýrsla starfshóps um nýtt greiðslukerfi vegna skertrar starfsgetu var kynnt í ríkisstjórn á föstudag. Nýgengi örorku hér á landi hefur aukist jafnt og þétt í öllum aldurshópum á síðustu árum en á árinu 2016 var það í fyrsta sinn meira en fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudag skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Þar er lagt til að greiðslur almannatrygginga skiptist í sjúkragreiðslur, endurhæfingargreiðslur, virknigreiðslur og örorkulífeyri auk þess sem tekin verða upp sveigjanleg hlutastörf fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Í skýrslunni segir: „Rannsóknir sýna að atvinnuþátttaka hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan fólks, jafnvel þótt það sé að glíma við sjúkdóma, afleiðingar slysa eða fötlun og því mikilvægt að auka tækifæri fólks með skerta starfsgetu til atvinnuþátttöku.“ Eitt af því sem hefur valdið bæði embættis- og stjórnmálamönnum heilabrotum er mikil fjölgun einstaklinga á 75 prósent örorku en öryrkjum fjölgar hlutfallslega mun hraðar hér en á hinum Norðurlöndunum.Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Kristinn MagnússonÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, hafði ákveðna snertifleti við þessa vinnu sem félagsmálaráðherra á sínum tíma. Hann segir mikilvægt að þverpólitísk samstaða náist um innleiðingu starfsgetumats. Þá telur hann að mikla fjölgun öryrkja, ekki síst meðal ungra karlmanna, megi rekja til galla á núverandi kerfi. „Það er alveg ljóst að við erum að sjá yngri einstaklinga, sérstaklega unga karla, koma mikið inn á örorkulífeyri. Mun meira en við sjáum í nágrannalöndum okkar og við sjáum mjög varhugaverða þróun hér því við erum úr takti við nágrannalönd okkar hvað varðar mikla fjölgun öryrkja á undanförnum árum. Það er ekkert vafamál og ég er sannfærður um að það er vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem er mjög mikilvægt að ráða bóta á,“ segir Þorsteinn.
Félagsmál Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira