Það lítur út fyrir að eigandi NFL-meistara New England Patriots, Robert Kraft, muni sleppa með skrekkinn í máli sem átti að höfða gegn honum í Flórída.
Kraft sótti sér þjónustu á vændishúsi í ríkinu en vændishúsið var dulbúið sem nuddstofa. Tvö myndbönd voru til af Kraft þar sem hann stundaði ólöglegt athæfi á nuddstofunni.
Kraft hefur barist harkalega gegn því að þau myndbönd verði ekki birt og hann hefur nú náð fullnaðarsigri í þeim efnum. Myndböndin verða ekki birt og það sem meira er að þá hafa þau verið dæmd ólögleg sönnunargögn í málinu.
Lögmenn hans munu því væntanlega fara fram á frávísun í dag þar sem einu sönnunargögnin gegn honum voru þessu tilteknu myndbönd.
